Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 18
Girnilegt matarborð en ekki er allt sem sýnist Bókin „Not on the label" eða „Ekki á innihaldslýsingunni" er áhugaverð bók sem kom nýlega út í Bretlandi. Bókin fjallar um matvælaframleiðslu nútímans en höfundur hókarinnar, blaðakonan Felicity Lawrence, hefur skrifað matvæla- tengdar fréttir í yfir 20 ár og unnið til verðlauna fyrir skrif sín. í dag skrifar hún um neytendamál fyrir breska blaðið the Guardian. Kjúklingaframlciðsla undir smásjánni Bókinni er skipt niður í nokkra hluta og í fyrsta hlutanum er kjúklingaframleiðsla um- fjöllunarefnið. Kjúklingar eru vinsæll matur í Bretlandi og mjög ódýr enda borða Bretar fimm sinnum meiri kjúkling í dag en þeir gerðu fyrir 20 árum. Árið 2001 réð Felicity sig f vinnu hjá Devon kjúklingaverksmiðjunni eftir að hafa fengið ábendingar um að þar væri innfluttum kjúklingum pakkað í umbúðir og þeir síðan seldir í verslanir sem bresk framleiðsla. Á einni næturvaktinni komst Felicity að því að ábendingin var á rökum reist en þá vann hún m.a. við að taka hollenska kjúklinga úr umbúðum sem merktir voru „best fyrir 27. nóv." og setja í nýjar umbúðir merktar „best fyrir 29. nóv." Kjúklingarnir voru síð- an seldir í verslanir Sainsbury sem breskar kjúklingabringur. Kjötþvætti Margt virðist benda til að innra eftirlit við kjötvinnslu sem og eftirlit á vegum hins opinbera virki ekki sem skyldi. Það kom berlega í Ijós þegar upplýst var um „gælu- dýraskandalinn" sem upp kom í Bretlandi árið 2000. Þá fékk Sue Sonnex yfirmaður heilbrigðiseftirlitsins í Derbyshire símtal frá ónafngreindum aðila sem sagði frá því að kjöt sem ætlað væri til gæludýraframleiðslu væri selt í verslanir sem mannamatur. Sýkt kjöt sem átti að henda eða setja í gæludýra- fóður hefði verið þvegið úr klór og selt í verslanir. Næstu tvö árin fóru í að rannsaka hvaða útbreiðslu þessir kjúklingar hefðu náð og eins hvernig svona lagað gat gerst. í Ijós kom að eftirlitið var ekki nógu gott og auðvelt reyndist að gabba eftirlitsmenn- ina. Denby verksmiðjan gaf sig út fyrir að framleiða gæludýramat úr lítið sýktum kjúklingakjötsafgöngum. Reyndin var hins vegar sú að verksmiðjan tók bæði við kjöti sem var lítið sýkt og mikið sýkt. Eftir að hafa „hreinsað" kjötið var það selt áfram til annars fyrirtækis sem setti á það faisað- an heilsustimpil og síðan var kjötið selt í búðir. Eigandi verksmiðjunnar var fundinn sekur fyrir dómstólum 2003 en hann hafði þá flúið land. Fimm aðrir voru einnig fundn- ir sekir. Önnur mál sem varða kjötþvætti hafa komið upp, m.a. í Hollandi, og eru leiddar að þvf líkur að þessir starfshættir séu algengari en margan grunar. Bókin er gefin út af Penguin books og fæst á www.amazon.co.uk Kjúklingaskinn og prótfn úr öðrum dýr- um Framleiðsluhættir nútímans eru okkur fram- andi og við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því hvað við erum að láta ofan í okkur. Sem dæmi á fólk síst von á því þegar það kaupir kjúklinganagga að aðaluppistaðan sé kjúklingaskinn. Það er þó tilfellið hjá sumum framleiðendum og það er ekki hægt að sjá á innihaldslýsingunni þar sem skinnið flokkast einfaldlega sem kjöt. Og það er eitt og annað sem kemur í Ijós þegar nánar er að gáð. John Stanford hjá heil- brigðiseftirlitinu í Hull hélt að ekkert kæmi sér lengur á óvart. Einn daginn fékk hann kvörtun vegna kjúklingakjöts sem erfitt var að steikja. Vatnsmagnið í kjúklingabring- unni var 30% og áttu menn erfitt með að 18 NEYTENDABLAÐIÐ 3. TBL. 2004

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.