Fréttablaðið - 23.04.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 23.04.2012, Blaðsíða 48
23. apríl 2012 MÁNUDAGUR24 sport@frettabladid.is Rekstrarvörur - vinna með þér HK getur sópað deildarmeisturum Hauka í sumarfrí þegar liðin mætast þriðja sinni að Ásvöllum í kvöld. HK leiðir einvígið 2-0 og dugar einn sigur til þess að komast í úrslitin. Kvennalið Fram getur einnig sópað Eyjastúlkum í frí í kvöld enda sama staða í því einvígi. Karlaleikurinn hefst klukkan 19.30 en kvennaleikurinn klukkan 18.00. N1-deild karla: FH-Akureyri 22-17 FH - Mörk (skot): Ari Magnús Þorgeirsson 5 (6), Hjalti Þór Pálmason 5/1 (11/1), Andri Berg Haraldsson 3 (7), Örn Ingi Bjarkason 3 (7), Ólafur Gústafsson 2 (3), Ragnar Jóhannsson 2 (5), Atli Rúnar Steinþórsson 1 (1), Þorkell Magnússon 1 (3), Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 13/1 (30/1, 43%), Hraðaupphlaup: 2 (Ari Magnús 2 ) Fiskuð víti: 1 ( Baldvin ) Utan vallar: 16 mínútur. Akureyri - Mörk (skot): Hörður Fannar Sigþórsson 4 (5), Guðmundur H. Helgason 4 (9), Geir Guðmundsson 4 (9), Bjarni Fritzsson 2 (4/1), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Heimir Örn Árnason 1 (3), Oddur Gretarsson 1 (6/1), Bergvin Þór Gíslason (1), Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 17 (38/1, 45%), Stefán Guðnason (1, 0%), Hraðaupphlaup: 2 ( Bjarni 2 ) Fiskuð víti: 2 ( Geir, Bjarni ) Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, mjög góðir. N1-deild kvenna: Stjarnan-Valur 18-26 Stjarnan - Mörk (skot): Sólveig Lára Kjærnested 6 (7), Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4 (9), Helena Rut Örvarsdóttir 2 (3), Hildur Harðardóttir 2 (3), Jóna Margrét Ragnarsdóttir 2/1 (7/1), Kristín Ósk Sævarsdóttir 1 (1), Rut Steinsen 1 (8), Arna Dýr- fjörð (1), Esther Viktoría Ragnarsdóttir (1), Varin skot: Helga Dóra Magnúsdóttir 15/1 (39/3, 38%), Kristín Ósk Sævarsdóttir 1 (3, 33%), Hraðaupphlaup: 4 (Sólveig Lára 3, Helena) Fiskuð víti: 1 ( Hanna Guðrún ) Utan vallar: 4 mínútur. Valur - Mörk (skot): Þorgerður Anna Atladóttir 7 (14), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 5 (8/1), Ragn- hildur Rósa Guðmundsdóttir 3 (5), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (5), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3/2 (9/2), Dagný Skúladóttir 2 (4), Hildur Marín Andrésdóttir 1 (1), Karólína Bærhenz Lárudóttir 1 (1), Kristín Guðmundsdóttir 1 (4), Aðalheiður Hreinsdóttir (1), Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 9 (22/1, 41%), Sunneva Einarsdóttir 3 (8, 38%), Hraðaupphlaup: 5 (Þorgerður, Hrafnhildur 2, Dagný, Karólína Bærhenz ) Fiskuð víti: 3 ( Ragnhildur, Anna 2 ) Utan vallar: 0 mínútur. ÍBV-Fram 18-22 Mörk ÍBV: Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 7, Grigore Ggorgata 4, Mariana Trebojovic 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2, Ivana Mladenovic 1, Aníta Elíasdóttir 1. Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 9, Elísabet Gunnarsdóttir 5, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2, Anett Köbli 1, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1. Valur og Fram leiða einvígin 2-0 og geta tryggt sig inn í úrslitaeinvígin með sigri í næsta leik. NÆSTU LEIKIR: Í kvöld: Haukar-HK kl. 19.30 í N1 karla. Í kvöld: Fram-ÍBV kl. 18.00 í N1-kvenna. Þri. Valur-Stjarnan kl. 19.30 í N1-kvenna. Mið. Akureyri-FH kl. 19.00 í N1-karla Mið. HK-Haukar kl. 19.30 í N1-karla ef á þarf að halda. ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Úrslitarimma Grinda- víkur og Þórs frá Þorlákshöfn í Iceland Express-deild karla hefst í kvöld í Grindavík. Grindavík lagði Stjörnuna í undanúrslitum á meðan Þór ýtti KR úr vegi. Miðherji Grindavíkur, Sigurður Þorsteinsson, hefur vakið athygli fyrir sokkana sem hann skartar í úrslitakeppninni. Er um að ræða eldgamla fótboltasokka merkta Grindavík. „Óli Óla kom með þá hugmynd að við yrðum með þema í úrslita- keppninni og allir yrðu í uppháum sokkum. Ég átti enga slíka og mér var útvegað þessum frábæru, gömlu sokkum,“ sagði Sigurður hæstánægður með sokkana. „Ég mun klára úrslitakeppnina í þessum sokkum þó svo flestir séu hættir að taka þátt í þemanu. Svona sokkar færa manni gæfu. Þetta er fyrir allan peninginn. Það eiga allir að vera í svona sokkum.“ Grindavík tapaði báðum leikjum sínum gegn Þór í vetur og Sigurð- ur spáir jöfnu einvígi. - hbg Sigurður Þorsteinsson vekur athygli í fótboltasokkum: Sokkarnir færa mér gæfu SOKKARNIR GÓÐU Sigurður hefur vakið mikla athygli í þessum gömlu fótbolta- sokkum. