Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 24
16. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR24 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og út- farir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hjörtur Árnason stýrimaður, Bakkabakka 4a, Neskaupstað, lést 8. febrúar á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 18. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Bjarni Jóhannsson Ingigerður Sæmundsdóttir Gyða María Hjartardóttir Jóhann Gunnar Kristinsson Lára Hjartardóttir Sigurður Indriðason barnabörn og barnabarnabörn. ANDY TAYLOR, trommuleikari hljómsveitarinnar Duran Duran, er 52 ára í dag „Ég uppgötvaði hversu einmanalegt það er að vinna einn. Þá byrjaði ég að vinna með öðrum listamanni sem vinnur einn, Rod Stewart, og hann sagði mér hversu einmana hann var!“ Merkisatburðir 1918 Litháen lýsir yfir sjálfstæði frá Rússlandi og Þýskalandi. 1920 Hæstiréttur Íslands kemur saman í fyrsta sinn. 1927 Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er stofnað. 1937 Wallace H. Carothers fær einkaleyfi á næloni. 1968 Neyðarlínan 911 er tekin í notkun í Bandaríkjunum. 1999 Kúrdískir skæruliðar hertaka nokkur sendiráð í Evrópu eftir að einn foringja þeirra, Abdullah Öcalan, er handtek- inn af Tyrkjum. 2011 Goðafoss, flutningaskip Eimskips strandar við Noregs- strendur, skammt frá Fredrikstad. Knattspyrnufélag Reykjavíkur, betur þekkt sem KR, var stofnað þennan dag árið 1899. Eins og nafnið bendir til var félagið stofnað í kringum fótboltaiðkun en hefur fyrir löngu fært út kvíarnar. Félagið var stofnað í verslun Guðmundar Olsens í Aðalstræti og hét raunar Fótboltafélag Reykja- víkur fyrstu árin og hafði að leiðarljósi að búa til aðstöðu fyrir unga drengi til að spila knatt- spyrnu. Nafninu var svo breytt í Knattspyrnufélag Reykjavíkur fimm árum síðar að undirlagi Erlends Ó. Péturssonar sem fannst orðið fótbolti ekki góð íslenska. KR hafði sína fyrstu félagsaðstöðu þar sem Ráðhús Reykjavíkur stendur í dag en árið 1939 var ráðist í kaup á svæði í Kaplaskjóli, þar sem félagið hefur enn í dag aðstöðu. KR er eitt sigursælasta íþróttafélag landsins í handbolta, körfubolta og fótbolta. Sigurgangan hélt áfram á síðasta ári en þá urðu KR-ingar Íslands- og bikarmeistarar í fótbolta og körfubolta karla. ÞETTA GERÐIST: 16. FEBRÚAR 1899 Fótboltafélag Reykjavíkur stofnað Margaret Cormack prófessor í háskól- anum í Charleston færði á dögunum Árnastofnun tvö fágæt vögguprent að gjöf, en svo nefnast bækur prentaðar fyrir árið 1500, og eitt handrit. Hand- ritið er frá miðri 15. öld en bækurnar eru frá síðari hluta fimmtándu aldar. Margaret Cormack er tíður gestur á Íslandi og er við rannsóknir á Árna- stofnun um þessar mundir en hún leggur stund á rannsóknir á íslenskum dýrlingum. „Ég hef komið nær árlega til Íslands síðan ég kom hingað fyrst árið 1978. Ég hafði mikinn hug á að læra forníslensku, hafði stundað nám í málvísindum og langaði til að bæta kunnáttu og skilning með því að dvelja á Íslandi,“ segir Margaret á afar góðri íslensku. „Ég var eitt sumar í sveit og fór svo í íslensku í Háskóla Íslands veturinn á eftir. Sumardvölin var á Vorsabæ á Skeiðum hjá þeim Jóni Eiríkssyni og Emelíu Kristbjörns- dóttur og hjá þeim lærði ég að tala nútímaíslensku. Ég smitaðist líka af Íslandi sem er voðalegur sjúk dómur og hef komið margoft aftur síðan. Og alltaf fer ég í heimsókn á Vorsabæ.