Akranes - 01.06.1945, Blaðsíða 2

Akranes - 01.06.1945, Blaðsíða 2
62 AKRANES Opið bréf til íþróttafólksins á Akranesi Hugleiðingar um skautavöll Nú um þessar mundir er ríkjandi lofsamlegur áhugi meðal ungra Akurnesinga á íþróttum og íþróttamáleínum, sem er stórkostlega aðdáunarverður fyrir það, að unga fólkið hefur ekki talið eftir sér að bera honum vitni í verki með því að fórna mjög mörgum hvíldarstundum sínum eftir ýmsa erfiða vinnu til þess að geta seinna meir öðlast bætt skilyrði til í- þróttaiðkana, og á ég þar við hið nýbyggða, þjóðfræga í- þróttahús á Akranesi. Unga fólkið talar líka mikið og hugsar mikið um íþróttir, og mér hefur oft virzt, að á hinum heiða himni íþróttahugleiðinganna bregði aðeins einum skugga fyr- ir: Það eru vandkvæðin á því að stunda skíðaíþróttina hér á Akranesi. Hæg vonleysisandvörp stíga frá ungum brjóstum, af því að við þessu er ekkert hægt að gera. Það er naumast hægt að hugsa sér almenna iðkun skíðaíþróttar hér eins og tíðkast vetrarlangt og fram á vor vestan- og norðanlands. Ak- urnesingar verða að sætta sig við það og hafa litlar vonir um að eignast nokkurn tíma marga eða góða skíðamenn. En þó að þessu sé þannig háttað, og kannske einmitt vegna þess, hygg ég að auðvelt sé að sýna fram á það, að Akurnes- ingum er í lófa lagið að verða bezta skautajólk á landinu, og ég leyfi mér að birta þessar fáu línur opinberlega í því skyni að vekja almenna athygli á þessu, af því að ég álít það engu minni heiður fyrir Akranes að eiga óumdeilanlega bezta skautafólk landsins, heldur en þó að það væri talið með skárri skíðaplássum. Ef einhver Akurnesingur er hræddur um að ég sé hér of bjartsýnn, þá get ég ekki svarað öðru en því, að þetta mun sannast á fáum árum, ef sú uppástunga, sem ég ætla að bera fram, verður aðhyllst. Ég ætla sem sé að skora á íþróttafólkið að búa til skauta- völl nú í sumar í sjálfboðavinnu með svipuðu fyrirkomulagi og þegar íþróttahúsið var byggt. Ég er búinn að hugsa all- mikið um þetta. Orðinn sannfærður um það, að hugmyndin á fullkominn rétt á sér, og vil nú reyna að gera grein fyrir henni eftir því sem ég get. Ég held, að völlurinn þyrfti að vera um það bil 1 hektari að stærð. Auðvitað mætti komast af með minna í byrjun, en það er með þetta eins og annað, að ánægjan að verki loknu mun verða að sama skapi meiri, sem vinnubrögðin eru mynd- arlegri, og er í því sambandi hægast að minna á nýja íþrótta- húsið. Völlurinn þarf að vera alveg láréttur til þess að hann not- Akraness svona fast í huga mér sveipaðan þessu töfrandi, milda mánaskini. Það er oft svo, að sterk hughrif tengja sér önnur og gera þau minnisstæð. Ég á margar hugljúfar endurminningar frá kennslustarf- inu á Akranesi, sérstaklega frá kristinfræðitímunum í elztu deild barnaskólans og mörgum kennslustundum í unglinga- deildinni. — Ég á fjölda af jóla- og nýársóskum nemend- anna með þeirra eigin hendi. Þykir mér mjög vænt um það safn. Og nú, þegar ég er að útenda þjónustualdur minn sem kennari, væru mér kærkomnar línur frá einhverjum þessara nemenda minna sem myndu eftir þessari stuttu samveru. Ég vil nú ekki þreyta lesendur „Akraness“ með meiru af svona sundurleitum minningamolum, en lýk þeim með kærri þökk til allra þáverandi Akurnesinga fyrir samstarfið fyrir 23 árum, en sérstaklega hef ég ástæðu til að minnast héraðs læknisins "Ólafs Finsens, því mest hafði ég saman við hann að sælda sem skólanefndarformann og svo er hann mér eink- ar hugstæður