Litli Bergþór - 01.12.2009, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.12.2009, Blaðsíða 25
Kvenfélagspistill Þegar Kvenfélagið var stofnað, fyrir 80 árum, 15. apríl 1929, voru aðstæður töluvert aðrar en nú. Konur unnu heima, sinntu búi og börnum og héldu flestar stórt heimili þar sem mikið var að gera. Þá var mikil þörf fyrir félög af þessu tagi, bæði vegna félagslegra tengsla við aðrar konur í sveitinni og ekki síður fyrir þá samfélagsaðstoð sem í verkum þeirra fólst. Þá voru samgöngur allar erfiðari. Ekki voru akvegir um alla sveit enda áttu fáir bíla til að ferðast um á. Það aftraði konum þó ekki frá því að sækja fundi eða sinna ýmsum störfum í þágu félagsins. Þá var farið á hestum eða einfaldlega gengið á milli bæja. Við höfum hinsvegar ekki síður þörf fyrir kven- félagið í dag. Flestar konur vinna að vísu utan heim- ilis og hitta annað fólk. Svo þegar heim er komið bíða heimilisverkin og börnin og allt sem sinna þarf á einu heimili. Við höfum þó fulla þörf fyrir að hitt- ast og ræða málin, slaka á eftir erilsaman dag og leggja á ráðin um hvar við berum niður næst til að rétta hjálparhönd, hvort heldur er um að ræða einstaklinga sem orðið hafa fyrir áföllum, eða heilsu- stofnanir sem bráðvantar tæki til að bæta megi þjón- ustu við sjúka og aldraða. Við höfum heldur ekki gleymt unga fólkinu okkar, því félagið hefur í áranna rás gefið ýmsar gjafir bæði til leik- og grunnskólans í Reykholti. I 2. grein laga Kvenfélagsins segir: „Tilgangur félagsins er að stuðla að kynningu og samvinnu kvenna í sveitinni og vinna að hvers konar menning- ar- og mannúðarmálum sveitarbúa.“ Þessi grein hefur staðið nánast óbreytt frá stofnun félagsins, einungis örlitlar breytingar hafa verið gerðar á orðalagi og er hún enn í fullu gildi. Starf kven- félagsins hefur þroskast í takt við tíðarandann enda koma oft nýir og ferskir straumar með nýjum konum. Stjórn félagsins ákvað að minnast 80 ára afmælis- ins með fjölbreyttum hætti og tilnefndi fyrrverandi formenn í afmælisnefnd ásamt núverandi formanni. Fyrst á dagskrá afmælisársins var sameiginleg árshátíð Kvenfélags Biskupstungna, Hestamannafélagsins Loga og Leikdeildar Ungmennafélags Biskupstungna. Hún var haldin í Aratungu 21. mars s.l. Þá hélt Hestamannafélagið upp á 50 ára afmæli sitt, en Ungmennafélagið fagn- aði aldarafmæli sínu á síðasta ári. Nú um nokkurra ára skeið hafa félögin sameinast um þessa árshátíð og hefur það tekist með ágætum. I apríl brugðu kvenfélagskonur undir sig betri fætinum og fóru í helgarferð í Hveragerði. Heimsóttum við m.a. Heilsustofnun NLFI og fleiri áhugaverða staði og enduðum með kvöldvöku og hátíðakvöldverði á Hótel Örk. Vorfundurinn var haldinn á Hótel Geysi og var hann með hátíðlegu yfirbragði. Konur úr stjórn SSK heiðruðu okkur með nærveru sinni og var ýmislegt Margrét Annie Guðbergsdóttir afhenti Ingibjörgu Bjarnadóttur heiðursskjal. til skemmtunar og fróðleiks, auk hefðbundinna fundarstarfa. í tilefni þessara tímamóta var Ingibjörg Bjarnadóttir kjörin heiðursfélagi. Hún hefur verið ein af styrkustu stoðum Kvenfélagsins í áratugi. Ingibjörg bjó í Lyngási, ásamt eiginmanni sínum Herði Sigurðssyni, en þau búa nú í Hveragerði. Fyrsta vetrardag héldu kvenfélagskonur ásamt mökum, á vit ævintýranna. Ferðinni var heitið í „leikhúsveislu“ í Borgarleikhúsinu að sjá Söngvaseið. Aður en leiksýning hófst fengum við að skyggnast að tjaldabaki og skoðuðum leyndardóma leikhússins. Því næst var snæddur kvöldverður áður en við sáum Söngvaseið. Starf kvenfélagsins er þó ekki eintómur glaumur og gleði, þó vissulega veiti það okkur ánægju, og gefi okkur færi á að styrkja félagsböndin. Tilgangur félagsins er eins og fyrr segir, að stuðla að kynningu og samvinnu kvenna í sveitinni og jafnframt að styrkja góð og verðug málefni. Aður fyrr stóðu félagskonur að ýmiskonar veitingasölu en nú eru erfidrykkjur það eina sem kvenfélagið stendur að þegar þess er óskað. Allur hugsanlegur ágóði af þeim rennur óskiptur til mann- úðar og menningarmála, mest innan sveitarinnar. Önnur fjáröflun félagsins var árlegur sumar- markaður sem haldinn var í tjaldi við Bjarnabúð, fyrstu helgina í júlí. Svo eru seldar pylsur í réttun- um, ásamt kaffi og með því. Jólamarkaðurinn okkar var síðan á sínum stað í Aratungu fyrstu helgina í aðventu. Jólatrésskemmtunin fyrir börnin verður haldin á 2. í jólum í Aratungu. Kvenfélagskonur hafa verið duglegar að ferðast saman og farnar hafa verið óteljandi skemmtilegar ferðir víðsvegar um landið. Fyrir þremur árum ákváðum við svo að icggja heiminn að fótum okkar og fyrsti viðkomustaðurinn var Búdapest. Af því tilefni var gefin út uppskriftabók sem hlaut titilinn: „Tungnaréttir". Með sölu þessarar bókar náðum við að létta undir með okkur varðandi ferðakostnað. 25 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.