Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 25

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 25
Ráðunautafundur 2003 Landgræðsla og sauðfjár- rækt Inngangur Við keyptum Daðastaðina seinnihluta vetrar 1982 og flutt- um þangað um vorið. Daðastaðir eru í Öxarfjarðarhreppi í Norður- Þingeyjarsýslu. Það hafði verið vel byggt upp þar, hús fyrir 1000 fjár og tvö íbúðarhús. Landið, sem við höfum; Daðastaðir, Am- arstaðir og Amarhóll, em sneið sem er 4 til 5 km á breidd frá sjó og 20 km inn í land. Það er ekki langt frá að land okkar sé þrisvar sinnum stærra en Heiðmörkin. Við höfum haft svipað bú í mörg ár. Höfum núna 600 ær og ásetn- ingsgimbrar, smálömb og hrúta að auki, allt í allt um 800 fjár, 13 nautgripi og níu hross. Landið er allt frá því að vera í mjög góðu ásigkomulagi yfir í að vera í mjög slæmu ásigkomulagi. Hinir ffóm- ustu menn höfðu lýst landi þess- ara jarða sem alveg einstöku landi til sauðfjárræktar. Þar að auki var altalað að á Norð-Aust- urlandi væri alls engin ofbeit. Þegar tók að vora og snjóa að leysti kom í ljós að mun meira var um örfoka land en ég átti von á. Það, sem var þó jafnvel enn verra, var að landið var mikið beitt og það mikið að á haustin var allt gras upp nagað. Fallþungi var heldur ekki viðunandi. Ég ætla hér á eftir að fjalla um hvað við höfum gert og hvað við höfum í hyggju að gera og hvað okkur vantar til að ná þessum markmiðum Ég ætla líka að fjalla um það hvað liggur að baki hug- myndum mínum um búskap og landgræðslu. Einnig verð ég líka aðeins að minnast á hversu gott landbúnað- arland Island er. Landbætur á Daðastöðum Við hófum strax að rækta upp þá mela sem voru næst bænum og höfum síðan fikrað okkur sífellt lengra, fyrst sjálf og síðar í sam- vinnu við Landgræðsluna í verk- efninu: Bændur græða landið. Við berum á fimm tonn af áburði á ári, mest á mela sem við erum að rækta upp. Við höfum sáð ffæi í flesta mela sem við höfum ræktað og skít og moð á þá alla, flesta oft- ar en einu sinni. Þannig höfum við ræktað nokkra tugi hektara. Við girtum af, í áföngum, neðri hluta landsins, um 700 hektara, í viðbót við uml50 hektara sem voru innan gömlu túngirðinganna og lukum því fyrir átta árum. Inn- an þessarar girðingar er eitt stórt hólf og þrjú minni hólf sem við erum að rækta upp með lúpínu. Það hólf, sem við girtum fyrst, um 10 hektarar, var hreinn melur. Næsta hólf var um 80 hektarar, í bland melar og móar, meira gróið en ógróið. Þriðja hólfið er um 35 hektarar, að hálfú gróið. Við girt- um þessi hólf en Landgræðslan sáði fyrir okkur lúpínu í tvö fyrstu hólfin og útvegaði okkur ffæ í það síðasta. Melarnir í síðasttalda hólfínu eru mjög grófir. Ég sáði í þá með kastdreifara og blandaði fræinu í sand til að magnið yrði hæfilegt. Við sáðum fyrstu lúpín- unni fyrir 10 árum og má segja að þeir melar séu mikið til grónir. Við erum farin að beita þá, mest eftir Gunnar Einarsson, þó á haustin. Lúpínan er þegar far- in að hopa og þónokkuð gras komið í elstu sáninguna. Stærsta hólfíð notum við til beitar, lítil- lega á vorin en fyrst og fremst á haustin, ffá október til desember. Við höfum þónokkuð gert af því, bæði innan og utan girðinga, að láta jarðýtu ryðja niður börð og sá í þau og hefur það gengið í heildina vel. Um 4 km frá bænum var mjög illa farið land sem girt var af síðastliðið sumar. Þetta er 11 til 12 km girðing utan um 600 til 700 hektara lands. Þessi girð- ing er girt með stuðningi frá Poka- sjóði, Framleiðnisjóði og Land- græðslunni. Við reiknum með að ljúka við að sá lúpínu í þetta land næsta sumar. Landið þarna er blanda af melum og grónu landi, það liggur frá rúmlega 100 metr- um upp í 250 metra yfir sjávar- máli. Það er mikið eftir af melum á landinu okkar sem þarf að rækta upp, en það fer eftir því hvemig gengur að rækta upp þetta hólf hvernig framhaldið verður. A svæðinu frá heimagirðingunni að þessari nýju girðingu eru melar, um 20 - 30 hektarar, sem ég von- Freyr 1/2003 - 21 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.