Prentarinn - 01.03.1995, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.03.1995, Blaðsíða 4
Goðsagnir um prentara Drykkfelldir og músíkalskir Ingólfur Margeirsson rithöfundur Ég hef kynnst prenturum sem blaðamaöur og rithöfundur. Niðurstaða mín er að goð- sögnin er rétt - en hún er líka röng. Pað vakti reyndar fljótt furðu mína, hve auðvelt það virtist fyrir prentara að hand- leika hljóðfæri. Margir þeirra eru reyndar landsþekktir mús- íkantar og söngvarar. Margir prentarar voru einnig gleði- menn en ugglaust hefur það breyst í gegnum tíðina eins og hjá mörgum öðrum starfs- stéttum, til að mynda blaða- mönnum og rithöfundum. Pegar ég fór að kynnast starfi prentara betur, jókst skilning- ur minn á því hvers vegna goðsögnin um tónlistina er svo sterk; efgoðsögn skyldi kalla þvístaðreyndin er ein- faldlega sú, að prentarar eru óvenju tónnæmir menn, hvort sem þeir leika á hljóðfæri eða ekki. Prentarastarfið er nefnilega list- grein. Og prentarar eru þar af leiðandi lista- menn. Það þarf glöggt lista- mannsauga að brjóta um fallega blað- síðu í blaði eða bók, ekki síst ef útlitsteiknarinn hefur ekki unnið heimavinnuna sem skyldi. Oftar en einu sinni hef ég horft á hagleiksmenn í prentarastétt bjarga slæmri útlitsteikningu með einföldum lausnum. Það er engin tilviljun að fjölmargir prentarar fást við listmálun og teikningu í tómstundum sínum og margir hafa náð langt á þeirri braut. Goðsagnirnar eru fleiri; prentarar eru ófor- betranlegir kommar, harðsnúnustu verkfalls- menn og kröfugerðarmenn á þessari jörð og þeir hafa lesið allt sem skiptir máli og hefur verið gefið út á íslenskri tungu. Ekki fleiri orð um það. Ég kynntist prenturum áður en tölvurnar yf- irtóku prentiðnaðinn. Ég hafði lítil kynni af blý- inu nema tilsýndar en tók þeim mun meiri þátt í offsetinu þegar sú tækni leysti blýið af hólmi. Ég var svo heppinn að fá að kynnast ólgandi iðu Blaðaprents, þar sem fjölmörg dagblöð voru unnin og prentuð undir sama þaki í Síðu- múlanum. Líkt og allir listamenn, voru prentar- arnir mismiklir snillingar. Sumir brutu um síð- urnar af slíkum hraða og öryggi að unun var á að horfa, aðrir fóru sér hægar og áttu erfiðar að beita hnífnum í þessum endalausa dúkkulísu- leik og að láta fyrirsagnir, myndatexta og meg- inmál hanga saman í listrænni heild. Það kom síðan í hlut blaðamanna á vakt að dæma full- unnið listaverkið. Athugasemdum var stund- um tekið með brosi á vör af prenturum meðan aðrir hrifsuðu síðurnar til sín súrir á svip yfir smámunalegum athugasemdum blaða- snápanna. Prentarar eru eins og aðrir lista- menn; mishörundsárir fyrir gagnrýni. Sam- skipti blaðamanna og prentara voru oft há- vaðasöm, sérstaklega þegar klukkan tók að tifa að prentunartíma. A þessum árum heyrði ég fyrst að prentur- um væri skipt niður í tvo gæðaflokka; þá sem unnu á blöðunum og hina sem unnu í bóka- gerð. Þeir sem unnu í bókagerðinni áttu að vera mun meiri hagleiksmenn en hinir fyrri. Eins og 4 PREHTARim 1/95

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.