Nýi tíminn


Nýi tíminn - 10.12.1959, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 10.12.1959, Blaðsíða 4
4) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 10. desember 1959 fyrrverandi Alþingisforseii Hinn 30. nóv. s.l. andaðist Gísli Sveinsson, fyrrv. al- þingforseti. Með honum er fallinn í valinn einn af hin- um eldri stjórnmálaforingjum þjóðarinnar, sem hátt bar á þeim tíma, er hún var að heimta frelsi sitt úr hendi er- lendra drottnara. Og jafn- framt entist honum aldur til þess að taka þátt í opinberu lífi fram á síðuetu ár. Er nú fylking hinna eldri leiðtoga óðum að þynnast, en fram- tíðin mun geyma minninguna um störf þeirra. Gísli Sveinsson var fæddur 7. desember 1880, og var því sem næst 79 ára, er hann lézt. Foreldrar hans voru Sveinn Eiríksson prestur að Sandfelli í Öræfum, síðar að Kálfafellsstað í Suðursveit og Ásum í Skaftártungu, og kona hans, Guðríður Páls- dóttir prófasts í Hörgárdal, Pálssonar. Var Eiríkur, faðir séra Sveins, bóndi og hrepp- stjóri í Hlíð í Skaftártungu. En móðir hans var dóttir hins merka læknis og nátt- úrufræðings, Sveins Pálsson- ar í Vík í Mýrdal. Var Gísli fæddur í Sand- felli, en ó!st upp með for- eldi’um sínum í Skaftafells- sýslum báðum. Ungur hóf hann nám í latínuskólanum í Reykjavík og lauk stúdents- prófi 1903 með ágætri eink- unn. Því næst sigldi hann til háskólanáms í Kaupmanna- höfn, lagði þar stund á lög- ■ fræði og lauk lögfræðiprófi þaðan 25. janúar 1910. Ekki varð þó laganámið í Höfn alveg óslitið því á tímabili ár- in 1906—1907 kom hann heim, og var þá settur bæj- arfógeti á Akureyri og sýslu- maður í Eyjafjarðarsýslu. Bendir það ótvírætt til þess að hann hafi þá þegar þótt vera álitlegt embættismanns- efni. Aö loknu laganámi settist hann að í Reykjavík og hóf lögfræðistörf. Var hann yfir- dómslögmaður frá 1910—- . 1918. Þá var hann skipaður sýslumaður í Skaftafellssýslu. Því embætti hélt hann í nær- fellt 30 ár eða til 1947, er hann varð fyrsti sendiherra íslendinga í Noregi, því emb- ætti gegndi hann til 1951. Fluttist þá til Reykjavíkur ‘ og hefur átt hér heima síðan. Jafnframt fyrrnefndum embættisstcrfum tók Gísli Sveinsson ætíð mikinn þátt í stjórnmálalífinu hér heima. Árið 1916 var hann fyrst kos- inn á þing fyrir Vestur- Skaftafellssýslu og sat á þingi til 1921. Aftur varð hann þingmaður Vestur- ' Skaftfellinga 1933—1942. Landkjörinn þingmaður var hann 1942—1946 og síðan • aftur þingmaður Vestur- Skartfel'inga síðasta árið áð- ur en hann tók við isendi- ' lierraembættinu. Forseti sam- ' einaðs Alþingis var hann árin * 1941—1942 og aftur 1943— 1945. Þannig varð það hans hlutverk að stjórna hinum sögulega fundi á Þingvöllum 17. júní 1944 og lýsa stofn- MinningqrorS un hins íslenzka lýðveldis yf- ir af Lögbergi. Mun það mál allra, er þar voru staddir, að það hlutverk hafi hann innt af hendi með þeim skörungsskap, er hæfði. Auk þess, er hér hefur ver- ið minnzt, gegndi Gísli Sveins- son mörgum opinberum störf- um. T. d. var hann málflutn- ingsmaður Landsbanka Is- lands 1912—1918. I milli- þinganefnd um