Eining - 01.04.1951, Blaðsíða 5

Eining - 01.04.1951, Blaðsíða 5
EINING 5 Horfnir framverðir bindindismála ÁRNI GÍSLASON leturgrafari, var fæddur 18. október 1833 að Kald- árholti í Rangárvallasýslu. — Foreldrar hans voru Gísli bóndi Árnason, Þor- steinssonar á Rauðalæk og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir á Giljum, Þor- bjarnarsonar. Aðalævistarf Árna var leturgröftur, og var hann listamaður í þeirri grein, en sinnti þó margvíslegum öðrum störfum, var til dæmis lögregluþjónn í Reykjavík árin 1859—’75. Hann var mikill áhuga- maður um öll mál Góðtemplarareglunn- ar. Gerðist fyrst félagi í stúkunni Fram- téðinni, en er hún lagðist niður um tíma, gekk hann í stúkuna Verðandi. Hann vann mikið í stúkum sínum, en þó eink- um í barnastúkunum, hafði sérlega gott lag á að tala við börnin, og var gæzlu- maður stúkunnar Æskunnar um skeið. Þá var hann erindreki Stórstúkunnar um mörg ár og vann starf sitt af sér- stakri lipurð og ástundun. Um hann segir svo í Templar, 18. maí 1911: „Hann óskaði þess oft og kvaðst trúa því, að hann fengi að lifa þann dag, er algert aðflutningsbann áfengis yrði lögleitt hér á landi. Honum auðnaðist að fá þá ósk sína uppfyllta. Reglan á hér á bak að sjá einum sínum bezta merkisbera". I 25 ára minningarriti Góðtemplara segir um hann: ,,Árin 1894—96 fór hann reglu- boðunarferð kringum land, og vann þá, eins og endranær, með þeirri alkunnu lægni og ljúfmennsku, sem honum ein- um er lagin. Vinsælli starfsmann á Reglan ekki“. Sem dæmi um lipurð Árna og þjón- ustufúsleik má nefna það, að algengt var, er menn þurftu að láta skrifa vandasöm bréf, til embættismanna og yfirvalda, að leita til hans um slíkt, því að hann var mesti hagleiksmaður. Árni Gíslason leturgrafari er einn þeirra sérstöku mannvina, sem skráð hafa nöfn sín í söguna, sem baráttu- menn hinna góðu málefna, og sem hafa trúað á batnandi heim og bjartari menn- ingu, lausa við háðung og hörmungar áfengisverzlunar og áfengisneyzlu. Kona Árna var Guðlaug Grímsdóttir Melbye, Þingholti í Reykjavík. Hann andaðist 4. maí 1911. Voldugasta andanshetja aldar- innar róttækur bannmaSur Mestu forustumenn Indlands eru sammála um það, að sjaldan hafi áhrifavald eins einstaks manns náð jafn langt og ráðið jafn miklu um framtíð þjóðar, eins og Gandhis. Hann taldi alla menn jafn réttháa, hverrar trúar eða þjóðernis sem þeir væru. Enga voldugri andans hetju, né siðferðilega sterkari mann, hefur tuttugasta öldin átt. Gandhi skipti siðbótaáformi sínu nið- ur í 14 liði. Fyrsti liðurinn var lausn hinnar lægstu og forsmáðustu stéttar þjóðfélagsins — hinna óhreinu. Annar liðurinn var algert bann við áfengissölu og eiturlyfjanotkun. Ghandi sagði: „Vteri ég gerður að einvalds- herra alls Indlands eina hluhhu- stund, grði það mitt fgrsta verk að loha ölluin áfengissölubúðum og veitingastöðum, án nokkurrar tilslökunar, og egðileggja alla toddg páhna“. Hverjir eru nú meiri mannvinir, réttlátari, sannleikselskari þjóðhollari, menn eins og Gandhi og Abraham Lin- coln, eða nöldrarnir hjá okkur, sem heimta frjálsari áfengissölu og sterkara öl? Báðir þessir menn, Abraham Lincoln og Gandhi litu á áfengisbölið sem krabbamein og hina verstu pest þjóð- félagsins og trúðu ekki á aðra lausn en algert áfengisbann. Gandhi sagði: ,,Ein af mestu meinsemdunum, sem fylgir stjórn Englendinga, er innflutn- ingurinn á áfengi, þessum óvini mann- kynsins og bölvun siðmenningarinnar . . . Þessi pest áfengissölunnar hefur breiðzt út um landið þvert og endilangt, þrátt fyrir það, að trúarbrögð þjóðar- innar bannar áfengisneyzluna. Jafnvel það, að snerta áfengisflöskuna saurgar múhameðstrúarmanninn, samkvæmt á- trúnaði hans. Og trú Hindúa bannar stranglega hvers konar notkun áfengis, en sjá, í stað þess að stöðva áfengis- flóðið, virðist stjórnin, því miður, greiða fyrir framrás þess. Og svo sveltir hinn aumi og vesali maður fjölskyldu sína og bregst hinni helgu skyldu, að sjá fyrir börnum sínum, ef hann á þau einhver, til þess að geta drukkið áfengi, er býr honum volæði og ótímabæran dauða“. Nehru, forsætisráðherra Indlands, fetar í fótspor hins mikla andlega leið- toga þjóðarinnar, Gandhis og hefur ákveðið, að fyrsta verk stjórnarinnar skuli vera, að banna með lögum þá þjóðtrú, sem telur vissa stétt þjóðfélags- ins óhreina menn. En næsta siðbótar- stigið er ákveðið, algert áfengisbann í öllum fylkjum Indlands, og sé það kom- ið á 1952. Einn áhrifamaður Indlands segir: „Indland hefur sagt áfenginu stríð á hendur, sem hinum versta óvini fram- fara, hagsældar og félagslegra um- bóta“. Systir Nehrus, forsætisráðherra Ind- lands, er sendiherra Indlands í Banda- ríkjunum. Einnig hún er trú lífsskoðun Gandhis. Þegar sendiráðið bauð til veizlu í Washington, í tilefni af tveggja ára afmæli sjálfstæðis Indlands, var alls ekki veitt neitt áfengi, heldur að- eins ávaxtadrykkir. Frúin þótti ágætis veitandi. Bindindisráð norskra safnaða. I nóvember s.l. átti bindindisráð norskra safnaða 25 ára afmæli. Stofnandi þess var David Östlund, sem margir íslendingar kannast við. Hann var þá starfandi á veg- um alþjóðasamtaka gegn áfengisbölinu og var afkastamikill svo að af bar. Hvað mikið að honum við bindindisstarfsemi bæði í Noregi og Svíþjóð, og víðar. David Östlund hafði verið templari í Reykjavík.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.