Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2000, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2000, Blaðsíða 6
Veglegt rit: Landeyingabók, Austur-Landeyjar Fyrir síðustu jól kom út ritið Landeyingabók, Austur-Landeyjar, eftir fræðimanninn Valgeir Sigurðsson, viðbætur unnu Ragnar Böðvarsson, Þorgils Jónasson og Ingólfur Sigurðsson í ritstjórn Ragnars Böðvars- sonar, útgefið af Austur- Landeyjahreppi. Bókin er 566 bls. í meðalstóru broti, prentuð á myndapappír, enda er í henni allnokkur fjöldi mynda. I bókinni er kort af Austur-Landeyjum, þá formáli og síðan inngangur. Þá hefst meginmál bókarinnar undir titlinum Bæir og búendur í Austur-Landeyjum. Þar eru fyrst nefndir bæimir allir eins og þeir eru tíundaðir í Jarðabók Áma Magnússonar og Páls Vídalíns. Síðan er gengið á bæina í stafrófsröð og taldir upp allir þekktir ábúendur og foreldrar þeirra, föður- og móðurforeldrar, makar og foreldrar þeirra, svo og börn. Er þetta svipað form og Valgeir heitinn Sigurðsson notaði áður í Rang- vellingabók. Eftir að Valgeir féll frá á árinu 1994 tók Ragnar Böðvarsson við ritstjórn verksins og gerði þá nokkrar breytingar á fomiinu. Telja verður að þær séu til bóta. í bókarlok eru ýmsar stuttar greinar og töflur til fróðleiks og gamans. Loks er ítarleg heimildaskrá og vönduð nafnaskrá. Ritið er ákaflega efnismikið. Letur er heldur minna en tíðkast hefur um skeið að hafa á slíkum ritum. Ennfremur fá myndir minna pláss en venja er orðin í slíkum ritum. Ljóst er að þetta var nauðsynlegt til þess að mögulegt væri að hafa allt verkið í einu bindi. Að öðrum kosti hefði útgáfan orðið miklu viðameiri og dýrari. Ekki er annað að sjá en að hér sé vel vandað til verka. Málfar bókarinnar er mjög gott og prentverk sýnist vera með ágætum af hendi leyst, svo og prófarkalestur. Allt þetta gerir bókina hina eigulegustu, enda er hún í vönduðu og fallegu bandi. Þetta er bók sem allir áhugamenn um ættfræði og sögu þjóðarinnar þurfa að eignast, eða í það minnsta að kynna sér. Bókin er til sölu hjá Austur-Landeyjahreppi og hjá ritstjóra, Ragnari Böðvarssyni. Magnús O. Ingvarsson Zoégaætt kemur út í vor Jóhannes Zoéga var sonur héraðsfógetans í Hojer í Suður Jótlandi. Hann kom til Islands sumarið 1787 og var þá ráðinn tugtmeistari við tugt- húsið við Arnarhól, sem nú er Stjómarráðshúsið við Lækjartorg. Hann eignaðist íslenska konu, Ástríði Jónsdóttur frá Ferjunesi í Villinga- holtshreppi og áttu þau sex börn. Tvö barna þeirra komust á legg, Magdalena Margrét og Jóhannes glerskeri. Frá þeim er kominn ættbálkur sem rakinn verður í þessu riti. Zoégaættin er gömul Reykjavíkurætt. Þegar Jóhannes kemur til Reykjavíkur eru aðeins taldir vera 167 íbúar í bænum og stór hluti ættarinnar hefur verið búsettur í höfuð- borginni alla tíð. Uppruna ættarinnar má þó rekja til Ítalíu, því vitað er að ættfaðirinn, Matthias Zoéga kemur frá Ítalíu til Mecklenborgar í hertogadæmi Danakonungs upp úr miðri sextándu öld og niðjar hans búa flestir á Suður Jótlandi næstu aldirnar. Um tildrög að flutningi Matthiasar frá Ítalíu em til ýmsar sögur sem erfitt er að sannreyna, en sagt verður nánar frá í ritinu. Geir Agnar Zoéga hefur unnið að samantekt þessa rits. Utgefandi: Bókaútgáfan Mál og mynd. ✓ Abúðarsaga Snæfellinga og Hnappdæla Hafin er vinna við ábúðarsögu Kolbeinsstaðahrepps í ritverkinu um ábúðarsögu Snæfellinga og Hnappdæla. Ritverkið verður með sama hætti og önnur verk í ábúðarsögu Islendinga. Ábúendum og ættingjum þeirra hefur nú verið send próförk að ættartölu til yfirlestrar og leiðréttingar ef með þarf. Mikilvægt er að viðkomandi komi til forlagsins myndum af sér og sínum. í lok sumars mun svo verða hafin samskonar vinna við Eyja- og Miklaholtshrepp. Útgefandi: Sögusteinn ehf. Niðjatöl: Guðríðarætt I undirbúningi, er útgáfa á Guðríðarætt. Guðríður Hannesdóttir var fædd í Hrólfsskálakoti á Seltjamamesi 13. febrúar 1783. Foreldrar hennar voru Hannes Bjamason, sjómaður á Seltjamarnesi og kona hans Guðrún Grímsdóttir. Þau fluttust að Mýrarhúsum á Seltjamamesi ári eftir fæðingu Guðríðar og þar ólst hún upp. Guðríður fékk þann vitnisburð af sóknarpresti sínum að hún væri „vel að sér, stórlynd og gáfuð“. Um 1800 fluttist Guðríður vestur á Snæfellsnes. Bjó hún fyrst á Rifi en fluttist svo inn í Eyrarsveit og settist fyrst að á Króki, en fluttist svo árið 1831 með sonum sínum í Nýjubúð í sömu sveit og þar dó hún árið 1862, 79 ára gömul. Guðríður átti son, Hermann, með Jóni Jónssyni frá Þórdísarstöðum og tvo syni, Guðmund og Lýð, með Guðmundi Geinnundssyni frá Rifi, en hún giftist aldrei. Frá Guðríði, þ.e. frá sonum hennar, er kominn stór ættleggur og eiga fjölmargir Eyrsveitungar liðinna ára ættir sínar að rekja til hennar, en afkomendur hennar hafa dreifst víða um landið. Útgefandi: Sögusteinn ehf. 6

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.