Flóaáveituna var hann skipaður 1916 og í milliþinganefnd um bankamál 1937. Þá var hann kjörinn af Alþingi í dansk- íslenzku sambandslaganefdina 1937. Einnig var hann formaður i milliþinganenfd um stjórnar- skrármálið árin 1942—1947. I milliþinganefnd um póstmál var hann skipaður 1943 og sama ár í Alþingissögunefnd. I kirkjuráði átti hann sæti um fullan áratug, og var for- göngumaður og síðar forseti hinna almennu kirkjufunda. Þá var hann og formaður fé- lags héraðsdómara 1941— 1947 og heiðursforseti þess., Enn fermur var hann heið- ursfélagi Skaftfellingafélags- ins í Reykjavík. Eru hér þó ekki fulltalin öll opinber störf, er Gísli Sveinsson vann, en fyrir þau var hann sæmdur ýmsum heiðursmerkjum bæði íslenzk- um og erlendum. Gísli Sveinsson var einn þeirra manna, er hlauzt sú gæfa að mega ungur taka þátt í baráttu þjóðar sinnar á tímum mikilla atburða í sögu hennar, einmitt þegar hún var að endurheimta stjórnarfarslegt frelsi eftir marga erlend yfirráð. Hann ólst upp á næstu áratugum eftir að þjóðin fékk eína fyrstu stjórnarskrá, með þeirri kynslóð, er hlaut reynslu og árangur af bar- áttu hinna fyrstu leiðtoga í arf, og bar gæfu til að byggja ofan á þann grund- völl, er þeir höfðu lagt. Án efa hefur hann verið farinn að fá áhuga á stjómmáhim þegar á námsárum sínum hér heima. Og á námsárum hans í Höfn var sjálfstæðismálið mjög á baugi meðal íslenzkra stúdenta þar. Enda gerðust á þeim árum hér heima atburð- ir, er einna hæst ber í stjórn- málasögu þessa tímabils. Nægir að nefna baráttuna um Uppkastið fræga, er einmitt var háð árið eftir fyrrnefnda Idvöl hans hér heima á náms- árunum. Þegar heim kom, að loknu námi, voru átökin enn mjög hörð. Barizt var um það, hvort íslendingar skyldu gera kröfur til fullrar sjálfstjórn- ar, eða fremur sætta sig við það, sem mögulegt þótti að ná þegar í stað, og bíða með frekari kröfur þar til byrleg- ar blési. Hann skipaði sér þegar í hóp þeirra, er hvergi vildu hvika frá ýtrustu kröf- um fyrir íslands hönd og átti þar fulla samleið með hinum eldri leiðtogum, Bjarna frá Vogi og Skúla Thóroddeen. Þeirri baráttu lauk, sem kunnugt er, með sambands- lagasamningnum 1918, þar sem viðurkennt var fullt sjálfstæði íslenzku þjóðarinn- ar, en konungssambandinu haldið næstu 25 árin. Mun fátt hafa glatt Gísla Sveine- son meira, en að fá tækifæri til að leggja þar til mála, svo sem hann gerði, er loka- sporið var stigið með stofn- un lýðveldisins 1944. Sú stjórnmálabarátta, sem hér hefur verið háð síðan 1918 hefur eðlilega verið ann- ars eðlis en var fyrir þann tíma. Hver maður, sem tekur jafnmikinn þátt í stjórnmála- starfsemi og Gísli Sveinsson gerði á þeim næstu áratug- um, hlýtur að eignast póli- tíska andstæðinga. En flest- um, sem þekktu hann, mun bera saman um það, að slík andstaða hafi ætíð stafað af málefnalegum viðhorfum en aldrei persónulegum. Eins og kunnugt er bauð Gísli Sveinsson sig fram við forsetakjör 1952. Hann náði ekki kosningu, eem og mátti við búast, þar sem til þess hefði þurft öflugra flokks- fylgi en hann hafði til stuðn- ings. Við