Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 2
32 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 Menning DV Óttar Proppé mælir með: Freakonomics hrifavaldar: Sigurbjörg Þrastardóttir Sigurbjörg Þrastardóttir er fædd 1973, höfundur þriggja ljóðabóka, einnar skáldsögu og fjögurra leik- verka sem sett hafa verið á svið. Hverjir eru áhrifavaldar í list þinni? Ég sveiflast á milli Tracey Emin (sem sýnir allt sitt) og Gretu Garbo (felur allt sitt). Annars má hugsa sér fóhann Sigurjónsson (eitt gott ljóð getur dugað), Kristján Davíðsson (bless, raunsæi), Valdísi Óskarsdótt- ur (klippingin skiptir öllu) og Bram Stoker (frumtextinn er betri en allar Drakúla-myndirn- ar). Hvaöa verk? Ákveðin verk sem hafa markað mig eru meðal ann- ars Gunnlaðar saga eftir Svövu Jakobsdóttur, Hau- grof (þrjár fyrstu ljóðabæk- ur) Gyrðis Elíassonar, Hin- Svava Jakobsdóttir rithöfundur rik IV eftir Pirandello og Fúsi Gunnlaðarsaga froskagleypir eftir Ole Lund svövu markaði Kirkegaard. Já, og Hamlet. Sigurbjörgu. Hvers vegna? Fegurðin og aflið í texta Svövu, blóðugi hversdags- leikinn hjá Gyrði, marg- feldni leikhússins hjá Pir- andello og kátínan hjá Ole. Eitthvað fleira? Ég dvaldi einu sinni sum- arlangt í Arabíu og hætti að geta hugsað fyrir eyðimörk og tilbreytingarleysi. Komst þá að því að íslensk náttúra Sigurbjörg Þrastardóttir rithöfundur með öllum sínum kröftum er ótrúleg inspírasjón. Orðið„bar" kemur upphaflega úr ítölsku Orð vikunnar: Bar Bar er hátt afgreiðsluborð til veitingasölu, salureða veitinga- staður þar sem (aðallega) erselt áfengi - krá, vínstúka segir í Islenskri orðabók. Bar er tökuorð og er skrifað eins og á fjölda tungumála. Það erhins vegar fóstrað á Ítalíu. Barra merkti þar stöng, bjálki eða eitthvað þvíumlíkt, enda eru barborð oft með rimlum og bjálkum. Frakkar löguðu þetta í barre á miðöldum og tömdu sér orðið í merkingunni bjálki, skilveggur. (ÚrSögu orðanna eftir Sölva Sveinsson). Tónlistarkonan Hildur Guðnadóttir gaf út sólóplötu í vikunni og segist hafa lært mikið í einverunni. Fékk plötu með eiqin tónlist í afmælisgjöf Tónlistarkonan Hildur Guðna- dóttir var að gefa út diskinn mount A á vegum 12 tóna. Hildur hefur hingað til verið kennd við stórbönd á borð við Nix Noltes, Stórsveit Sig- ríðar Níelsdóttur, gleðipoppsveit- ina Rúnk auk þess sem hún hefur spilað mikið með Múm. Á mount A er Hildur hins vegar ein á ferð. Hún spilaði sjálf á öll hljóðfærin og stjórnaði upptökum. Það var rétt í blálokin sem Hildur þáði aðstoð Valgeirs Sigurðssonar við frágang og hljóðblöndun og Inga Birgis- dóttir fékk þann heiður að hanna umslagið. Skapandi einvera „Ég fór ein til New York í tvo mánuði og byrjaði að taka upp plöt- una þar. Þegar ég kom aftur heim pakkaði ég hljóðfærunum mínum ofan í tösku og hélt af stað norður á Hóla í Hjaltadal. Ég fékk aðgang að Auðunnarstofu en það er ná- kvæm eftirlíking af húsi sem stóð á þessum slóðum á 13. öld. Húsið er alveg úr viði, naglar og allt saman. Mjög góð skilyrði til að taka upp plötu." Þar var Hildur ein í nokkr- ar vikur og talaði ekki við nokkurn mann. „Það var bæði hollt og gott að kúpla sig aðeins út, sérstaklega fyrir mikla félagsveru eins og mig," segir Hildur og hlær. „Ein í þessu frábæra húsi bara að blússa í upp- tökum. Þetta var mjög persónulegt ferli." „Ég er komin með sænskan mann!" Eftir smá spjall kemur upp úr dúrnum að Hildur er stödd í Sví- þjóð. „Ég er komin með sænskan mann!" segir Hildur og skellir upp úr. „Ég hefði aldrei getað ímynd- að mér mig hérna. En þetta er fínt. Verndað og huggulegt," segir hún hikandi og augljóslega ekki frá sér numin af hrifningu. „En ég verð á miklu flakki í vetur svo þetta