Akranes - 01.09.1942, Blaðsíða 3

Akranes - 01.09.1942, Blaðsíða 3
AKRANES 3 Jón AuSu nsson 75 arci Svo sem getið var í síðasta blaði átti Jón Auðunsson 75 ára afmæli 1. þ. m. Síðan höfum vér hitt Jón að máli og spurt hann um ýmislegt frá liðnum dögum. Jón er fróður og minn- ugur og hinn ernasti. Þú hefir ekki altaf dvalið á sömu þúfunni ? Nei það er nú síður en svo. Enda er mér illa við þúfurnar og hefi viljað fækka þeim eftir megni, þar sem ég hefi haft aðstöðu til, segir Jón. Ég er fæddur á Oddsstöðum í Lund arreykjadal 1. sept. 1867. sonur Auð- uns bónda Vigfússonar þar og Vil- borgar Jónsdóttur frá Gullberastöð- um í sömu sveit. Foreldrar mínir áttu 12 börn, fimm fyrstu börnin misstu þau öll úr barnaveiki, en hin sjö kom- ust öll til fullorðins ára, en af þeim eru nú fjögur á lífi. Varstu iengi á Oddsstöðum? Eg var þriggja ára þegar faðir minn fluttist þaðan, að Varmalæk, en þá keypti hann, er Torfi fluttist þaðan að Ólafsdal, og setti þar á fót sinn gagn- lega skóla. Þar vorum við í 18 ár; þaðan fórum við svo að Hesti, Læk) og Vestri-Leirárgörðum í Leirársveit og dvöldumst þar eitt og tvö ár á hverjum stað. Nú ætlaði ég að gerast kongsins lausamaður, segir Jón, en fékk ekki lausamennskuleyfi fyrr en ég var orðinn 25 ára, og fór þessvegna eitt ár vinnumaður til Rannveigar á Leirá. Slíkar hömlur þættu ,,hnapp- elda“ nú. Lausamemiskuleyfið fékk ég svo 1892 og var laus og liðugur í maí. Fór til Akraness til sjóróðra á vertíðum en í kaupavinnu á sumrin. Var ekki meiri vinnuharka þá en nú gerist? Þar sem ég var í sveit, var altaf farið ofan klukkan fimm á morgn-< ana og hætt kl. hálf-ellefu á kvöld- in, fyrir þessa vinnu Var borgað 2 kr. á dag, eða 12 kr. á viku. En það versta var, að liðléttingur fékk sama kaup ess, sem merkir reiðskjóti, heldur er það komið úr frönsku, en þar er það kallað „étre á son aise“, ef vel fer um mann, en aise þýðir þægindi, velmegun. Ekki hefir þetta þó bor- ist í íslenzku beina leið úr frönsku. heldur um dönsku, en á þ'ví máli heitir það at være i sit Es. Þetta verður að nægja að sinni, en það úir og grúir af fullgóðum orðatiltækjum í máli voru, sem rekja má til annara tungumála. Þetta er ekki að lasta. Islenzkan er ekki af- höggvin grein af allsherjarmeiði, hún er honum eins föst tengd og önnur mál, og ættmenn innan fjöl- skyldunnar verða að leita styrks hver hjá öðrum eigi vel að fara. Is- lenzkan verður að lifa og þróast rétt eins og önnur mál og þar má hvorki höggva hæl né tá. Guðbr. Jónsson. og afbragðsmaður, slík var nú jafn- aðarmennskan þá! Komust þið aldrei í hann krappann á sjónum? Jú, það var nú ekki altaf gott að fást við sjóinn þá á opnum skipum, enginn viti, og lítilfjörlegar týruv í landi. Þá var nú ekki rafmagnið. — Við komum einu sinni úr fiskiróðri í landsynningsstórviðri, með margrifuð segL Ég var þá með Teiti heitnum í Lambhúsum. — Skipið tók á sig sjó svo mikinn, að það þóftufyllti, flaut fiskur og beitingarbali út, en í balann náði Ólafur Pálsson, sem var í austur- rúmi, og notaði hann til að ausa með, en ég jós með tvíhendingstrogi í bark- anum. Allt fór þetta vel. Hvenær byrjaðir þú búskap? Á hálfum Innrahólmi 1899, en var þar aðeins í tvö ár. 1901 gifti ég mig og fluttum við þá að Hvítanesi í Skil- mannahreppi, þegar Stefán heitinn fluttist þaðan til Reykjavíkur, þar var ég í tvö ár og fór þaðan að Neðra- Skarði og var þar í tvö ár. Á hverri jörðinni þótti þér bezt að búa? Hvítanes þótti mér langbezta og skemmtilegasta jörðin. Á henni er enginn galli nema sterkviðrin á land- sunnan, sem bæði eru leiðinleg og hættuleg. Þegar ég var á Innrahólmi þótti mér sú jörð ekki skemmtileg, en mestu annmarkanir á henni hafa verið sniðnir af síðan, svo mikið hefir jörðinni verið gert til góða. Þá áttu þessar jarðir hver fyrir sig að kosta 6000 krónur, það þótti þá dýrt, en ekki þætti það nú. Hvenær fluttist þú til Akraness? Það gerði ég 1905 og keypti þá Marbakkann af Ármanni Þórðarsyni, sem þá fór árinu áður til Ameríku. 