Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						MIÐVIKUDAGUR  12. september 2012 13
unnið eftir fjárfestingaráætlun 
ríkisstjórnarinnar og verkefnin 
tilgreind fyrir afgreiðslu frum-
varpsins í kjölfar þess að áætlanir 
um arðgreiðslur til ríkissjóðs verða 
birtar. Auknar fjárfestingar munu 
styðja við viðsnúninginn í ríkisfjár-
málunum og stuðla enn frekar að 
minna atvinnuleysi. Ein af stóru 
tíðindunum í fjárlagafrumvarp-
inu eru að nú er í augsýn að heild-
arjöfnuður náist á ríkissjóði. Gert 
er ráð fyrir því að heildarjöfnuð-
ur ríkissjóðs verði neikvæður sem 
nemur einungis 0,1% af VLF ef 
óreglulegir liðir eru meðtaldir en 
að þeim frátöldum verði hann lítils 
háttar jákvæður. Ríkir almanna-
hagsmunir felast í því að ríkissjóð-
ur nái heildarjöfnuði. Með því tekst 
að stöðva skuldasöfnunina og skapa 
grundvöll fyrir því að jákvæður 
heildarjöfnuður nýtist til niður-
greiðslu skulda. Á eftir velferðar-
málum er vaxtakostnaður nú næst-
stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs. 
Lækkun á þeim útgjaldalið kemur 
öllum til góða. 
Fyrir ekki löngu síðan benti 
ég á í grein í þessu blaði að þrátt 
fyrir að mörgum hefði þótt ókleift 
fjall blasa við eftir hrun, miðaði 
vel í fjallgöngunni. Við ættum þó 
brekku eftir. Með fjárlagafrum-
varpi 2013 förum við síðasta spöl-
inn í átt að því marki að ríkissjóð-
ur standi undir öllum útgjöldum í 
fyrsta skipti frá hruni. Með hag-
vexti á næstu árum, tekjum af 
auðlindum og aðhaldssömum 
ríkis rekstri náum við að vinna á 
skuldafjallinu smátt og smátt.
Langtímahagsmunir í stað skammtímalausna. Almanna-
hagur í stað sérhagsmuna. Þessi 
hafa verið leiðarstef ríkisstjórnar 
Jóhönnu Sigurðardóttur. Þau eru 
líka hryggjarstykkið í fjórða fjár-
lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar 
sem kynnt var í gær. Í frumvarp-
inu felst sú mikilvæga ráðstöfun 
að auðlindir þjóðarinnar eru nýtt-
ar til þess að styrkja innviði sam-
félagsins.
Frumvarpið er jafnframt til 
marks um það að skynsöm ríkis-
fjármálastefna síðustu ára hefur 
skilað árangri. Nú þarf því ekki 
miklar skattbreytingar og aðhalds-
markmið eru hófleg.
Nauðsynlegt var að bregðast við 
þeirri alvarlegu stöðu sem Íslend-
ingar stóðu frammi fyrir í kjölfar 
bankahrunsins. Farið var í aðgerð-
ir með það að leiðarljósi að standa 
vörð um grunnstoðir velferðar-
kerfisins þrátt fyrir að tekjur rík-
issjóðs hefðu fallið umtalsvert og 
skuldir aukist. Því hefur skattkerf-
inu verið breytt þannig að fólk sem 
hefur meira milli handanna greiðir 
hlutfallslega meira í sameiginlega 
sjóði, en þeir sem hafa lægri tekjur.
Í óhjákvæmilegum niðurskurði 
hefur stefnan verið sú að hlífa vel-
ferðarmálum umfram aðra mála-
flokka. Rannsóknaraðilar hafa 
bent á að sérstaklega sé brýnt 
að huga að barnafjölskyldum í 
greiðsluvanda. Því er að finna í 
þessu frumvarpi þá fyrirætlan 
ríkisstjórnarinnar að grípa til sér-
stakra ráðstafana til stuðnings 
þessum hópi. 
Barnabætur verða hækkaðar 
verulega en barnabótakerfið er 
skilvirkt tæki til lífskjarajöfnun-
ar. Styrking þess mun bæta velferð 
barna hér á landi. 