fyrir prúðmennsku hans, samvinnuþýðleik og ljúfmennsku. ist fullkomlega eins og til er ætlast og er því mikilsvert hvar honum er ætlaður staður, en þar kemur einnig mjög margt annað til greina. Hefur mér virst, að ílóinn rétt fyrir ofan Fögrugrund eigi flesta sameiginiega kosti af þeim, sem fyrir hendi þurfa að vera, og skal eg nú telja þá upp. 1) Það er mjög stutt að fara á þennan stað fyrir hvert ein- asta smábarn í bænum, en það er ákaílega mikilsvert at- riði. 2) Til þessa staðar þarf ekki að leggja langa vatnsleiðslu, en rennandi vatn verður sífellt að vera til taks á vellinum. 3) Til þessa staðar þarf ekki langa raflögn, en auðvitað á völlurinn að vera vel upplýstur með ljósum allt í kring. 4) Þarna verður minna um saltúða og særok heldur en ef völlurinn stæði nær sjó, en það spillir mjög góðu svelli, svo sem alkunnugt er. Mér er sagt, að kirkjan eigi að hafa umráð yfir þessu land- svæði, og þykist ég viss um að forráðamenn hennar muni með gleði lána landið endurgjaldslaust til þessara afnota, þangað til aðkallandi nauðsynjar krefjast þess til annarra nota, þar sem þetta verður án efa frekar til prýði en lýta, og landið er nú sem stendur gjörsamlega ónotað mógrafasvæði, og það sem mestu veldur, að þetta þjónar þeim tilgangi, sem hugsjón kirkjunnar helgast að miklu leyti af, sem sé að stuðla að menningu og þroska og réttri skynjun fegurðar meðal mannanna. íþróttafólk! — Ef til vill álítið þið, að það sé svo mikið verk og kostnaðarsamt, að koma þessu í framkvæmd, að það sé lítið vit í því að byrja á því. Ég er sannfærður um að svo er ekki, ef heppilegar vinnuaðferðir verða við hafðar. Ef til vill vekur það undrun ykkar, að ég, sem er í engu í- þróttafélagi, skuli verða til þess að koma fram með þessa uppástungu. Það var margt, sem olli því, að ég var lítill og er enginn íþróttaiðkandi og hefur mér þess vegna þótt skammarminnst að vera í engu íþróttafélagi, en ef úr þessari vallarbyggingu verður, mun ég vissulega leggja fram vinnu mína með gleði engu síður en þótt ég væri í íþróttafélagi, ef mér leyfist það. Ef til vill sætir þessi tillaga misjöfnum dómum og tómlæti, eins og algengt hefur verið hér á landi, þegar minnst hefur verið á sérstakar umbætur á einhverju sviði. En ég skora á stjórnendur íþróttafélaganna að taka hana til almennra um- ræðna og atkvæðagreiðslu innan félaganna, og ég bið ykkur, íþróttafólk, að minnast þess, að það er á ykkar valdi að koma því til leiðar, að þessi kaupstaður verði öðrum bæjum á land- inu til mikillar fyrirmyndar, jafnframt því, sem þið munuð ávinna ykkur ævarandi þakklæti uppvaxandi æsku þessa bæjar og staðfesta út í frá það frægðarorð ykkar sjálfra, sem þið hlutuð með byggingu íþróttahússins, enda er vonandi að engir þurfi að komast á þá skoðun, að hin marglofaða bygg- ing íþróttahússins hafi nánast sagt verið einhver gleðileg til- viljun, heldur hafi þar raunverulega búið á bak við hinn sanni dugnaður og heilbrigð ósérplægni fólks, sem þekkir og skilur innsta kjarna hins sanna íþróttaanda. Og ég ætla að lokum að spá því, að ef völlurinn verður byggður í sumar, þá munuð þið sjálf ekki þurfa að bíða leng- ur en til einhvers góðviðriskvölds á næsta vetri, þegar iðandi ljósadýrð-glitrar á glæru svellinu og skautamarrið blandast við dunandi harmonikutóna, til þess að ykkur finnist erfiði ykkar vera fullborgað. Akranesi, 1. júní 1945. Bj. Guðmundsson. Guðmundur Jónsson.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.