Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 5
Tölvukaup Góðar ráðleggingar fyrir byrjendur í tölvuheiminum Flestum reynist erfitt að velja tölvu, sérstaklega byrjendum. En ekki þarf að ruglast frammi fyr- ir fjölda tegunda, gerða og til- boða. Hér eru ábendingar um hvaða gildrur þarf að forðast og auk þess skýringar á algengum orðum í tölvuheiminum. Sértu í í tölvuhugleiðingum er fyrsta spurningin sem þú ættir að spyrja sjálfan þig þessi: Hvers vegna á að kaupa tölv- una og til hvers á að nota hana? Til vinnu heima við, náms eða bara skemmtunar? Það er ekki ráðlegt að kaupa einhverja tölvu til þess eins „að vera með“, upp á þá von að síðan muni maður ná áttum og aðlaga sig þessu ágæta tæki. Það er nefnilega notkunarsviðið sem ræður því hvers konar tölvu þú þarft. Ef þú gerir þér grein fyrir væntingum og þörfum geturðu sloppið við að sóa fé í „rangan" og óþarflega dýran búnað, t.d. í vinnslumöguleika og aukabúnað sem þú hefur ekkert að gera við eða getur ekki notað. Sem sagt: Ekki láta glepjast af mis- munandi auglýsingatilboðum sem oft eru óskiljanleg byrjandanum, heldur skaltu miða allt fyrst og fremst við eigin óskir. Þá geturðu metið tilboð seljendanna á raunsærri hátt. Ef þú ætlar t.d. bara að nota tölvuna í ritvinnslu og til einfaldra útreikninga er óþarfi að kaupa þróaða margmiðlunar- tölvu — þ.e.a.s. tölvu sem getur með- höndlað mynd, texta og hljóð samtímis. Viljirðu hins vegar iðka nýjustu tölvu- leikina þarftu miklu öflugri tölvu og aukabúnað. Og langi þig að skoða ver- aldarvefinn og nota Internetið þarftu tölvu sem hefur búnað til þess. Þú þarft að geta stækkað við þig Byrjandinn gerir bestu kaupin í „venju- legri“ tölvu á góðu verði. Þá er um að ræða tölvupakka í meðalverðflokknum (um 100-150 þúsund kr. fyrir PC-tölvur, um 130-180 þúsund kr. fyrir Macintosh- tölvur). Nýjar gerðir koma allört á mark- aðinn og seljendur eru annað veifið með tilboðsverð. Fullvissaðu þig um að þú getir í fram- tíðinni tengt aukabúnað við tölvuna, i Sértu í í tölvu- hugleiðingum er fyrsta spurningin sem þú œttir að spyrja sjálfan þig þessi: Hvers vegna á að kaupa tölv- una og til hvers á að nota hana? Til vinnu heima við, náms eða bara skemmt- unar? skipt um hluti í henni og stækkað hana. Spurðu til dæmis hvort hægt sé að auka vinnsluminnið, setja í hana nýjan ör- gjörva og nýjan harðan disk. Þegar tölv- an er komin í notkun mun þér eflaust detta ýmislegt í hug sem þig langar til að geta gert með henni. Þá er líklegt að þig skorti meira minni og hraða. Er tölvan hentugt leiktæki? Mundu að leikir gera miklu meiri kröfur til tölvunnar þinnar en venjuleg notenda- forrit. Sé tölvan aðallega hugsuð handa barni er kannski gáfulegra að kaupa tölvuleiktæki. Það er ódýrara og veldur færri vandamálum. Annar kostur gæti verið sá að kaupa bæði vinnutölvu og leiktæki. Kostnaðurinn við allan auka- búnaðinn sem tölvan þarfnast til að geta keyrt þróaða leiki á viðunandi hátt kann að vera meiri en nemur verðinu á sér- stöku leiktæki. Leikir eru yfirgnæfandi orsök óánægju, vandamála og bilana í tölvu- veröld heimilanna. Nútíma tölvuleikir eru feikiflóknir með tilliti til mynd- vinnslu, sem krefst mikils af tölvunni í afli og minni. Þegar farið er að nota þessa leiki í heimilistölvum er algengt að þær bugist. Margir gleyma því að tölvan er fyrst og fremst hugsuð og hönnuð sem vinnu- tæki. Þótt hægt sé að gera margt annað með henni er ekki víst að hún sé dugleg- asta eða hagkvæmasta tækið til þeirra verka. Hættan á vandamálum og bilunum eykst með því magni upplýsinga og aukabúnaðar sem hlaðið er inn í tölvuna eða bætt við hana. Einmitt þess vegna er erfitt að fá þær heimilistölvur til að ganga snurðulaust sem ætlast er til að gegni fjölmörgum ólíkum hlutverkum. PC eða Macintosh? Örlagaspurning Spumingin um hvaða tölvugerð þú átt að kaupa er örlagaspurning. Heimilistölvur skiptast í tvo aðalflokka, PC-tölvur (pésa) og Macintosh-tölvur (makka). Kerfisbúnaður þeirra er ólíkur. Þess NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1997 5

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.