Akranes - 01.03.1943, Blaðsíða 10

Akranes - 01.03.1943, Blaðsíða 10
V 26 AKRANES Mynd þessi er af Lambhússsundi (lágsjávað). Vestan til á sundinu bera tveir bátar saman. Fjær mb. Höfrungur, nær Haf- renningur. Þá mb. ísafold (síðar Viktor), en syðst sést framan á mb. Freun, sem var hinn fyrsti mótorbátur (með dekki), sem hingað kom. Á myndinni sést Böðvarsbryggja og ofan á henni „skjögtprammi“ Höfrungs. Á myndinní sést einhver tog- ari á leið inn á Krossvík. Til hægri sést Vesturflösin, en til vinstri skagar lengst í sjó fram Hestbúðarhlein. (Hún er rétt fyrir utan Steinbryggjuna, sem nú er). Á landinu þar upp af sjást tvær þústur, sú neðri nær sjónum eru Litlateigshjallar, en sú efri skúr frá Neðri-Lambhúsum. sem hér heyrðist talað um vélar í skip. í þessu erindi spáir hann því, að þeir tímar muni koma, er Léunbhússund muni verða vélbátahöfn. Það var ekki svo langt und- an að þessi spá rættist, eins og sýnt verð- ur í þessum þáttum hér á eftir. Matthías hvatti og menn í þessu erindi að smíða bát til flutninga hér á milli Reykjavíkur og Akraness. Fyrsti mótorbáturinn við Faxaflóa var byggður í Reykjavík veturinn 1903 af Bjarna Brynjólfssyni í Engey og Þorsteini Þorsteinssyni í Þórshamri (sem af þessu má sjá að hefur lagt margt á gjörva hönd). Báturinn var aðeins 3*/2 smálest að stærð og var með 4 hk. Danvél. Vorið 1906 smíðaði Otti Guðmundsson skipa- smiður bát, sem var 28 fet á lengd og 5 s/nálestir að stærð, en í þennan bát var sett 8 hk. Danvél, sem tekin var úr kútter Ágúst, síldveiðaskipi, 50 smál. að stærð. Þessi litli bátur var yfirbyggður að fram- an og með járnhúsi yfir vélinni. Segl mátti og draga yfir miðju bátsins aftur að húsi, til að verjast ágjöf. Þegar báturinn var til- búinn var hann seldur upp á Akranes þeim Einari Ignjaldssyni á Bakka, Svcini bróðut hans í Nýlendu, Þorsteini á Grund og Ein- ari Ásgeirssyni. Bátinn nefndu þeir „Pól- stjarnan“ og var Einar Ingjaldsson for- maður, en Sveinn bróðir hans vélamaður. Þetta var lítið skip, eins og „trillurnar“ eru nú, en þetta var fyrsti vélbáturinn, er kom til Akraness. Geir Sigurðsson, hinn góðkunm skipstjóri, og Svéinn Ingjaldsson sigldu bátnum hingað í apríl 1906 og voru tvo tíma á leiðinni frá Reykjavík að bryggju Böðvars Þorvaldssonar í Lamb- hússundi, fram af húsum hans þar, en þau standa enn í dag, þó bryggjan sé löngu horfin. Allir þessir menn höfðu fengist við sjó, og voru af léttast skeiði nema Sveinn, sem var þeirra yngstur. Einar hafði frá unga aldri verið heppinn og duglegur for- maðu á opnu skipi, búinn að sækja í tog- arana af miklu kappi meðan það var gert, gerzt meðeígandi í kútter Haraldi og varð nú fyrsti mótorbátsformaður á Akranesi. Þegar þetta var höfðu 5 unglingar hér gerzt svo djarfir að láta þennan sama Otta Guðmundsson skipasmið í Reykjavík smíða fyrir sig 12 smálesta mótorbát með dekki, og, þótti það mikið skip. í þennan bát var sett 10 hk. þungbyggð Alphavél, sem líka þótti mikið vélaafl í ekki stærra skip (tvennir verða tímarnir). Þessir menn voru: Bjarni Ólafsson Litlateig, Loftur Loftsson Aðalbóli, Þórður Ásmundsson Háteig, Ólafur Guðmundsson Sunnuhvoli og Magnús Magnússon Söndum. Ekkert áttu þessir menn til nema trúna á mátt sinn og megin, og að þeir væru hér á réttri leið um að vinna sjálfum sér, þorpi sínu og þjóð