Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 66
29. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| MENNING | 46 MYNDLIST ★★★ ★★ Hugleikir og fingraflakk Stiklur úr starfsævi Ragnheiðar Jónsdóttur Sýningarstjóri: Eiríkur Þorláksson KJARVALSSTAÐIR Sýningin Hugleikir og fingraflakk – Stiklur úr starfsævi Ragnheið- ar Jónsdóttur er tvískipt. Í öðrum helmingi salarins eru frjálslegar óhlutbundnar teikningar listakon- unnar en í hinum er hin agaða og frásagnarlega grafík. Þessi tví- skipting er líka mjög skýr á ferli Ragnheiðar, enda hætti hún um 1990 að vinna í grafík, og sneri sér að þessum stórum teikningum og hefur einkum unnið að þeim síðan. Það sem vekur athygli við skoð- un sýningarinnar er að þessi umskipti listamannsins frá grafík yfir í teikningu virðast ekki hafa snúist eingöngu um miðilinn, held- ur er hér um að ræða skref sem listamaðurinn tekur úr helsi yfir í frelsi, ef svo má að orði komast. Til að undirstrika þetta segir Ragnheiður þegar hún er spurð um það í sýningarskrá hvort hún myndi þrykkja myndir í sömu stærð og teikningarnar, ef hún gæti það. „Svarið var skýrt: Nei, það myndi ég aldrei gera. Mér finnst ég alltaf vera í fríi þegar ég teikna. En aftur á móti í þrælabúðum þegar ég vinn í grafík.“ Á grafíktímabilinu hefur Ragn- heiður verið kröfuhörð á sjálfa sig, bæði tæknilega og hugmyndalega. Hún er afar flinkur grafíklista- maður, en vann verk sín samhliða því að reka stórt heimili og ala upp hóp af börnum. Þessi hversdags- leiki fær að birtast í verkunum sjálfum og þannig er það ekki bara tæknin sem er krefjandi heldur umfjöllunarefnin líka. Verkin eru full af vangaveltum, heilabrotum, samfélags- og sjálfsskoðun. Tákn- myndir eins og rimlar, bækur, blóm og kjólar standa fyrir þau ýmsu hugðarefni sem listamaður- inn tókst á við í sínu daglega lífi og varð vitni að í umhverfi sínu. Þarna má nefna kvenfrelsishreyfinguna í samfélaginu sem Ragnheiður túlk- ar í verkum sínum meðal annars. Í teikningunum er það á hinn bóginn hin sjálfsprottna óhlut- bundna sköpun sem ræður ríkjum, yfir henni ríkir frjáls andi, verkin eru óbundin af meiningum, hrein list fyrir skynfærin. Þegar litið er yfir salinn þá er það strax áberandi hvað sýningin hefur svart-hvítt yfirbragð, sem er auðvitað ekki skrítið. Verkin eru nær öll í svart-hvítu, rétt eins og veggirnir í salnum og loftið. Það sem brýtur upp grátónana er gult parketið og svo blátt málverk Ragnheiðar, Vetur, frá árinu 2000, í einu horni sýningarinnar. Þetta eina verk í lit gerir heilmikið fyrir heildina, en að ósekju hefði mátt brjóta sýninguna svona upp á fleiri stöðum. Áhrifamestu teikningar Ragn- heiðar eru Húmtjöld II–III frá árinu 1996. Það eru verk sem búa yfir dulúð og spennu, en þarna er listrænn þroski Ragnheiðar hugs- anlega að ná nýjum hæðum. Af grafíkverkunum er flottur veggur með bókamyndunum sex frá 1981, Saga. Textinn sem fylgir með er einnig kómísk lesning þar sem Ragnheiður líkir bókum við konur. Víða í grafíkhlutanum eru beinar og óbeinar vísanir í heim kvenna, líkama þeirra og veruleika, og þar er nóg að tala um hinar mjög svo fallegu blómamyndir og svo myndaröðina með kjólunum. Í vel- þekktum grafíkmyndum hennar af konum með kökur á höfðinu, er það svo aftur hæfileiki Ragnheiðar til að grípa á lofti hugmynd úr hvers- deginum og myndgera á gaman- saman hátt, sem nýtur sín vel. Þóroddur Bjarnason NIÐURSTAÐA: Sýning á verkum hæfileikaríkrar listakonu, með tvískiptan feril. Verkin standa flest vel fyrir sínu, en sýningin bætir engu nýju við. Í teikningunum er það á hinn bóginn hin sjálfsprottna óhlut- bundna sköpun sem ræður ríkjum, yfir henni ríkir frjáls andi, verkin eru óbundin af mein- ingum, hrein list fyrir skynfærin. Helsi og frelsi FINGRAFLAKKIÐ HUGLEIKIÐ Verk Ragnheiðar eru full af vangaveltum, heilabrotum, samfélags- og sjálfsskoðun, segir í dómi gagnrýnanda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Suðurgata 41 · 101 Reykjavík · sími 530 2200 · www.thjodminjasafn.is Opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11-17 Aðventan í þjóðminjasafni Íslands Jólasýningin Sérkenni sveinanna á Torginu Fjölskylduskemmtun 9. desember kl. 14 Munið jólaratleikinn: Hvar er jólakötturinn? Komdu og hittu jólasveinana 12.- 24. desember kl. 11.00 Jóladagskrá Þjóðminjasafnsins hefst 1. desember – ókeypis aðgangur Á R N A S Y N IR util if. is LEKI GÖNGUSTAFIR 9.990 kr. TRAUSTIR OG VANDAÐIR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.