1908 byggði ég svo húsið Höfn, og Nýhöfn 1925, þaðan fór ég svo 1929 og keypti Innstavog og bjó þar til 1936, er við keyptum Kúludalsá. Þar hefi ég svo verið síðan, og býst nú við að verða hér, þar til ég flyt „al- farinn“. Þú varst í hreppsnefnd á Akranesi? Já, í níu ár, og hefi verið hrepps- nefndarmaður í öllum hreppum utan Skarðsheiðar nema i Strandahreppi, og oddviti í Innrihreppnum meðan ég var á Ilólmi. Þú byggðir mikið og ræktaðir í Innstavogi ? Það var mér nauðugur einn kostur, því þar var enginn kofi uppistandandi, hvorki fyrir menn eða skepnur, og varð þessvegna að byggja þar öll hús af grunni. Þá var þar í raun og veru ekkert tún, en þegar ég fór þaðan fengum við 600 hesta af því. Akranes er mikið breytt frá því er þú komst þangað fyrst? Já, það má nú spgja. Þá var þar enginn vegarspotti nema frá Lamb- húsum upp að Vegamótum, en þaðan troðnmgur upp úr Skaganum. — Og iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiitiinmiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiuiimiiiiiitnuiiiiiiiiiiir I. AKRANES | | ÚTGEFENDUR: Nokkrir Akurnesingar. = | RITNEFND: Arnljótur Guðmundsson. | Ól. B. Björnsson. | Ragnar Ásgeirsson. I 1 GJALDKERI: Óðinn Geirdal. | AFGREIÐSLUMAÐUR: Jón Árnason. | | Blaðið kemur út 10 sinnum á ári. | | Áskriftargjald: 8 kr. árgangurinn. | ísafoldarprentsmiðja h.f. Z 3 Jiuiiiiiiiiiiinmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiniiiiniiiiiiiiiiini Frá bæjarstjórnmni Fyrir bæjarstjórnarfundi 4. sept. voru lögð 17 mál, sem öll voru af- greidd. Helztu málin voru þessi: Bátabryggja austur af síldarverk- smiðjunni. Bæjarstjóri skýrði nokkuð gang máls þessa. Hafnarnefnd hafði fyrir nokkru falið vitamálaskrifstofunni að gera áætlun um bryggju á þessum stað, sem að framan greinir, svo stórri að 6 eða 8 bátar gætu landað þar sam tímis. í áætluninni er gert ráð fy-rir að mannvirki þetta kosti kr. 535000.00. Áætlun þessi er þegar orðin.úrelt sök- um þess að verkalaun og annað, hafa hækkað til muna, svo kostnaðurinn verður af þeim ástæðum vafalaust mun meiri en að framan greinir. Þá skýrði bæjarstjóri svo frá, að hann hefði þegar gert ráðstafanir til að tryggja efni til byggingarinnar, en því væri ekki að leyna að við ýmis- konar örðugleika væri að eiga í því efni, og ekki- væri hægt að fullyrða að unnt yrði að fá nauðsynlegt bygging- arefni á réttum tíma. Þá skýrði hann frá fjárhag hafnarinnar og kvað ó- hugsandi að hafnarsjóður gæti staðið undir byggingarkostnaði bryggjunn- ar. Væri ekki um aðra leið að ræða í því efni en þá, að bæjarsjóður legði fram fé til þessa sem síðar yrði jafn- að niður á bæjarbúa. Tillaga um að málinu yrði vísað til fjárhagsnefndar var samþykkt með samhljóðat atkv. Virkjun Andakílsár. Skýrt er sér- staklega frá áliti Árna Pálssonar verk fræðings annars staðar í blaðinu. Til- laga þess efnis að Akraneskaupstaður yrði því að eins þátttakanadi í fyrir- hugaðri virkjun, að kaupstaðurinn eignist helming orkuversins, var sam- enginn átti bandkerru nema Hallgrím ur í Guðrúnarkoti og allt borið á bak- inu eða handbörum, svona var allt eftir þessu. \ Kona Jóns er Ragnheiður Thor- grímsen frá Belgsholti hin mesta myndarkona, ejga þau þrjú börn, búa bræðurnir nú á Kúlu og dveija þau gömlu hjónin hjá þeim, en dóttir þeirra er búsett hér á Akranesi. Jón er hygginn maður, stilltur og ráðsettur, enda hefir honum búnast vel og ekkert þurft að sækja til ann- ara.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.