Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Blaðsíða 77

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Blaðsíða 77
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 77 Hasshausar Auðmaðurinn Rudolph Lamprecht hefur keypt einhverja mestu náttúruperlu á í bíl Suðurlandi með aðstoð krónprins Sjálfstæðisflokksins. Bændur eru uggandi. Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af fjórum 17 ára piltum í bil í einu út- hverfa bæjarins á fimmtu- dagskvöld. Var lögregla við reglulegt eftirlit þegar hún veitti grunsamlegum bíl eftirtekt. Við athugun lög- reglu kom í ljós að farþegar í bflnum voru að reykja hass og handtók lögregla dreng- ina þá þegar. Vegna ungs aldurs þeirra var haft sam- band við foreldra sem sóttu drengina sem lögregla telur að séu neytendur en ekki tengdir sölu á hassi. Drengirnir eru aflir heima- menn á Akureyri. Allt á floti á M-Hótel M-Hótel við Hafnarstræti á Akureyri er mikið skemmt eftir að vatnsrör ífostsprakk á fjórðu hæð hótelsins og rann niður á neðri hæðir síðastliðinn fimmtudag. Var lögregla kölluð út um hálft tíuleytið á fimmtu- dagskvöld og fékk hún slökkvilið og hreingem- ingafyrirtæki í bænum til að sjúga upp vatn af göng- um hússins sem skemmdist talsvert í flóðinu. Hótelið hefur að sögn lögreglu staðið autt um nokkurt skeið en skemmdir þar em aflmiklar. Kynðrvandi píástur Lyfjafyrirtæki í Banda- ríkjunum hefur þróað plástur sem hefur kynörvandi áhrif á konur. Plásturinn er lfldegur til þess að verða jafh vin- sæll og súnning- arlyfið Víagra, en hann er ætlaður fyrir konur sem misst hafa báða eggja- stokka eða em á breytinga- skeiðinu. Plásturinn inni- heldur testasterón sem hef- ur kynörvandi áhrif á bæði konur og karla. Ekki er vit- að hvenær plásturinn er væntanlegur í verslanir en hann er nú í athugun hjá lyfjaeftirlitinu vestra. Mjög vægar aukaverkanir hafa komið í ljós sem em kvef- sýking og hárvöxtur í and- liti. Allar konur sem tekið hafa þátt í tilraunum með plásmrinn em ánægðar með árangurinn. Tugmilljónir gætu dáið Svæðisstjóri Alþjóða- heilbrigðismálastofiiunar- innar segir allt að 100 millj- ónir manna gætu dáið í fuglaflensufar- aldri. Verstu spár geri ráð fyrir að faraldurinn muni granda 50 millj- ónum eða jafnvel 100 milljónum manna. Svæðisstjórinn tel- ur faraldurinn ekíd taka langan tíma að breiðast um heiminn þegar hann fer af stað, líklega ekki nema nokkrar vikur. Hann telur afleiðingarnar verða mjög alvarlegar verði þjóðir heims ekki viðbúnar far- aldrinum. Talið er að dúfur komi til með að eiga stærst- an þátt í útbreiðslu sjúk- dómsins. Svmskur auökýlingur kaunir Heiöardalinn COME TQ REGAL SPRINGS TILAPIA Svissneskur auðkýfingur, Rudolph Lamprecht að nafni, hefur keypt einhverja mestu náttúruperlu á Suðurlandi. Hyggur hann þar á fiskeldi og náttúrurækt ýmiskonar en auð sinn byggir Sviss- lendingurinn á fiskeldi víða um heim og þó aðallega í Indónesíu. Náttúruperlan sem hér um ræðir er Heiðardalur rétt utan við Vík í Mýrdal. Gamall sprengigígur með vatni þar sem lognið og sólin stíga dans á góðum degi og em gestir á einu máli um að fegurri stað hafi þeir vart séð. Það á einnig við um Rudolph Lamprecht. Skiptar skoðanir em meðal bænda í Mýrdalnum um ágæti þess að selja erlendum auðmönnum land eins og þama hefur orðið. Fleiri em þó á því að ekki geti ástandið versnað og kraftur fylgi fjárfestingum Sviss- lendingsins í Mýrdalnum. Samdi við alla „Ég held ekki að þetta sé áhyggju- efiú hér í sveitinni," segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri í Vík. „Við við- skipti eins og þessi verður ekki ráðið og við vonum bara að þetta hafi jákvæð áhrif á allt líf hér í sveitinni." Rudolph Lamprecht byrjaði á því að kaupa tvær jarðir í Heiðardalnum, Stóm Heiði og Litlu Heiði. Til að tryggja sér aðgang að Heiðarvatni sem þama er og Vatnsá sem úr því rennur gerði hann sérstaka samninga við bændur á svæðinu og ræður nú yfir dalnum öllum, vatninu og ánni allt fram í sjó. Góð ráð „Hann er með hugmyndir sem ættu að vera mönnum mjög að skapi," segir Bjami Benediktsson al- þingismaður sem starfaði fyrir sviss- neska