Fylkir


Fylkir - 15.04.1955, Blaðsíða 1

Fylkir - 15.04.1955, Blaðsíða 1
Málgagn Sjálfstæðis- flokksinr 7. argangur. Vestmannaeyjum 15. apríl 1955. 14. tölublað. _____ 4" ____ Sigurður Gottskálksson FÁ E I N MINNINGARORÐ Xltvcgsbanki Jslands h4- 25 dra Miðvikudaginn 13. þ. m. fór iram jarðarför bigurðar Gott- skáikssonar á Kirkjubæ, en hann lést hinn 5. þ. m. að Sjúkrahús- inu hér, rúmlega sextugur r.ð aldri. Atvikin höguðu því svo að Sigurður lieitinn Gottskálksson var einn þeirra rnanna, er ég kynntist fyrst, eftir að ég settist hér að. Mér er enn minnisstætt, er ég sá hann fyrst, þar sem hann stóð við húsið sitt, hár og grann- vaxinn, bjartur yfirlitum, Ijós á brún og brá. Síðan eru liðin full 10 ár. Leiðir mínar lágu oft að Kirkjubæ eftir þetta, og því oft- ar sem árin liðu. Oft tókum við Sigurður heitinn þá tal saman og ræddum um daginn og veg- inn, og stundum var þá ekki gætt tímans sem skyldi. En mér varð það fljótlega ljóst, að við- mótsþýðari manni en Sigurði Gottskálkssyni hafði ég ekki ! k'-nnzt um dagana. Ávalt var I hann hinn sanni Ijúfi, aliiðlegi | maður. lrógvær og prúður í frarn göngu og lagði öllum gott til. I Eg minnist þess ekki, að ég | hafi heyrt Sigurð heitinn tala illa um nokkurn mann. Til þess hafði hann of gott hjartalag. Sigurður Gottskálksson var gestrisinn maður með afbrigð- um. I því, eins og öllu öðru, er að heimilinu og búskapnum vissi, voru þau hjónin, hann og ágæt eiginkona hans, frú Dýr- finna, ákaflega samhent. Þar kom enginn maður svo í hús, að honum væru ekki bornar góð- gerðir. Var þá aldrei að því spurt, hvernig á stóð innan húss. Var enda ávalt erfitt að hafna boði þeirra, því að slíkur var heimilisandinn, að hann var ekki fegurri annars staðar. I ná- vist þeirra ágætu lijóna leið m nni altaf vel. Hvar sem litið var ,bar allt vottinn um snyrtimennsku þeirra hjóna og handlagni Sig- urðar. Breytingar þær, sem hann gerði á hýbýlum sínum og um- hverfi þeirra voru allar unnar af honum sjálfum, enda var hann ágætlega laghentur. Og hann átti margt handtakið við snyrtingu og fegrun umhverfis bæinn sinn. Sigurður heitinn Gottskálks- son átti fína, viðkvæma lund, þótt lítt opinberaði Jiann til- finningar sínar fyrir öéfrum. Hann var hinn mesti skapkill- ingarmaður. — Hann hafði yndi af fögrum söng, enda lék liann sjálfur á orgel, m. a. um langt skeið á samkomum K. F. U. M. og K., en þar var hann tíður gestur. Trúhneigður var hann líka, enda erfitt að hugsa sér slíkan særndar- og stillingar- mann eiga sér enga æðri hug- sjón. En nú er Sigurður horfinn. Mikill sjónarsviptir er nú orðinn á Kirkjubæ. En ástkærri eiginkonu, börnunum, tengda- sonunum og littlu dóttursonun- um er styrkur og huggun í harmi í minningunni um ágæt- an eiginmann og heimilisföður, er, öllum gerði gott og alla ]að- aði til sín með prúðmennsku sinni og hjartahlýju og átti ekki til annað en fagrar hugsanir og Þriðjudaginn 12. apríl voru liðin rétt 25 ár frá því er Ut- vegsbanki íslands h. f. hóf starf semi sína, en hann var reistur á rústum hins fyrrv. íslands- banka, sem þá var lagður niður. Saga bankareksturs á Islandi er ekki löng, aðeins 70 ára. Það getur því ekki talizt hár aldur, er Útvegsbankinn ber. E11 samt er saga bankanna, af eðlilegum ástæðum, svo nátengd atvinnu- sögu landsmanna, að saga annars verður ekki skráð nema hins sé þar að einhverju getið. Á þetta þó einkum við um s. 1. hálfa öld, eða allt frá því er innlend- ur ráðherra fer að Ijalla um málefni landsmanna, en um þær mundir hefst fyrir alvöru það stórstíga framfaratímabil, sem enn er ekki lokið og á vonandi enn langt í land. Þegar landsmenn hlutu vcrzl- göfugar, sem iljuðu öllum, er kynntust honum. Um leið og ég votta öllum að- standendum Sigurðar heitins Gottskálkssonar innilega sann'tð mína, vildi ég bera fram hjart- ans þakkir mínar og fjölskyldu nrinnar til hans sjálfs og þeirra allra fyrir unaðsstundirnar í félagsskap þeirra, bæði í Kirkju- bæ og annars staðar. Þótt Sig- urður sé horfinn úr hópi vina og ættingja lifir eftir minning- in um góðan dreng og ástkæran heimilisföður. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira. Drottinn minn gefi dauðum ró, en liinum likn, er lifa. unnarfrelsi fyrir 100 árum, var svo að segja öll verzlun lands- rnanna í höndum erlendra manna. Innlenda menn skorti flest það, er til þurfti, til að ná henni í sínar hendur. Einna örðugast var þó að útvega fjár- magn til þess, sem gera þurfti og gera skyldi til að rétta úr kútnum. Með stofnun Landsbankans árið 1885 er stigið stórt skref til að auka starfsfé í landinu, og 1902 er íslandsbanki stofnaður. Þessar tvær peningastofnanir urðu til að greiða mjög fyrir viðskiptum manna á meðal og veita fjármagni til eflingar inn- lendrar verzlunar og atvinnu- aukningar í landinu. Reistu bankarnir útibú víða í kaupstöð um landsins. Hér í Vestmannaeyjum reisti fslandsbanki útibú árið 1919, en Landsbankinn hefur ekki haft hér útibú. Kreppu- og erfiðleikaárin eft- ir heimstyrjöldina fyrri settu sinn svip á þjóðlíf vort íslend- inga ekki síður en annarra þjóða, og við fórum ekki var- hluta af viðskiptakreppunni fyrir og um 1930. Afleiðingin af henni varð m. a. sú, að íslands- banki fór á höfuðið, en á rúst- um hans var svo reistur Útvegs bankinn, sem tók til starfa hinn 12. apríl 1930. Tók hann þá við skuldura og skuldbindingum íslandsbanka, og þrátt fyrir margvíslega örðugleika, sem á vegi hans hafa orðið, einkum á fyrstu árunum, hefjir bankinn eflzt og stendur nú fjárhagslega föstum fótum. Fyrstu forstöðumenn Útvegs- Framhald á 5. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.