nokkut gagn. Á þessum tíma var enn ekki farið að nota línuna á mótorbátunum, þess vegna voru þorskanetin aðal veiðarfærið, og var þegar þennan vetur sett upp mikið af net- um. Veiðisvæði þótti betra oð tryggara í Garðsjónum og fóru þeir því með „Fram“ suður á Hólma (í Vogum) til viðlegu, og var svo gert nokkrar vertíðir, en annan tíma notuðu þeir bátinn til flutninga milli Reykjavíkur og Akraness og til heyflutn- inga á sumrum. Þótti að þessu hin mesta samgöngubót, þó Iítið þætti til slíks fólks- flutningaskips koma nú. Bjarni Ólafsson var formaður á bátnum meðan þeir félagar áttu hann, en fyrsti vélstjóri var Þórður Ásmundsson. Þessir félagar munu hafa selt verzlun Lofts og Þórðar „Fram" 1910 eða svo. Þeir létu seinna byggja utan um bátinn sem svo er kallað, en hann var súðbyrtur. Þá var farið að plankbyggja (kantsetja) fyrir ofan sjó alla nýja báta, sem þótti taka hinni fyrri.aðferð mikið fram, og var því horfið að því ráði að byggja utan um súðbyrðingana. Líklega mun það hafa verið 1912, sem þeir seldu Fram til Vest- mannaeyja, en þar var hann rifinn 1915 eða 16. Um þetta leyti var hér enn ungur mað- ur, Jörgen Hansson frá Elínarhöfða, sem hafði stundað sjó á skútum eins og fleiri ungir Akurnesingar. Haustið 1905 fór hann til Reykjavíkur og stundaði smíðar hjá Ólafi Hvanndal, þar til skútur legðu út um veturinn. Þeta sama haust kom hann að máli við kunningja sinn, sem sagði hon- um að bæði á austfjörðum og Isafirði væru menn komnir með litla mótorbáta sem þeir stunduðu línuveiðar á. Fékk Jör- gen strax mikla löngun til að komast yfir þesskonar skip. Fékk hann þá Björn Guðnason og Jón Guðmundsson póst (föð- ur Guðmundar á Hvítárbakka og þeirra bræðra) í félag við sig iun bátakaup. Sömdu þei þegar við Bjarna Þorkelsson og skyldi báturinn vera tilbúinn síðast í maí L906, en varð það nú ekki fyrr en í júlí. Bjarni ráðlagði þeim helzt að „tunda veið- ar á bátnum á Grudarfirði og fóru þeir að hans ráðum. Fengu þeir viðlegu og leyfi til að byggja hús 6x14 álnir. Fóru þang- að um sumarið og fengu 5 fiska í fyrsta róðrinum og fannst þeim ekki blása byr- lega. Báturinn var 5 tonn að stærð yfirbyggð- ur að framan og aftan með járnhúsi yfir vélinni og kölluðu hann Val. Dálítið fisk- uðu þeir um sumarið, settu bátinn upp á Grundarfirði, en fengu flutning á fiskin- um til Hafnarfjarðar um haustið og seldu hann þar. Jörgen segir, að hann hafi ver- ið fátækari að fjármunum eftir sumarið, en ríkari af margvíslegri reynslu. Það get- ur stundum verið gott þó hvorttveggja sé betra. Jörgen ætlaði sér eindregið að halda áfram útgerðinni, en félagar hans vildu selja. Lét hann þá tilleiðast að selja líka. Bátinn seldu þeir 800 króna hærra verði, en húsið með nokkrum halla. Vorið 1907 kom Böðvar í Vogatungu að máli við Jörgen og sagði honum, að hann og nokkrir bændur úr Leirársveit og Skilmannahreppi væru að hugsa um að kaupa mótorbát til flutninga á vörum að og frá jörðum þeirra, heyi til Reykjavík- ur svo og til fólksflutninga, því báturinn átti að hafa viðlegu á Akranesi. Var það meining Böðvars að Jörgen yrði vélamað- ur á bátnum. Þá voru ekki margir, sem höfðu nokkra þekkingu á vélum hér, en af því sem fyry er sagt, hafði hann feng- ið nokkra reynslu og þekkingu á meðferð

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.