auðkýfinginn á meðan hann gegndi enn lögmennsku. „Rudolph lítur til fiskeldis og umhverfisvemdar almennt. Hann vill viðhalda ósnort- inni nátttím landsins," segir Bjami en auk hans var Friðrik Pálsson, fyrrverandi stjómarformaður Sím- ans, Svisslendingnum innan handar og gaf góð ráð við kaup hans á Heið- ardalnum og öflu sem honum fylgdi. Kot á 5 milljónir „Ég hef aðeins hitt þennan mann einu sinni og hann kom mér fyrir sjónir sem venjulegur og jarðbund- inn maður. Hann keypti einnig af okkur hér í hreppnum smájörð sem talin var einskisnýt á fimm milljónir króna. Það var lítið kot sem heitir Engigarður en átti land að vatninu. Verðið sem hann greiddi var langt umfram það sem okkur hafði dreymt um. Það vom ekki einu sinni hús á „Hann keypti einnig afokkur hér í hreppn- um smájörð sem talin var einskisnýt á fimm milljónir króna. jörðinni," segir Sveinn Pálsson sveitarstjóri. Úthugsuð gæði Sveitar- stjórinn í Vflc veit ekki hvem- ig á því stóð að svissneski auðkýfingur- inn fékk auga- stað á Heiðar- dalnum. Hitt veit hann að auður Sviss- lendingsinsertil- kominn vegna fiskeldis sem hann rekur víða um heim undir nafninu Regal Springs. Em auglýsingar fyrirtæk- isins glæsilegar en það framleiðir fiskflök í neytendapakkning- um; fisk sem alinn hef- ur verið í ferskvatni við besm aðstæður og með öllu ómengaðar. Er fiskffamleiðsla Sviss- lendingsins þekktust fyrir úthugsuð gæði og mun Rudolph Lamprecht ætla sér að flytja þá hugsun með sér i fiskeldi framtíðarinnar og náttúm- vernd í Mýrdalnum. Bjarni Benediktsson Var svissneska auðkýf- ingnum innan handar við landakaupin og annað -... Friðrik Pálsson Aðstoð aði einnig auðmanninn. Vik • Mýrdal Á fáum stöðum er fallegra á góðum degi Auglýsing frá fyrirtæki Rudolphs Lamprecht Fiskeldi I hæsta gæða flokki I ferskvatni vlða um heim. Áhersla lögö á gæði og aftur gæði. Klúður í lagasetningu um erfðaíjárskatt Erfingjar halda hundruðum milljóna Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar Náttú rufræð istofn u n í miklum bobba Það hljóp á snærið hjá erfingjum Geirs Borg á fimmtudag þegar Hæstiréttur sagði að hópurinn ætti ekki að greiða erföafjárskatt. Sýslu- maður vildi fá samtals 5,7 milljónir króna frá hópnum, eða ríflega 900 þúsund frá hverju þeirra, þeim Kjartani Borg, Stefaníu Borg, önnu Bertelsen, Sunnu Borg, Áslaugu Borg og Ottó Geir Borg. Hæstiréttur segir að í nýjum lög- um um erfðafjárskatt sem tóku gildi 1. apríl á þessu ári séu falin þau mistök að fella úr gildi eldri lög sem náð hafi til þeirra sem létust fyrir þann tíma. Nýju lögin gildi aðeins um þá sem létust eftir gildistökuna. Þetta mun jafnvel geta kostað ríkissjóð hundmð milljóna króna vegna dánarbúa þeirra sem létust fyrir 1. aprfl og vom gerð upp eftir þann tíma eða skiptum er jafhvel ólokið. Erfingjarnir munu vafalaust krefjast þess að sleppa við erfðafjárskatt- inn. Þess má geta að í fjár- lagafrumvarpi næsta árs er reiknað með hálfum milljarði króna í erfðafjár- skatt. Sunna Borg Heldurrúmum 900þúsund- um sem sýslumaöur vildi lerföaskatt. í nýrri skýrslu Rfldsendurskoðun um Náttúrufræðistofnun íslands kemur ffam að stjómvöld eiga tveggja kosta völ við að leysa alvar- legan rekstrar- og fjárhagsvanda stofiiunarinnar. Að laga starfsemi hennar að núverandi fjárhags- ramma með verulegum niðurskurði í rekstri eða að auka fjárveitingar til hennar svo að hún geú sinnt þeim verkefnum sem henni em falin í lögum með svipuðum hætti og und- anfarin ár. í skýrslunni em greindar þrjár meginástæður þess vanda sem stofnunin hefur glímt við undanfar- in þijú ár. í fyrsta lagi hafa ffamlög ríkisins til stofnunarinnar ekki fylgt verðþróun. f öðm lagi hafa sértekjur hennar lækkað um helming ffá því að þær vom hæstar árið 2001. í Hamskeri Þorvaldur Björnsson hamskeri er einn starfsmanna Náttúrufræðistofnunar. þriðja lagi hafa laun og húsaleiga hækkað verulega. Af þessum sökum nægja árlegar fjárveitingar ekki fyrir núverandi rekstri, auk þess sem stofhunin hefur safnað upp nokkmm rekstrarhalla sem greiðár þarf upp með einhvetjum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.