það tækifæri flutti hann þjóðinni boðskap sinn með ræðu í útvarpi, og bar sú ræða vott um mjög glöggan skilning á' því hlutverki að vera æðsti maður þjóðar sinnar. Enn fremur minntist hann þá á ýmsa atburði, er þá höfðu nýlega gert, og lýstu þau ummæli að mörgu leyti heilbrigðari skilningi á þeim atburðum, en fram hefur komið hjá meiri hluta ís- lenzkra stjórnmálamanna þetta tímabil. Gísli Sveinsson var kvænt- ur ágætri konu, Guðrúnu Ein- arsdóttur trésmíðameistara í Reykjavík Pálssonar og konu hans Sigriðar Lárettu Péturs- dóttur. Eru börn þeirra fjög- Framhald á 11. síðu. • Jóhannes Weinberg skipstjóri í brúnni S.l sunnudag kom -vesturþýzki verksmiðjutogarinn Island BX 664 frá Bremerhafen inn á höfnina hér í Reykja- vík til þess að fá gert við ratsjána, sem hafði bilað. Togarinn er eign útgerðarfé- lags Ludwig Jensen, en hann er ræðismaður íslands í Brem- erhafen.. Skipstjóri á togaran- um er Johannes Weinberg og náði fréttamaður Þjóðviljans tali af honum um boi’ð í skip- inu síðdegis í gær, og fékk hjá honum helztu upplýsingar um skipið. Togarinn er smíðaður í Bremerhafen og var hann tek- inn í notkun í október það ár, en Weinberg hefur verið skip- stjóri á honum frá byrjun. Togarinn er 850 brúttólestir að stærð og í honum er fiski- mjölsverksmiðja, sem getur framleitt allt að 4 tonn af fiski- mjöli á dag úr þeim fiskúr- gangi, er til fellur. Togarinn veiðir einkum í ís, en fer 1—2 túra á ári til saltfiskveiða. Vinnuskilyrði eru mjög góð um borð í skipinu og er byggt yfir hann gott skjól að fram- an, en annars er aflinn að mestu unninn undir dekki. Á-i höfnin er venjulega 26 menn, en 41, þegar togarinn veiðir i salt. Vistarverur skipverja eru rúmgóðar og vandaðar, enda allur búnaður skipsins mjög fuilkominn. Kvaðst skipstjórinni vera mjög ánægður með skip» ið. Að þessu sinni er togarinn á, leið til Auatur-(GrænLands. Þessi túr er jafnframt rann- sóknarleiðangur til þess að kanna sjávarhita og strauma á miðunum við Austur-Grænland. Togarinn hefur einu sinni áður farið í slíkan leiðangur, þá til Suður-Grænlands, Labra- dor og Nýfundnalands. Skipstjórinn bjóst við að láta úr höfn fyrri partinn í dag. Flöskuskeytinu hefur verið kastað í sjóinn rétt norðaai viS Nýfundnaland, en beinasta leið þaðan til Seyðisfjarðar e^ merkt hér á kortið. Flöskuskeyti frá Ameríku rak í Seyðisf j arðarbotn Seyðisfirði — Frá frétta- ritara Þjóðviljans Sveinbjörn Hjálmarsson hér á Seyðisíirði fann 24. f.m. flösku- skeyti rekið í fjarðarbotninum. í bréfinu í flöskunni segir að því hafi verið fleygt í sjóinn af bandarískum strandvamarbáti 27. október 1958 á 52. gr. 6. mín. vestur-lengdar og um 49. gr. norður-breiddar. Skeyti þetta hefur því verið tæpa 13 mánuði á leiðinni. Seyð- isfjarðarbotn er á 65. gr. 16 mín norður-breiddar og 14. gr. vest- ur lengdar. Til þess að komast inn í Seyðisfjörð (sunnan við landið að vestan) hefur slceyt- ið þurft að fara íyrir Dalatanga, sem er á 65. gr. 16. mín. norðl. breiddar og 13. gr. 34 mín. vest- lægrar lengdar.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.