Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Neytendablašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Neytendablašiš

						TIL UMFJOLLUNAR
getur verið mjög gott og
mjög lélegt
Kvörtunardeild Neytendasam-
takanna berst mikið affatnaði
sem hefur skemmst íþvotti eða
efnalaug. Mikið afþessum
fatnaði er úr efnum sem eru
vandmeðfarin, eins og t. d.
viskós, en það efni er mikið í
tísku um þessar mundir. Ýmis
vandamál hafa komið upp í
þessu sambandi, - föt hafa
hlaupið, litur hefur runnið til
ofl. Til að fræða lesendur um
þettafataefni, fengum við Pétur
Sigurjónsson fyrrverandi for-
stöðumann Trefjadeildar Iðn-
tæknistofnunar, en hann er
lœrður trefjaefna-verk-
fræðingur.
... Litarefnin renna til,
einkum vegna þess aö
þau eru ekki nógu góð.
í Austurlöndum eru oft
notuð ódýr, léleg litar-
efni sem reynast ekki
halda litnum þegar
kemur að þvotti..
Pétur Sigurjónsson segir margt að varastþegar um viðkvœm efni eins og viskós erað rœða.
„Viskós-efni geta verið mjög góö, en
einnig mjög léleg," sagði Pétur. „Gæðin
fara eftir því hvaða hráefni og spunaað-
ferð var notuð við framleiðsluna og hvaða
meðferð efnið fékk við spuna, vefnað, lit-
unogfrágang."
Um framleiðsluaðferðina sagði Pétur:
„Viskós-efni eru endurunnin úr cellulose
eða tréniefnum og eins og allsstaðar eru
gæði hráefnisins ákvarðandi fyrir gæði
fullunninar vöru. Tréniefnum í bómull
eða kurluðum viðartegundum er breytt í
spunaþykkni og úr því spunnir fínir
þræðir. Það er gert á þann hátt að trénið er
leyst upp þannig að sem minnst stytting
verði á fjölliðun hráefnisins. Þykkninu
sem þannig fæst er síðan sprautað í gegn-
um gatasíur niður í efnalausnir sem fella
og herða það í fína þræði. Um leið er átaki
beitt á þræðina, þeir togna og fjölliðunar-
einingarnar leggjast meir samsíða og
þráðurinn verður sterkari.
Margar gerðir af viskós eru framleiddar
og eru eiginleikarnir mjög misjafnir.
Venjulegt viskós nær aðeins 35-75% af
togþoli bómullar, sérstaklega ef efnið er
blautt. Rakadrægnin er hins vegar meiri,
svo og krumpun. Með stöðugum rann-
sóknum hefur tekist að ná lengri fjölliðun
og meiri samsíðun fjölliðanna í viskós.
Nýjustu efnin líkjast því bómull æ meir.
Má þar nefna „High - Tenacity" viskós
(HTV), „HWM" og „Polynosic" viskós.
Þessi efni hafa mjög gott þurrtogþol,
blauttogþol og minni rakadrægni en eldri
gerðir. En þrátt fyrir að miklar framfarir
hafi orðið í framleiðslunni, eru þessi nýju
efni ekki eins sterk og þolin og bómull.
Þau hafa hins vegar þann kost fram yfir
bómull að háralengdin er mun meiri og er
það til mikilla bóta því þá er mögulegt að
spinna mýkra og linsnúnara garn og fá
meiri fjölbreytni í gerð vefnaðar eða
prjónless.
10
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32