verð- ur eflaust mjög fínt." Það kemur ekki á óvart að Hildur tali um flakk því hún vappar um heiminn eins og ekkert sé sjálfsagðara. „Já, mér finnst það voða fínt." Afmælisplata Þegar mount A var tilbúin af Hildar hálfu tók við þriggja mánaða bið vegna framleiðsluvesens. „Lalli í 12 tónum hringdi svo í mig á af- mælisdaginn minn og söng „hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag - Til hamingju með plötuna Hildur," á sjálfan afmælisdaginn. Ótrúlega fyndið." Þær gerast nú ekki mik- ið fallegri afmælisgjafirnar. Fram undan hjá Hildi eru ýmis bitastæð og spennandi verkefni bæði hér- lendis og erlendis. Þessa dagana er hún að undirbúa dansverk sem hún ætlar að flytja í Héðinshúsinu á Norrænum músíkdögum í byrj- un október. En fyrst fer hún á flakk með Tilraunaeldhúsinu til Frakk- lands og Bretlands. berglind@dv.is Rosa Parks í strætisvagninum fræga Hverterártalið? 1. Marlon Brando vann óskars- verðlaun fýrir leik sinn í On the Waterfront, þar sem hann túlk- aði hafnarverkamanninn Terry Malloy. 2. Winston Churchill hætti sem forsætisráðherra Bredands 5. apr- íl, þá áttræður að aldri. 3. Svört saumakona að nafni Rosa Parks neitaði að standa upp fyr- ir hvítum manni í almennings- vagni. Atburðurinn átti sér stað 4. desember í Montgomery í Ala- bama og var hún var handtekin fýrir vikið. Af mörgum talið upp- haf réttindabaráttu svertingja í Bandarfkjunum. 5. Halldór Laxness vann bók- menntaverðlaun Nóbels, helstu bókmenntaverðlaun heims. Þessa dagana er ég voða skotinn í bókinni Freakonomics eftir þá Steven D. Levitt og Stephen J. Dubner. Það er ekki innihaldið beint sem heillarþó þaðsé vissulega heillandi, heldur framsetningin sem er óvenjuleg og á köflum kostuleg. Hér er aðferðum hagfræðinnar brugðið á jafn ólík málefni og framavonir eiturlyfjasala í glæpagengjum, kennara sem vindla fyrir emenda og igurlíkur úmókappa ftir þyngd. jómandi kemmtileg á köflum ppljóm- Ragnar Kjartansson er nýkominn heim frá Noregi þar sem hann tók þátt í Momentum, norrænni samtímalistahátíð, fyrir íslands hönd, ásamt Agli Snæbjörnssyni. Norskir unglingar hræktu á Ragnar Kjartansson Ragnar Kjartansson Nýkominn heim frá Noregi þarsem unglingahópur hrækti á hann. Þegar DV hafði samband við Ragnar var hann að spila Playstat- ion 2 og jafna sig. „Ég var að klára sýninguna og er bara búinn að vera í taugaáfalli," segir Ragnar og hlær, enda sýndi hann sleitulaust í 10 daga í draugalegri hlöðu í Noregi. „Verkið nefndist Scandinavi- an pain og var virðingarvottur til þessa fýrirbæris eða þungu tilfinn- ingar. Rýmið var gömul hlaða - ekta Scandinavian pain-kofi - sem er eins og úr einhverju Munch-málverki eðaBergman-bíómynd. Ekta Scandi- navian pain-mótíf." I gjörningi sínum flutti Ragnar tónlist af orgeli í óhugnalegum kjall- ara hlöðunnar, auk átta hljómflutn- ingstækja víðs vegar um rýmið. „Það var gat í gólfinu og ég sat undir því, svo fólk gat litið niður á mig. Ég setti trékubb á C-bassann á orgelinu og fékk hrikalega draugalegt hljóð. Ég var með öðrum orðum umvafinn C- Hlaðan sem Ragnar sýndi í bassa í 10 daga og að raula einhverj- ar skandinavískar stemmur!" Ragnar viðurkennir að þetta hafi verið ffemur „brútal", mikill dramat- ískur þungi og sársauki og að hann sé hálftómur eftir þessa lífreynslu. „Þess vegna er ég að spila Playstat- ion," útskýrir hann. Meðal gesta sem heimsóttu hlöðu Ragnars var hópur norskra unglinga. „Já, þeir horfðu svona niður á mig, í gegnum gatið, og hræktu svo á mig. Ég lá svo vel við höggi ofan í holunni. Ég skildi þá svosem alveg," segir Ragnar að endingu og heldur áfram að spila tölvuleildnn sinn. ottar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.