Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 15

Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 15
Umferðin Dýrt að skilja ekki íslensku Ungir ökumenn valda slysum. Þeir eru að vísu ekki einir um það, en svo hátt er hlutfall þeirra í hópi slysavalda í um- ferðinni að tryggingafélög telja nauðsynlegt að láta þá greiða talsvert hærri iðgjöld en aðra, og að auki sérstakt aldursálag að 25 ára aldri. Með þetta í huga er auðvitað eðlilegt að gerðar séu nokkuð strangar kröfur um kunnáttu, bæði bóklega og verklega, áður en unglingarnir okkar fá ökuskírteinið sitt afhent á 17 ára afmælisdaginn. Unglingarnir sjálfir eða að- standendur þeirra kosta öku- námið og þurfa að leggja fram talsverða fjárhæð til að fá afhent hið langþráða öku- skírteini. En þetta vill þó verða nokkuð misjöfn upp- hæð. Það sitja nefnilega ekki allir við sama borð. I íslenska fjölmenningarsamfélaginu sem við tölum svo hátíðlega um á tyllidögum ber við að þeir sem ekki eru enn mæltir á íslenska tungu þurfi að borga talsvert meira fyrir ökunám og próf en aðrir. Kristján Pétursson í Höfn- um er kvæntur taílenskri konu og stjúpdóttir hans fór í öku- nám hér skömmu eftir að þær mæðgur fluttust til landsins. Kristján segir það hafa verið erfitt, enda hafi til dæmis öll námsgögn verið á íslensku. „Það sem varð til bjargar í þessu tilviki," segir Kristján, „var að Ökuskólinn í Mjódd reyndist hafa námsgögn á fleiri málum en íslensku og túlk sem talar taílensku.“ Það fór því þannig að stjúpdóttir Kristjáns náði ís- lenska ökuprófinu á endan- um, en hann segir hana þó engu að síður hafa þurft að gera að því nokkrar atrennur og vafalaust fleiri en verið hefði ef hún hefði skilið ís- lensku. í hvert skipti varð hún að greiða prófgjaldið að nýju, 1.250 krónur - og auk þess þurfti hún sjálf að bera allan kostnað af túlkun og þýðing- um. Misréttið í reglugerð Frumherji annast framkvæmd ökuprófa og Umferðarstofa býr þau til ojj hefur eftirlit með þeim. A báðum stöðum staðfesta menn að útlendingar þurfa óstuddir að bera þann kostnað sem af því hlýst að kunna ekki íslensku. Kjartan Þórðarson hjá Umferðarstofu - sem allt þar til nýlega hét því kunnuglega nafni Um- ferðarráð - vísar í þessu sam- bandi beint í reglugerð um ökuskírteini þar sem 35. grein hefst svo: „Ef umsækjandi getur ekki talað og skilið íslensku eða erlent tungumál sem próf- dómari veldur nægilega vel skal notast við túlk við bæði fræðilegt og verklegt próf. Umferðarráð leggur til túlk en kostnað af túlkun ber um- sækjandi." Tungumálum fjölgar Það er reyndar ekki að að ís- lenska sé eina tungumálið sent nýtist til að taka ökupróf hérlendis. Fræðilegu - eða skriflegu - ökuprófin eru nú þegar til á ensku, dönsku, norsku, sænsku og spænsku og Kjartan Þórðarson segir að nú sé búið að taka ákvörðun unt að þýða próf bæði á pólsku og taílensku. Af hálfu þeirra yfirvalda sem að þessum málum koma virðist sem sagt vera vilji til að koma til móts við útlenda þátttakendur í fjölmenningar- samfélaginu og gera þeim kleift að taka bílprófið á máli sem þeir skilja. Þannig nefnir Björgvin Guðnason umsjón- armaður prófa hjá Frumherja að þótt núorðið sé 24 stunda bóknám í ökuskóla orðið að skyldu hafi komið fyrir að fólk af erlendu bergi brotið hafi fengið undanþágu frá því að sækja slíkan skóla, þegar útilokað var að kennslan þar gæti komið því að gagni. Þá hafi fólkið að sjálfsögðu þurft að verða sér úti um þekking- una með öðru móti. Kjartan Þórðarson hjá Um- ferðarstofu nefnir líka í þessu sambandi að þótt vissulega sé eðlilegast að krefjast löggiltra túlka við ökupróf sé það ekki gert þegar svo standi á að á þeirn sé ekki völ. „Það er yfir- leitt alltaf hægt að leysa þessi ntál einhvern veginn,“ segir Kjartan. En allt kostar peninga Það má kalla ógerlegt að gera sér nákvæma grein fyrir því hversu mikið það kostar út- lendinga umfram Islendinga að taka bflpróf. Enda virðist munurinn vera „allt frá því að vera ekkert eða nánast ekkert og til þess að vera upp úr öllu valdi“ eins og einn viðntæl- enda okkar orðaði það. Vafa- laust má þó áætla að oft geti sú upphæð numið alls nokkr- um tugurn þúsunda. í ýmsum tilvikum eru það samlandar ökunemans sem taka að sér túlkun og aðstoð og taka stundum lítið eða ekkert fyrir, en í öðrum tilvikum þarf fólk einfaldlega að greiða það verð sem upp er sett. Hitt virðist alveg ljóst að þeim útlendingum sem nýlega eru fluttir til Islands þegar að því kemur að taka bflprófið er hér ekki boðið sæti við alveg sama borð og íslenskum jafn- öldrurn þeirra. Það er svo auðvitað jafnljóst að það stendur hvorki í valdi öku- skólanna, Umferðarstofu eða Frumherja sem annast fram- kvæmd þessara prófa að jafna þennan aðstöðumun. Til þess þyrfti væntanlega lagasetn- ingu eða að minnsta kosti reglugerðarbreytingu. NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2002 15

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.