Annað sem koma mun barna-
fjölskyldum til góða eru auknar 
greiðslur í fæðingarorlofi. Eftir 
bankahrunið varð að draga úr halla 
ríkissjóðs og aðgerðir í þá veru 
fólust m.a. í sparnaði í útgjöldum 
Fæðingarorlofssjóðs. Í samræmi 
við stefnu ríkisstjórnarinnar er 
nú unnið að áætlun um að byggja 
aftur upp fæðingarorlofskerfið og 
til lengri tíma að lengja orlofið í 12 
mánuði. 
Efling húsnæðisbótakerfis mun 
einnig koma barnafjölskyldum, 
sem sumar hverjar hafa glímt við 
greiðsluvanda, til góða. 
Á öll þessi atriði er lögð sérstök 
áhersla í fjárlagafrumvarpi fyrir 
árið 2013.
Einnig stendur til að leggja fram 
frumvarp til laga um lífeyristrygg-
ingar almannatrygginga fyrir 
afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins, 
sem stuðlar að því að kerfið verði 
einfaldað með fækkun bótaflokka, 
einfaldari reglum um útreikninga 
bóta og auknu jafnræði og aðgengi. 
Tekjuaukning ríkissjóðs af gjöld-
um sem lögð eru á þá sem nýta auð-
lindir landsins kemur til með að 
skila sér strax á næsta ári og verð-
ur m.a. nýtt til þeirra velferðar-
mála sem ég nefndi að ofan. 
Fleiri framfaramál er að finna í 
fjárlagafrumvarpinu. Þannig renna 
tæpir fimm milljarðar af veiði-
leyfagjaldinu til samgöngubóta, 
til tækni- og rannsóknasjóða og til 
byggðamála. Á árinu 2013 verður 
Almannahagur til lengri tíma
Fjárlög
Oddný G. 
Harðardóttir
fjármála- og 
efnahagsráðherra
Farið var í að-
gerðir með það 
að leiðarljósi að standa 
vörð um grunnstoðir vel-
ferðarkerfisins.
Heildarjöfnuður ríkissjóðs 2009-2013
30
0
-30
-60
-90
-120
-150
2009 2010 2011 2012 2013
? Heildarjöfnuður með óregl. liðum
? Heildarjöfnuður án óregl. liða
-139,3
-109,2
-123,3
-59,2
-89,4
-37,0
-25,8
-2,8
-10,0
4,3
Í Kjós
Í sveitasetrinu við Laxá í Kjós 
er stór og vandaður veislu-
salur sem tekur um 80 
manns í sæti og með gistingu 
fyrir allt að 40 manns. Aðeins 
25 mín. frá Reykjavík. 
Í Borgarfirði
Í sveitasetrinu við Grímsá er 
glæsilegur salur sem tekur 
allt að 70 manns í sæti og 
gisting fyrir allt að 36 manns. 
Í húsinu er gufubað og heitur 
pottur svo hægt er að slaka 
vel á eftir góðan dag. Aðeins 
50 mín. frá Reykjvaík.
www.hreggnasi.is
Nánari upplýsingar í 892-9263 eða julli@hreggnasi.is og 868 6008 eða bjossi@hreggnasi.is
HAUSTIÐ FRAMUNDAN
Fundir - móttökur - veislur
Því miður er það enn þá veru-leiki sumra íslenskra kvenna 
að heilbrigðisstarfsfólk telur þær 
ímyndunarveikar og jafnvel geð-
veikar. Konur með endómetríósu 
(legslímuflakk) stríða margar við 
óeðlilega mikinn sársauka en þar 
sem rangar hugmyndir hafa lengi 
verið ríkjandi um sjúkdóminn ? og 
þekkingu á sjúkdómnum innan heil-
brigðiskerfisins er reglulega ábóta-
vant ?  er oft lítið gert úr honum 
og konurnar oftar en ekki sendar 
heim án meðferðar. Þeim er sagt 
að verkir séu eðlilegur hluti af lífi 
konunnar, að þær hafi einfaldlega 
lágan sársaukaþröskuld eða að tíða-
verkir séu fyrst og fremst sálræn-
ir og þær ættu að leita til sálfræð-
ings eða geðlæknis. Margar ungar 
stúlkur og konur veigra sér við að 
leita hjálpar vegna þessa viðmóts.
