Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vera

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vera

						F I N U
VEGURINN UPP A
FJALLIÐ
Jakobína Sigurðardóttir:
Smásögur.
Mál og menning 1990
Jakobína Sigurðardóttir, fædd
1918, er einn þeirra höfunda
okkar sem varla verður sökuð
um offramleiðslu texta eða
eltingarleik við gleyminn og
lauslátan markað. Síðasta
skáldsaga hennar, I sama
klefa, kom út árið 1981 og ef
ég man rétt lét hún þau orð
falla í viðtali þá, að sennilega
yrði þetta síðasta bókin henn-
ar. Svo varð ekki. Núna segir
hún í viðtali um nýju bókina:
„Ætli þetta verði ekki
örverpið mitt" (Listróf, RUV,
19.11.). Við skulum vona að
það gangi ekki heldur eftir.
Þau sem fylgst hafa með
verkum Jakobínu gegnum
tíðina, hafa séð að hún notar
alltaf færri og færri orð - og
það verður æ lengra á milli
bóka. Vegurinn upp á fjallið
hefur að geyma átta smá-
sögur. Þær bera það með sér
að ekki hefur verið kastað
höndunum til þeirra; hver
setning, hver málsgrein, hver
saga er listavel unnin. Vald
Jakobínu á íslenskri tungu er
algjört og hverri sögu hefur
verið valinn sinn stíll, það
hvernig sagt er frá verður
óendanlega mikilvægt vegna
þess að formið verður
merkingarbært.
Sögurnar átta eru ólíkar en
sameiginlegt þeim öllum er að
yfirborðstextinn er fámáll,
undirtextarnir eða það sem
þagað er yfir þeim mun
áleitnara. Sögurnar tengjast
líka efnislega og um það verð-
ur fjallað hér á eftir.
Þrjár sögur í Veginum upp
á fjalíið segja frá mæðrum og
börnum. Þær heita „Undir
sverðsegg", „Vegurinn upp á
fjallið" og „Hann mælti svo
fyrir...".
Móðirin í „Undir sverðs-
egg" er kannski frægust
þessara mæðra. Hún er María
guðsmóðir. Hún stendur við
krossinn og þjáist, hin fræga
„Stabat Mater dolorosa" talar
til okkar. Textinn er hugflæði
hennar, knúið áfram af ör-
væntingunni: „Því hún ein,
hún ein bíður kraftaverks-
ins."(8)
Hún er þó ekki ein. Jó-
hannes, sonur hennar, stend-
ur við hlið hennar. Ekki Jósef.
Hann getur ekki fylgt syni
sínum alla leið og þó elskar
hann Jesú líka. Af hverju
getur hann ekki staðið við hlið
Maríu við krossinn? Hvar
skildust leiðir? Hvers vegna
er Jóhannes sá eini sem bíður
með henni: „Jóhannes, sem
hún hefur alltaf álitið síst
gefinn barna sinna..."(12)
Móðirin bíður kraf taverks-
ins, undir „sverðsegg óttans",
uns henni verður ljóst að
kraftaverkið mun ekki gerast.
Það er verið að drepa son
hennar. Dauðinn er í nánd.
Jóhannes sér að glóðin er
slokknuð í augum hennar og
reynir að telja hana á að koma
með sér. Og hann segir henni
að Jesú muni lifa, geti ekki
dáið, orð hans muni sigra
heiminn: „Hún starir á hann
og finnur að lífið, sem fyrir
stundu var að fjara út í brjósti
hennar, nálgast aftur með
brugðið sverð óttans... Hann
hefur fengið köllun, hugsar
hún og lifandi sársaukinn fyll-
ir aftur brjóst hennar... Lífið
veitir henni enga undan-
komuleið. Nú veit hún það."
(14-15)
Það er þetta sem skilur á
milli Jósefs og Maríu. Jósef
elskar líka og hann velur líka
lífið. Hann velur heiðvirða
vinnu, skyldustörf og það að
sjá fyrir sér og sínum. Hann er
góður maður. En hann er ekki
hugsjónamaður. Hann flýr
þjáninguna, elskar aðeins á
sínum forsendum. En María
veit að óttinn og þjáningin
fylgja hinni skilmálalausu ást
og lífinu. Lífinu fylgir bar-
áttan fyrir hugsjónum okkar
og hugsjónirnar endurspegla
þrá okkar eftir merkingu með
því lífi sem við verðum að lifa.