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG HANDBOLTI Fyrri leikirnir í átta liða úrslitum Meistaradeildarin- anr fóru fram um helgina. Lið Alfreðs Gíslasonar, Kiel, átti ótrúlega endurkomu gegn Croatia Zagreb. Liðið lenti sjö mörkum undir í síðari hálfleik en kom til baka og landaði jafntefli, 31-31. Kiel stendur því vel að vígi fyrir síðari leikinn. Aron Pálm- arsson skoraði tvö mörk fyrir Kiel í leiknum. Lærisveinar Dags Sigurðs- sonar í Füchse Berlin eru aftur á móti nánast úr leik eftir ellefu marka tap, 34-23, gegn Ademar Leon á Spáni. Cimos Koper vann óvænt- an þriggja marka sigur, 26-23, á Atletico Madrid og svo vann Íslendingaliðið AG sigur á Barce- lona, 29-23, á föstudag. Seinni leikirnir fara fram um næstu helgi. - hbg Meistaradeildin í handbolta: Kiel komst í hann krappann ARON PÁLMARSSON Sneri til baka eftir meiðsli og stóð sig ágætlega. NORDIC PHOTOS/BONGARTS KÖRFUBOLTI Körfuknattleiksdeild ÍR er búin að ráða nýjan þjálfara en félagið samdi um helgina við Jón Arnar Ingvarsson. Jón Arnar skrifaði undir tveggja ára samn- ing við félagið. Jón Arnar er vel kunnugur í Breiðholtinu en hann tók við liðinu árið 2006 og gerði liðið að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili. Hann fór svo með liðið í und- anúrslit Iceland Express-deildar- innar árið eftir. - hbg ÍR ræður nýjan þjálfara: Jón Arnar aftur í Breiðholtið VELKOMINN Jón Arnar er hér boðinn velkominn í ÍR. MYND/ÍR HANDBOLTI FH er komið í 2-1 for- ystu í undanúrslitarimmu N1 deildarinnar eftir góðan fimm marka heimasigur, 22-17, á Akur- eyri í gærdag. Leikurinn var í járnum nánast allan tímann en FH-ingar bættu í undir lok leiks og sigldu að lokum nokkuð örugg- um fimm marka sigri í höfn. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og var sóknarleikur beggja liða nokkuð brösóttur. Akureyr- ingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleiknum en FH-ingar voru aldrei langt undan. FH-ingar bættu sóknarleik sinn undir lok fyrri hálfleiksins og leiddu þeir með einu marki, 10-9, þegar flaut- að var til leikhlés. FH-ingar byrjuðu seinni hálf- leikinn af krafti og skoruðu fyrstu tvö mörk hans. Akureyringar svöruðu með þremur mörkum og voru búnir að jafna leikinn þegar seinni hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður. FH-ingar gáfu í á næstu mín- útum og skoruðu hvert markið á fætur öðru. Akureyringar náðu ekki að svara góðum leikkafla FH-inga, þó að þeir hafi verið manni fleiri á löngum köflum í hálfleiknum. FH-ingar unnu svo að lokum nokkuð öruggan fimm marka sigur, 22-17. Sigurinn vannst á sterkum varnarleik og markvörslu heima- manna og skoruðu Akureyringar einungis sautján mörk í leiknum. Kristján Arason, þjálfari FH- inga, var ánægður með sína menn í leikslok og hrósaði hann varnar- leiknum í hástert. „Við vorum virkilega öflugir í vörninni í dag. Það er ekki oft sem maður heldur eins góðu liði og Akureyri í sautj- án mörkum í heilum leik. Sókn- arleikurinn var einnig ágætur á köflum hjá okkur,“ sagði Kristján. FH-ingar voru reknir út af í átján mínútur í leiknum en Akur- eyringum tókst aldrei að nýta sér þann liðsmun. Einnig var sókn- arleikur liðsins virkilega slak- ur og var Atli Hilmarsson, þjálf- ari Akureyrar, ósáttur með sína menn í sóknarleiknum. „Við vorum slakari í dag. Þetta er einn af okkar lélegustu leikj- um í langan tíma sóknarlega séð. Við nýttum liðsmuninn sem við vorum með virkilega illa í leikn- um og er ég verulega svekktur með sóknarleik okkar,“ sagði Atli í leikslok. Fjórði leikur liðanna verður spilaður á Akureyri á miðviku- daginn og geta FH-ingar tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri þar. Atli Hilmarsson vildi þó ekki leggja árar í bát og sagðist ennþá hafa trú á verkefninu fyrir hönd- um. „Það er ekkert annað í stöð- unni en að vinna á miðvikudag- inn. Við erum enn þá inni í þessu og þurfum við bara að klára leik- inn á miðvikudaginn og sjá svo til. Ég hef trú á mínum mönnum, við þurfum bara aðeins að bæta okkar leik á miðvikudaginn. Það er komin þreyta í bæði lið þannig að það verður fínt að fá smá tíma fram að næsta leik,“ bætti Atli við. - shf Einu skrefi frá úrslitunum FH getur tryggt sig inn í úrslitarimmu N1-deildar karla á miðvikudag er Íslands- meistararnir sækja Akureyri heim. FH vann mikinn baráttuslag liðanna í gær. Hafnfirðingar gáfu ekkert eftir þó svo þeir væru lengi vel manni færri. SEIGUR Hjalti Pálmason átti virkilega fínan leik fyrir FH í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÞETTA ER VONT Hörður Fannar Sigþórsson tekur hér hraustlega á FH-ingnum Erni Inga Bjarkasyni sem kveinkar sér undan varnarleiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.