Prentarinn - 01.10.1999, Blaðsíða 8

Prentarinn - 01.10.1999, Blaðsíða 8
Fimm skref t heilsu Það verður ekki tryggt eftir á þeg- ar kemur að heilsunni. Því hvetj- um við félagsmenn til að hugsa vel um heilsuna og nýta sér þá aðstoð sem félagið veitir í for- vörnum og leggja sitt af mörkum til að forðast heilsubrest eins og hægt er. Þab þarf ekki mikib til Með því að hugsa vel um hjarta þitt getur þú minnkað líkumar á því að fá hjarta- og æðasjúkdóma. Það þarf ekki mikið tii þess af þinni hálfu. Fyrst og fremst er það viljinn. Sumum staðreyndum verður ekki breytt. Annað hvort er maður karl eða kona og í sumum fjölskyldum er ættarsaga um hjartasjúkdóma. Hafi náskyldur ættingi fengið hjartasjúkdóm eða slag fyrir 65 ára aldur er hættan á þessum sjúkdómum meiri en ella. Algengara er að karlmenn fái hjartaáföll og fyrr á ævinni en konur. Líkurnar á hjartasjúkdóm- um fara vaxandi eftir aldri ein- staklinga. Samt sem áður er hægt að gera margt til þess að stuðla að betri heilsu. Þetta snýst fyrst og fremst um reykingavenjur, matar- æði, blóðþrýsting, tímann sem þú eyðir í líkamsrækt og streituna í daglegu lífi. Taktu skrefin fimm til heilsu- samlegri framtíðar. hætta þín á þessum sjúkdómum álíka lítil og hjá þeim sem aldrei hafa reykt. Þess vegna er aldrei of seint að hætta að reykja, sama hve lengi þú hefur reykt eða hversu oft þú hefur reynt að hætta. Þú getur vel bæst í þann hóp þúsunda íslend- inga sem hafa hætt að reykja. Byrjaðu strax að undirbúa það. Hér eru fáein ráð til þeirra sem vilja hætta: • Leitaðu ráða hjá heimilis- lækni. • Legðu stund á lfkamsrækt - meiri hreyfingu. • Leitaðu eftir stuðningi hjá vinum og skyldmennum. • Talaðu við fólk sem hefur hætt. • Reyndu að taka upp einhvers konar handavinnu. Mundu að einu mistökin sem þú getur gert eru þau að hætta að reyna að hætta. 2. Borðaðu hollan mat Neysla á hollum mat stuðlar að betri heilsu. Hún stuðlar að meiri vellíðan og leggur sitt af mörkum við að minnka hættu á hjartasjúk- dómum og slagi. Hér eru fáein ráð sem koma að gagni: mjög salt. • Reyndu að halda kjörþyngd með því að hreyfa þig vel og borða hollan mat. Borðaðu vel og láttu þér líða vel. Hafðu samband við heimilis- lækni þinn ef þú vilt láta mæla kólester- ólið í blóði þínu. 3. Fylgstu með blóðþrýstingi þínum Ef til vill finnst þér þú líta vel út og vera við góða heilsu og þess vegna fráleitt að þú hafir háan blóðþrýsting. En þar skjátlast þér. Þú gætir verið með of háan blóðþrýst- ing án þess að vita það, þar sem hann hefur engin augljós einkenni. Láttu ekki villa um fyrir þér. Fólk sem er örgeðja gæti verið með eðlilegan blóðþrýst- ing. Rólegt fólk getur verið með of háan blóðþrýsting. 1. Vertu laus við reykinn Geturðu ekki hætt að reykja? Hefur það ekki tekist þótt þú hafir reynt? Það er ekki víst að það sé auðvelt fyrir þig að hætta en það mælir fremur með því að þú hætt- ir en að þú haldir áfram. Það kann að vera að mörgum finnist það ró- andi að reykja en nikótínið í síga- rettureyknum eykur hjart- sláttinn. Og það er stað- reynd að reykingar eru hættulegar heilsu þess sem reykir og líka þeirra sem eru næstir honum. Við það að hætta að reykja minnkar þú mjög líkurnar á því að fá hjartasjúk- dóm. Og eftir fáein reyklaus ár verður • Neyttu fjölbreyttrar fæðu. Einsettu þér að koma með eina nýja fæðutegund úr mat- vörubúðinni í hverri viku. • Legðu áherslu á kornvörur, brauð, grænmeti og ávexti. Láttu þessa fæðu taka um þrjá fjórðu af diski þínum við hverja máltíð. Fáirðu þér eitt- hvað á milli mála, reyndu þá að hafa það ávexti eða græn- meti. • Veldu fituminni mjólkurvörur, magurt kjöt og fæðu sem inniheldur litla eða enga fitu. Neyttu léttmjólkur og fitulít- illar kotasælu. Veldu þér sömuleiðis fituminni jógúrt og osta. Reyndu að neyta kjöts, fisks eða kjúklinga í minni skömmtum. Reyndu að stilla notkun smjörs, smjörlík- is eða olíu í hóf við matar- gerðina. • Neyttu salts, áfengis og kaffis í hófi. Tilbúið fæði er oft 8 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.