I „Veginum upp á fjallið"
hljómar „Stabat Mater" stefið
áfram. Móðirin í þeirri sögu
missir líka hjartfólginn son.
Hún   er   gömul   sveitakona,
slitin, þreytt en heldur samt
áfram að amla við búskapinn
þó hún sé orðin ein eftir. Hún
getur ekki hugsað sér að fara
af jörðinni enda enginn til að
taka við henni. Þá kemur
(glataði) sonurinn heim, sá
sem hefur valdið henni mest-
um áhyggjum, sá sem hún
hefur elskað mest. Hann var
hugsjónamaðurinn, ákafa-
maðurinn, og hún hefur alltaf
borið blak af honum, varið
hann fyrir föðurnum, reynt að
bæta fyrir brot hans gagnvart
Birtu, dóttur hans. Og nú er
hann kominn heim eftir langa
útivist.
VEGURINNUPPÁFJALLIÐ
Jakobína
Sigurðardóttir
í rás sögunnar afhjúpast
andstæðurnar á milli móður
og sonar smám saman. Móð-
irin er bundin fólkinu sínu,
jörðinni og fjallinu. Sonurinn
er engu bundinn. Móðirin
verndar þá sem eiga undir
högg að sækja, sonurinn treð-
ur á fólki. Móðirin aðhyllist
þær hugsjónir sem hann boð-
aði henni á sínum tíma. Hann
hefur tekið sér stöðu á hinum
vængnum, með þeim sem
græða á hernum. Bilið breikk-
ar á milli þeirra og um leið
verða svikin sárari við ástina
og trúnaðinn sem tengdi þau
og tengir enn - þó þau hljóti
að standa hvort gegn öðru.
Þriðju „móður þjáning-
anna" finnum við í sögunni
„Hann mælti svo fyrir...".
Konan, aðalpersóna sögunn-
ar, er bóndakona. Hún elur
barn að hausti, barninu er vart
hugað líf en það tekst að
bjarga því. Fyrir á þessi kona
tvær litlar telpur. Þegar hún
liggur í blóðböndunum fær
hún að vita að bóndi hennar
hefur látið slátra heim-
alningnum Gimblu, leikfélaga
systranna og „fósturdóttur"
konunnar. Gimbla verður
önnur aðalpersóna sögunnar.
Ég átti í nokkrum erfið-
leikum með þessa sögu til að
byrja með, það skal viður-
kennt. Margir muna eftir
dýrasögunum sem voru svo
vinsælar undir lok síðustu
aldar og ljóðunum um til-
finningar rjúpna og hrafna en
þó aðallega sauðfjárins og
hundanna. Þessi bókmennta-
grein átti meðal annars upp-
tök í nýrri sókn mannúðar-
stefnunnar. Markmiðið með
því að persónugera dýrin var
að vekja einhvers konar sam-
stöðu lesandans með þeim og
samsömun og stuðla þannig
að bættri meðferð á skepn-
unum - og veitti ekki af. Og
það er kannski von maður
spyrji: er „Hann mælti svo
fyrir..." svona „dýrasaga"?
Heimalningnum Gimblu
er gefið nafn, „andlit", „sál"
eða vitundarlíf þar sem
ástarþörfin og ástarþráin eru
sterkust afla. Það er móðirin
sem er vitundarmiðja smá-
sögunnar og það er hún sem
yfirfærir sína þrá, sína stöðu,
á Gimblu. Gimbla, lambið,
verður bæði spegill móður-
innar og tákn í sögunni.
Gimbla litla getur ekki lifað án
ástar og verndar móðurinnar
og í sögunni verðum við að
horfast í augu við að Gimbla
getur ekki lifað. Þó að móðirin
elski hana og vilji að hún lifi.
Vegna þess að valdið er ekki
hjá móðurinni.
Konan „mælir ekki svo
fyrir...". Það er bóndinn, Mað-
urinn, sem er valdhafinn og
hin valdslega orðræða titilsins
er hans. Konan hefur grátbeð-
ið hann um líf Gimblu vegna
þess að það hefur sérstakt
tilfinningalegt gildi fyrir hana
vegna þeirri stöðu sem hún er
í. En maðurinn er háður öðr-
um veruleika og skilur hana
ekki. Hann „mælir svo fyrir..."
að lambið fylgi hinum lömb-
unum. Það, hvort foreldranna
hefur  valdið,  verður  litlum
37
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40