Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 18
Erfðabreytt matvæli Andstaðan gegn erfða- breyttum matvælum eykst Umræðan um erfðabreytt mat- væli hefur ekki verið hávær hérlendis. Og ekki nóg með það; evrópsk reglugerð sem skyldar ffamleiðendur til að geta þess á umbúðum ef mat- vara inniheldur erföabreytt hráefni (allt að 1%) hefur ekki enn verið lögfest hér. Aðra sögu er að segja af mörgum nágrannalöndum okkar aust- anhafs. Þar eykst andstaðan jafnt og þétt. Og mótmæli gegn erfðabreyttum matvæl- um eykst stöðugt í mörgum löndum Evrópu og á það ekki síst við um Bretland og Frakk- land. Það skal engan undra að breskir neytendur taki slíka afstöðu, enda eru neytendur þar orðnir langþreyttir á hverju matvælahneykslinu af öðm. Fyrst var það kúariðan og þegar bresk stjórnvöld höfðu náð að mestu stjóm á þeim vanda tók gin- og klaufaveikin við. Og nú er svo komið að margir breskir neyt- endur kalla erfðabreyttu mat- vælin „Frankenstein-matinn“ og lái þeim hver sem vill. Ríkisstjórn Tonys Blairs hef- ur lengi verið gagnrýnd fyrir að vera velviljuð erfðabreyt- ingum, en hefur nú lýst því yfír að erfðabreytt matvæli „skorti trúverðugleika“. Einnig á Italíu er andstaðan sterk. I þarlendri rannsókn varbúið til pallborð 1200 „dómara“ - og voru meðal þeirra um 400 bændur - og lagðist hann gegn því að nota erfðabreyttar vömr í matvæli. ítalskir ráðherrar hafa þar gengið á undan og lýst því yfir að eigi Italir að vera í far- arbroddi í heiminum í fram- leiðslu matvæla verði með öllu að sniðganga erfðabreytt hrá- efni í ítalskri matvöru. Hér ríkir þögnin Þannig er andstaðan gegn erfðabreyttum matvælum í Evrópu sterk. Hér á landi er umræðan hins vegar lítil sem engin. Það má velta því fyrir sér hversvegna svo er. Astæð- an getur til að mynda verið tví- þætt. I fyrsta lagi treystum við því flest að matvæli sem seld eru hér séu holl. í öðru lagi eru matvæli sem innihalda erfðabreytt hráefni ekki merkt sérstaklega eins og áður sagði. En það er ekki aðeins hér á landi sem þögn ríkir um þetta. I Bandaríkjunum ríkir einnig þögn, en af öðrum ástæðum. Þar hefúr ekki verið ljáð máls á að merkja erföa- breytt matvæli. Bandaríkja- menn hafa líka verið lausir við bæði kúariðu og gin- og klaufaveiki, og því ekki orðið fyrir áhrifum af matar- hneykslunum sem hafa skekið Evrópu. Að lokum má nefna að þeir hafa vanist mikilli verksmiðjuframleiðslu á mat- vælum. Bandaríkjamenn einangraðir Bandaríkjamenn, og þá ekki síst forystumenn í atvinnulífí og stjórnmálamenn, eru vonsviknir yfir þeirri „hörðu línu“ sem þeim þykir ríkja í Evrópu og á það ekki síst við um að erfðabreytt matvæli séu merkt sem slík. Og hótun Bandaríkjamanna um að kæra þessa afstöðu til Alþjóða-við- skiptastofnunarinnar (WTO) vofir enn yfír. Það er þó ljóst Hvað eru erfðabreytt matvæli? Það eru matvæli eða inni- haldsefni matvæla sem eru lramleidd úr lifandi lífver- um eða afurðum þeirra og innihalda prótein eða erföa- efni sem orðin eru til vegna erföabreytinga. Með erföa- breytingunni er unnið með erfðaefni frumnanna og þannig eru grundvallareig- inleikar einnar lífveru flutt- ir yfir í aðra. Þetta hefur meðal annars verið gert til að ná fram meiri uppskeru og koma upp plöntum sem geta þroskast við erfið um- hverfisskilyrði. Rök með og á móti erfðabreytingum Meðmælcndur crfðahreyttra matvæla halda þcssu fram: Það er hægt að rækta afurðir sem eru öruggari, hollari, skaða um- hverlið minna og eru auðveldari í framleiðslu en þær gerðir sem við ræktum nú. Þaö er hægt að framleiöa plönlur sem verjast sjálfar sníkjudýrum sem myndaö halá þol gegn sprautuefnum. Þar meö er hægt að spara umhverlinu óþarlán skordýraeyöi. Þaö er hægt aö framleiöa plönlur sem þola frost, salt, þurrka o.s.frv. lirföabreyttar plöntur gelá meiri uppskeru og gera fram- leiösluna hagkvæmari lyrir vikiö. Sumir ganga svo langt aö segja aö erlðabieytt malvæli geti eylt hungri í heiminum. Gagnrýnendurnir halda þessu fram: Erfðavísamir dreifast um náttúmna og enginn veit til hvers það leiðir. Tegundir sem myndað hafa þol gegn eiturefnum gera bændur háða ákveðinni eiturtegund frá einum seljanda. Hann selur líka fræ og fleira sem bóndann vanhagar um. Þetta gerir bændur háðari viðskiptafyrirtæki sínu og mögu- leikar á markaðslegri misnotkun aukast. Afgangar af skordýraeyði gera landbúnaðarsvæði snauðari þar sem slagurinn við illgresið verður enn harðari en áður. Einhæfni í framleiðslu á ákveðnum svæðum eykst. Framleiðsla tegunda sem sjálfar mynda skordýraeitur getur haft neikvæð áhrif á skordýr sem nýtast til að halda skaðlegum skordýrum niðri. Auk þess geta skordýrin þróað þol gegn eiturefnum sem oft eru notuð. Enginn veit raunverulega ennþá um langtímaáhrif á heilsu neytenda af neyslu erfðabreyttra vara. Þol gagnvart ákveðnum tegundum af fúkkalyfjum getur aukist með erfðabreyttum matvælum. Oft má ná sömu eiginleikum með kynbótum og erfða- breytingum og tekur ekki endilega meiri tíma. 18 NEYTENDABLAÐIÐ - júní 2002

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.