Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 24

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 24
RÆSAGERÐ Áhrif ræsagerðar á ferðir göngufiska og líffræðilegan fjölbreytileika IEftir Bjarna Jónsson, Norðurlandsdeild Veiðimálastofnunar Miklar breytingar hafa orðið á vatnafari og lífskilyrðum fyrir vatnalífverur á (slandi síðustu áratugina. Munar þar miklu um framkvæmdir vegna framræslu lands fyrir landbúnað, virkjanir fallvatna og hindranir á vatns- rennsli þeirra vegna og svo áhrif vegagerðar á búsvæði og gönguleiðir. Almennt hefur ár- verkni og þekking manna á því hvernig best sé að standa að vegagerðarframkvæmdum I og við ár og læki, þannig að það valdi sem minnstum áhrifum á vatnalíf, aukist á undanförnum árum. Þar má nefna hvernig staðið er að malartöku, tíma- setningum framkvæmda og frá- gangi. Ein mesta hættan fyrir líf- ríki sem fylgir vegagerð er þeg- ar lækir og ár eru brúuð. Þess hefur oftast verið gætt að ekki myndist gönguhindranir þegar stærri vatnsföll og veiðiár hafa verið brúuð. Það vill hins vegar oft gleymast þegar í hlut eiga vatnsminni ár, þverár eða lækir, ekki síst vegna takmarkaðrar þekkingar á lífríki þeirra og gildi þess. ÁHRIF RÆSA OG BRÚARGERÐAR Brúa- og ræsagerð hefur í mörgum tilvikum orðið til þess að skera á gönguleiðir fiska á hrygningar- eða uppvaxtar- staði, orðið til þess að skipta upp stofnum fiska og smádýra sem ekki geta komist leiðar sinnar á milli svæða. Slíkar hindranir geta því bæði orðið til þess að takmarka stofnstærð og valda skaða á erfðafræðileg- um fjölbreytileika innan stofna fiska sem annarra vatnalífvera. Einnig geta slíkar hindranir breytt tegundasamsetningu og gerð vatnavistkerfa. Margar þverár og lækir stærri áa eru mikilvæg til hrygningar og sem búsvæði göngufiska, ekki síst urriða og bleikju, og í þeim get- ur verið að finna sérstaka und- irstofna innan vatnakerfanna. ( mörgum tilvikum liggur hins vegar ekki fyrir þekking á hlut- deild eða mikilvægi þeirra fyrir heildina. Því fylgir tvenns konar hætta brúa- og ræsagerð; skerðing á veiðihlunnindum, jafnvel án þess að menn átti sig á raunverulegum ástæðum þess, og svo mögulegt tap á líf- fræðilegum og erfðafræðileg- um fjölbreytileika. Líffræðilegur fjölbreytileiki getur tapast vegna þess að útbreiðslusvæði fiska eða annarra vatnalífvera sé hólfað upp og raunveruleg stofnstærð minnki þar sem skorið er á ferðir llfvera á milli árhluta, eða með því að jafnvel heilu göngustofnunum sé út- rýmt eða breytt vegna þess að þeir komast ekki lengur á milli svæða sem þeir nýta á mismun- andi æviskeiðum. Bráðabirgða endurbætur. Komið hefur verið fyrir grjóti í ræsunum til að búa til hvíldarstaði fyrir göngufiska. Ljósm. BJ. VANDAMALIÐ OG UMFANG ÞESS Ekki er Ijóst hve víða ræsagerð hefur valdið skaða á lífrlki lækja og áa á landinu eða hve um- fangsmikill sá skaði kann að vera. Fjöldi, sérstaklega minni lækja, hefur aldrei verið rann- sakaður með tilliti til lífríkis. ( mörgum tilvikum er mönnum ekki kunnugt um hvers konar lífríki er að finna i þeim og hvert gildi þess er með tilliti til Iff- fræðilegs fjölbreytileika eða stofna göngufiska. Það er hins vegar Ijóst út frá þekktum dæmum víða af landinu að skaði hefur verið unninn á lífríki vegna ræsa- og brúagerðar án þess að þeir sem að vegagerð hafa unnið hafi oft á tíðum gert sér grein fyrir hvaða skaða væri verið að valda. Það er jafnframt Ijóst að slíkum dæmum fer fjölgandi. Einnig er oft átt við ár og lækjarfarvegi í tengslum við byggingaframkvæmdir með al- varlegum afleiðingum. Það er því tlmabært að átta sig á vandamálinu og umfangi þess. FRUMRANNSOKN A AHRIF- UM BRÚAR- OG RÆSAGERÐ- AR Á FISKA OG AÐRAR VATNALÍFVERUR Norðurlandsdeild Veiðimála- stofnunar hefur I samstarfi við Vegagerðina hafið frumathug- un á áhrifum ræsa og brúar- gerðar á vatnalíf og þá sérstak- lega fiska. Valdir hafa verið staðir á landinu þar sem lands- lag og vatnafar er mjög ólíkt til að spanna landfræðilega breidd og mismunandi aðstæður. Unn- ið er að yfirliti yfir brýr og ræsi sem kunna að geta verið hindr- anir og kannað hvaða vatnalíf, smádýr og fiska viðkomandi lækir og ár hafa að geyma. Á grundvelli þessara rannsókna verður lagt mat á áhrif slíkra framkvæmda á líffræðilegan og erfðafræðilegan fjölbreytileika og göngu vantafiska á viðkom- andi svæðum. Dæmi um svæði sem valin hafa verið til frumat- hugunar eru Eyjafjarðará, Ólafs- fjarðará, Fljótaá, vatnasvæði Héraðsvatna í Skagafirði, Mið- fjarðará og nokkrar ár I Stranda- Ræsi í Kóngsbakkaá í Helgafellssveit. Útbúinn hefur verið fiskstigi í ræsi. Ræsið þó ógengt smærri vatnalífverum. Ljósm. BJ. 24 FREYR 06 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.