Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 20

Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 20
18 TÓNLISTIN JJa f(cj rímur J4e tgaion : TD N BDKMENNTIR Innsýn í vinnustöðvar tónlistarmannsins Tónlistarþœttir I eftir T. heoi'iór Árnason. Þorleifur Giiunarsson gaf út 1943. Fyrir alllöngu kom út bók, sem vakti athygli tónlistarunnenda. Hafði hún að geyma ágrip af æfisögum 35 erlendra tónskálda og annarra tónlistarmanna. Er hér um nauðsynlega tilraun að ræða. Fólk hefir gaman af að kynnast lítils- háttar æfiferli hinna fremstu tónlistar- höfunda, sem daglega verða á vegi þess, vita einhver deili á lífskjörum þeirra og heimsskoðunum. Hefir lengi verið brýn þörf á hentugri handbók, er gefið gæti ýmsar upplýsingar um hina horfnu braut- ryðjendur tónlistarinnar. En eftir lestur þessa safns verður manni á að spyrja, hvort þeim tilgangi haíi verið náð, og fer ekki hjá þvi, að svarið verði nokkuð á aðra leið en æskilegt hefði mátt teljast. Er margt, sem bendir til þess, að furðu mikil fljótaskrift hafi veriÖ á þessum þáttum. Samræming stafsetningar er hel/t til mikið í molum og málið víða yfir- tak óvandað og dönskusko' ;ö. Á s.'.mu opnu er ýmist ritað Giuila eða Tulia. Nokkuð flatneskjulegt er orðalagið „hafði verið „dullað'‘ undir sönginn með strengjahljóðfærum" (lút). En þetta hljóðfæri nefnir Sigfús Blöndal i kven- kyni lúiu. Orðið „harpsicord" (sem er þó aimennt notað við tó;:!i;tarkvni;ingar með hljómplötum Ríkisútvarpsins) lætur ekki vel í eyrum og er óíslenzkulegt; hljómfegurra er ,,cembaló“ sem heiti fyr- ir sama hljóðfæri með viðkunnanlegri ó- endingu margra hljóðfæra (pianó, óbó); hin skakka mynd „harpiscord“ fyrir- finnst raunar líka (bls. 8 og víðar). Hálf- bönguleg er setning sem þessi, „sem ekk- ert myndu þó þykja láta óeðlilega í eyr- um“, og óneitanlega er ekki smekklegt að tala um að melta tónsmíðar, og mun Richard Strauss nú orðið tiltölulega „auð- meltur“ á móts við marga róttækari ný- ungamenn. Franskar tilvitnanir eru all- víða úr lagi færðar flc grande mademoi- selle; les 24 violons du roy) og erlendum orðum ekki sjaldan slengt inn án hinna minnstu skýringa : kapellumeistari; kom- position ; klavikord ; gamba; imprópería; kyrie eleison; oratorium; die Kunst der Fuge; arkitekt; wenn wir in höchsten Nöten sind; tríó-sónata; des Meisters seine Tochter gefiel mir gar schlecht; sometimes a hero in an age appears, but scarce a Purcell in a thousand years; fúrstlich sachsischer und kurfúrstlich brandenburgischer Kammerdiener und Leibchirurg; móttettur; impróvisera; clavicymbal; kammertónsmíðar; Gott er- halte Franz, den Kaiser; die Entfúhrung aus dem Serail; kammerkompositeur; in- trumentation; le jeune Henri; wohltemp- eriertes Klavier; slaghörpu-konsert; Beethoven war nie ohne Liebe, und meist- ens von ihr in hohem Grad ergriffen; der glorreiche Augenblick; kóralsymfón- ía; philharmóniska; kontrapunkt; der Freischútz; kollegum; il pianto d’armon- ia per la morte d’ Orfeú; diplómat; Ge- burtshaus; konvikt; der Teufels Luft- schloss; die schöne Múllerin ; píanódúett; Lieder ohne Worte; Meeresstille und Glúckliche Fahrt; General Musik Di- rektor; Jágers Abschied ; neue Zeitschrift fúr Musik; Kinderszenen ; kammermus- ikus; madame; théatre italien; melo- drama; symfonie fantastique ; debúterað ; Selskabet for Musikens Udbredelse; Kong Kristian stod ved Höjen (sic!) Mast; melodramatíska; det kgl. Musik- konservatorium ; rapsodiurnar; im wund- erschönen Monat Mai kroch Richard Wagner aus dem Ei. Es wúnschen vieD die ihn lieben, er wáre lieber drin ge- blieben ; bródjeringum ; meditaion (sic) ; missions etrangéres; konsertmeistara; harmóniskar; filharmónisku (líka þann-

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.