“ Margaret hefur dvalið í lengri og skemmri tíma á Íslandi á þessu langa tímabili og doktorsritgerð hennar í miðaldafræðum fjallar um dýrlinga á Íslandi frá kristnitöku og fram til ársins 1400. „Ég heillaðist af við- fangsefninu af ýmsum ástæðum. Það er forvitnilegt að rannsaka dýrlinga af ýmsum ástæðum. Átrúnaður á þá og dýrlingasögur skýra til að mynda hugsanagang fólks á þeim tíma, dýr- lingasögur skýra vel hvað er mikil- vægur þáttur í lífi fólks. Tengslin við útlönd sjást líka glöggt í gegnum dýrlinga, sögur þeirra berast á milli landa,“ segir Margaret sem vinnur að gagnagrunni um íslenska dýrlinga sem verður aðgengilegur á netinu. Handritið og bækurnar sem hún gaf Árnastofnun voru í eigu föður henn- ar sem safnaði forngripum. „Hann safnaði ýmsu, meðal annars göml- um bókum sem hann leit á sem fjár- festingu. Þegar hann varð gamall seldi hann sumar af þessum bókum en þó ekki þessar. Þær lét hann mig fá þegar hann vissi að hann ætti ekki langt eftir. Ég vissi svo að með því að gefa Árnastofnun ritin yrðu þau á góðum stað, svona bækur þarf og á að geyma við réttar aðstæður og þær eru hér.“ Margaret segir planið að vera á Íslandi fram í mars og koma svo aftur á árinu. „Mín heitasta ósk er að setj- ast hér að þegar ég kemst á eftirlaun,“ segir hún að lokum. sigridur@frettabladid.is DOKTOR MARGARET CORMACK: FÆRÐI ÁRNASTOFNUN FÁGÆT VÖGGUPRENT Smitaðist af Íslandi sumarið 78 MARGARET CORMACK Kom fyrst til Íslands fyrir 34 árum og hefur komið á hverju ári síðan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fjallað verður um helstu ástæður ófrjósemi af völdum endómetríósu og velt upp mögulegum meðferðum og óhefðbundnum leiðum í fyrirlestri sem haldinn verð- ur á aðalfundi Samtaka kvenna með endómetríósu sem verður haldinn laugardaginn 18. febrúar. Fyrir- lesturinn flytur Berglind Ósk Birgisdóttir, hjúkrunar- fræðingur. Endómetríósa eða legslímuflakk er krónískur sjúk- dómur sem talið er að um 5 prósent kvenna þjáist af. Helstu einkenni eru slæmir túrverkir, verkir við sam- farir, verkir við þvaglát, meltingartruflanir og verkir samfara hægðum, síþreyta og fleira. Talið er að þriðj- ung af ófrjósemi og vanfrjósemi kvenna megi rekja til endómetríósu. Aðalfundurinn hefst klukkan eitt og stendur til þrjú. Hann er haldinn á Landspítalanum við Hringbraut og skal ganga inn um aðaldyr kvennadeildar á fyrstu hæð og síðan til hægri. Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf, auk þess sem ný lög samtakanna verða lögð fyrir fund- inn. Einnig verða rædd helstu verkefni sem eru á döfinni hjá samtökunum á árinu og loks almennar umræður. Ófrjósemi af völdum endómetríósu Okkar elskulega móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Hálfdanardóttir Miðtúni 8, Höfn í Hornafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands þriðjudaginn 14. febrúar. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 18. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Guðrúnar er góðfúslega bent á að láta Heilbrigðisstofnun Suðausturlands og Bergmál, líknar- og vinafélag njóta þess. Símanúmer Bergmáls er 587 5566 og 845 3313. Guðný Svavarsdóttir Ingvar Þórðarson Haukur H. Þorvaldsson Vigfús Svavarsson Sigurlaug Hauksdóttir Snæfríður H. Svavarsdóttir Stefán Stefánsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, Bryndís Karlsdóttir Þrastarási 14, Hafnarfirði, lést að heimili sínu þann 31. janúar sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Reynir Albertsson börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.