Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Blaðsíða 14

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Blaðsíða 14
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2008 Barði Guðmundsson. Úr Eimreiðinni 1922 Allir erum við frændur Ættgöfugir erum við íslendingar. Allir eigum við ættir okkar að rekja til írskra og norrænna fornkon- unga, en því miður eigum við einnig bófa og þjófa í frændtalinu. Kann vera, að mörgum þyki þetta ósennileg og kynleg ummæli, t.d. sumum hverjum, sem hreykja sér af ættgöfginni og „daniseruðum“ ættarnöfnum frá niðurlægingartímum þjóðarinnar og skoða sig einskonar aðalsmenn, vegna þess að þeir voru svo lánssamir að fá þá gersemina í vöggugjöf. En ef þér eruð vantrúaður, heiðraði lesari, þá kynnið yður íslenska ættfræði; þar munuð þér finna sannanir fyrir orðum mínum. Islensk ættfræði er dásamleg. Hún er þjóðleg. Ætt- fræðin er sú einasta fræðigrein sem við íslendingar stöndum fremstir í af öllum menningarþjóðum. Hún á sér einnig langa sögu meðal þjóðarinnar. Hinir löngu liðnu ritsnillingar, sem varpað hafa ævarandi frægð- arljóma yfir forníslenskar bókmenntir, kunnu að meta gildi hennar, og var ættvísi eitt hið fyrsta, sem í letur var fært hér á landi. Síðan hafa fjölmargir athugulir og gaumgæfir safnarar og fræðimenn unnið í þeim aldar- garði um meira en 6 alda skeið. Sökum þessa er íslensk ættfræði svo auðug að fróðleik og áreiðanleg, að ekki mun of djúpt tekið í árinni að fullyrða, að ættir hvers núlifandi einstaklings þjóðarinnar megi rekja sam- kvæmt sannsögulegum heimildum fram í forneskju. Einnig sýnir hún svart á hvítu, að íslenska þjóðin er í raun og veru einn ættbálkur, og frændsemi mun ætíð finnanleg millum allra íslenskra manna, er nú lifa. Prófessor Guðmundur Finnbogason hefur hitt naglann á höfuðið, er hann segir í ritgerð sinni „Mannkynsbætur“ að íslendingar „ættu að verða og gætu orðið sú þjóðin, er leggur víðtækastan og traustastan grundvöll undir ættgengisrannsóknir framtíðarinnar.“ Því að ekki er það efa bundið, að á ættfræðislegum grundvelli geta engir unnið því mál- efni slíkt gagn sem þeir, en hvort við erum trúaðir á erfðaeiginleika eða ekki, þá býst ég við, að mörgum kunni að þykja gaman að vita hvers konar blóð renni í æðum hans og hver sé hans holdlegi uppruni. Fróð- leikur þar um mun oftast allmikill fyrir hendi, en við verðum að rekja ættir okkar á annan hátt en gert hefir verið. Við verðum að rekja ættimar svo náið sem auð- ið er; sleppa engum kunnum lið úr forfeðratalinu og varpa hégómagirni og manngreinaáliti á glæ. Það hefir jafnan verið venja ættartöluritara að Barði Guðmundsson (f. 1900 d. 1957) var þjóð- skjalavörður frá 1935 til dánardags. Guðjón Oskar Jónsson sendi Fréttabréfinu þessa grein. rekja karllegginn og helstu hliðargreinamar, sem þeim hefur þótt mestur matur í, en meginættin legið í þagnargildi. Ekki er þó þetta sprottið af eintómri hégómagirni, fremur sökum vankvæðanna á því að setja ættartölurnar fram. Margar tilraunir hafa ver- ið gerðar til að ráða bót á vankvæðunum, en engin þeirra hefir náð takmarkinu, að því eg best veit. Ekk- ert ættartöluform yfir framættir hefur ennþá rutt sér að fullnustu til rúms eða bætt úr nauðsyninni. í síðari tíma ritum eru þær tíðast settar fram með venjulegum frásagnarstíl, en honum oftast óvenjulega óljósum og leiðinlegum: Hans móðir var - hennar faðir var - hans faðir var - o.s.frv. eru þá sífeldar endurtekningar á nöfnum og sömu orðunum óumflýjanlegar. Ef slíkar ættartölur væru nákvæmar, liggur það í hlutarins eðli, að nær ókleift er að fletta upp í þeim eða að fá yfir- lit yfir þær, nema með fádæma fyrirhöfn, en lakast af öllu er þó, að ómögulegt er að setja þær fram á þennan hátt, ef nógu ítarlega er rakið, svo nokkrum menskum manni verði skiljanlegt. Geta menn fljótt gengið út skugga um það, ef þeir gæta þess, að for- feður og formæður hvers einstaklings eru þegar í 5.ættlið orðin 32, í 6. ættlið 64, í 7. ættlið 128, í 8. ættlið 256 o.s.frv. Nærri lætur, að einstaklingar af núlifandi kyn- slóð eigi hver um sig 512 forfeður og formæður á dögum Guðbrands biskups, segjum 1024 samtímis Jóni biskupi Arasyni og 2048 í tíð Jóns lögmanns Sigmundssonar. Það væri nógu gaman að sjá menn rekja ætt „upp á gamla móðinn" en að fullnustu, sem sé sleppa engum lið úr, þótt ekki væru það nema 6 fyrstu ættliðirnir. Mikla málsnilld og framsetningargáfu þyrfti til þess, en eg held samt, að lesandanum þætti ættfærslan ærið tormælt. I slíkri ættartölu yrðu taldir 126 forfeður og formæður þess, sem ættin væri rakin frá, og getur hver og einn gert sér í hugarlund, hve skilmerki- lega væri hægt að setja ættartöluna fram samkvæmt þekktum aðferðum, sem til þessa hafa verið notaðar. Eg tala ekki um ósköpin, ef ættin væri rakin fram um 14 ættliði, eða fram til 1400, til samtímismanna Lofts ríka Guttormssonar, þá yrði mannanafnafjöldinn, sem telja bæri, ef auðið væri að rekja ættina fram í öll- um ættgreinum frá 1. manni, fast að 33 þúsundum. Af umræddum orsökum leiðir, að flestar ættfærslur manna „upp“ eru kák, sem gefa næsta ófullkomna og óljósa hugmynd um ættemi þess, sem frá er rakið. Verða slíkar ættartölur sannnefndir spéspeglar af ætt- göfginni. Lítum t.d. yfir framætt Þorvaldar prófessors Thoroddsens í 47. árg. Andvara. Hún er mikið frek- ar náið rakin og fram í 11. ættlið, en nefndir eru þó aðeins vart 100 af feðrum og mæðrum prófessorsins. http://www.ætt.is 14 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.