Endómetríósa er krónískur, sárs-
aukafullur sjúkdómur sem leggst á 
um 5-10% kvenna. Hann einkennist 
meðal annars af miklum sársauka 
við blæðingar, sársauka við egglos, 
verkjum í kviðarholi á milli blæð-
inga, verkjum við samfarir, þvaglát 
og hægðalosun, erfiðleikum við að 
verða barnshafandi og ófrjósemi, 
erfiðleikum á meðgöngu og við 
fæðingu. Endómetríósa er mjög 
einstaklingsbundinn sjúkdómur 
þar sem alvarleiki einkenna er ekki 
endilega vísbending um útbreiðslu 
sjúkdómsins. Á tuttugu ára tíma-
bili greindust um 1.400 konur með 
sjúkdóminn á Íslandi, meirihluti 
þeirra með frekar alvarlegt sjúk-
dómsástand. Þegar litið er til þess 
að sjúkdómurinn er ekki auðveldur 
í greiningu, er lítt þekktur og upp-
lýsingar um hann takmarkaðar, má 
gera ráð fyrir að mun fleiri konur 
hafi átt í vanda vegna sjúkdómsins 
hér á landi á sama tíma. 
Samtök um endómetríósu eru 
sannfærð um að langur greiningar-
tími sjúkdómsins leiði af sér gríð-
arlegan kostnað samfélagsins sem 
hægt væri að komast hjá. Evrópsk 
könnun frá árinu 2005 leiddi í ljós 
að 65% kvenna með endómetríósu 
fengu ranga sjúkdómsgreiningu 
í upphafi, meðalgreiningartími 
var 8,3 ár og að 78% kvennanna 
höfðu misst að meðaltali 5,3 daga 
úr vinnu í hverjum mánuði vegna 
sjúkdómsins. Önnur rannsókn 
frá Svíþjóð leiddi í ljós að konur 
með endómetríósu voru þriðjungi 
líklegri til að eignast fyrirbura, 
11,9% þurftu aðstoð til að verða 
barnshafandi og konur með sjúk-
dóminn voru líklegri til að fá með-
göngueitrun en aðrar. 
Krónískir verkir og vanlíðan 
geta leitt til þunglyndis, einangr-
unar, kvíða og annarra einkenna 
sem geta haft veruleg áhrif á fjöl-
skyldu, vini og samstarfsaðila. 
Áðurnefnd könnun frá árinu 2005 
sýndi að 72% kvenna töldu sjúk-
dóminn hafa áhrif á samband sitt 
við maka og börn og fjöldi kvenna 
þurfti að hætta að vinna, eða var 
sagt upp störfum, þar sem sjúk-
dómurinn hafði veruleg áhrif á 
vinnugetu þeirra. 
Því lengur sem sjúkdómur-
inn fær að þróast óáreittur, þeim 
mun meiri hætta er á varanlegum 
skemmdum á líffærum, ófrjósemi, 
líkamlegri, andlegri og félagslegri 
vanlíðan og stórauknum kostnaði 
vegna viðameiri aðgerða og tækni-
frjóvgana. 
Á nýsettu Alþingi verður lögð 
fram þingsályktunartillaga um 
endómetríósu þar sem Alþingi felur 
ráðherra að beita sér fyrir fræðslu 
um sjúkdóminn og skoða mögu-
leika á stofnun göngudeildar fyrir 
konur með endómetríósu. Mikil-
vægt er að skoða möguleika á að 
safna sérþekkingu á einn stað hér 
á landi þangað sem heilbrigðis- og 
menntakerfið getur vísað konum og 
tryggt þannig bestu mögulegu með-
ferð við sjúkdómnum.
Samtök um endómetríósu voru 
stofnuð árið 2006 og hafa það helst 
að markmiði að veita konum með 
endómetríósu stuðning og fræða 
heilbrigðisstarfsfólk um sjúkdóm-
inn. Heimasíða samtakanna er 
endo.is.
Vill einhver trúa mér?
Heilbrigðismál
Björk 
Felixdóttir
gjaldkeri Samtaka um 
endómetríósu

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48