Prentarinn - 01.03.2001, Blaðsíða 10

Prentarinn - 01.03.2001, Blaðsíða 10
Fáar starfsgreinar hafa lent í jafnmiklum tœknirússíbana og prentlistin. A örfáum árum Itefur Itandverkið horf- ið fyrir vélmennskum tölvum og tœkniframfórum sem enn sér ekki fyrir endann á. í vaxandi samkeppni Itafa verðskrár prentsmiðjanna Itrapað og sífellt fœrri inn- rita sig til náms í greininni. Til að lifa af ógnarltraða prentverksins purfa bæði at- vinnurekendur og fagfólk að halda á spöðunutn til að verða ekki útundan. Þegar prentsmiðjur kattpa nýjasta tölvubúnaðinn, stafrænu prentvélina eða forritið getur morgundagurinn gert þær fjárfestingar að engu þegar enn nýrri og dýrari bánaður lítur dagsins Ijós. Á hinn bóginn þarf fagfólkið að kosta bæði fjármunum og tíma til að bregðast við sí- fellt flóknari upplýsingum og mæta þeim kröfum sent vinnumarkaðurinn gerir eftir þær breytingar setit hin aldna bókagerð Itefur fengið í flasið á síðustu misserum. Prentarinn fékk fimm ein- staklinga tir prentstéttinni til að setjast á rökstóla utn lífsviðurværi sitt. ÓIi: Mér er efst í huga hvað prentverkið hér á Islandi er á miklum tímamótum, bæði hvað varðar tækni og ekki síður vegna offjárfestinga í prentvélum. Það kaupæði gæti dregið dilk á eftir sér. Þórleifur: Eg er alveg sam- mála. Gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað síðustu fimm árin og það eru komin ný andlit á mark- aðinn, jafnvel aðilar sem mann hefði ekki órað fyrir að færu út í þennan bransa. Oli: Það finnst mér í sjálfu sér eðlileg þróun en það flokkast ekki undir þróun þegar menn kaupa unnvörpum hefðbundnar prent- vélar í 50x70 stærðinni. Á síðasta ári voru keyptar til landsins sex eða sjö prentvélar á markað sem var nær mettur fyrir. Það skilar sér ekki einungis í offramboði á prenti heldur minnkar vinnuhlut- fallið hjá prenturunum að sama skapi. Áður gátu menn unnið til sex eða sjö á kvöldin, en nú er öll vinna búin klukkan fjögur. Kristín: Mér finnst nú bara já- kvæð þróun þegar menn fara að hafa meiri tíma fyrir sjálfa sig, fjölskylduna og áhugamálin. Óli: Já, já. I sjálfu sér er það ágætis þróun en þá verða launa- kjörin líka að fylgja með. 10 ■ PRENTARINN Þórleifur: Þessi þróun mála skapar mikinn óróleika á mark- aðnum og svo þessi gríðarlegi hraði sem allt er að drepa í dag. Menn eru farnir að heimta að til- boð í stór og mikil prentverk séu afgreidd á tveimur klukkutímum. Hvaða vit haldið þið að sé í slík- um vinnubrögðum? Óli: Ekkert vit, því að reikna út prentverk er mikið og flókið ferli. Enda, hvaða sanngimi er í því að prentsmiðjumar séu alltaf krafðar um nákvæm tilboð þegar auglýs- ingastofurnar gera ekki slfkt hið sama? Ágústa: Auglýsingastofurnar gera nú alltaf einhverjar kostnað- aráætlanir, en það þarf ekki að segja mér annað en að það séu ákveðnir fyrirvarar á tveggja tíma hraðsoðnu tilboði í prentun? Þórleifur: Það er sjaldnast um einhverja fyrirvara að ræða en gefur þó auðvitað augaleið að standist verkið engan veginn sendum við bakreikning beint til föðurhúsanna. Oli: I seinni tíð hafa vinnu- brögð flestra auglýsingastofa batnað og þær eru mikið til hættar að grípa okkur í bólinu. Stóru auglýsingastofurnar vita orðið að það er miklu betra að skila verk- unum klárum og hafa uppgötvað að þær þurfa á prentsmiðjunum að halda alveg eins og við þurfum á þeim að halda. Það er svo mun erfiðara að eiga við litlu stofurnar og einyrkjana sem hafa ekki þann vélbúnað sem þarf til að ganga al- mennilega frá verkefnum til send- ingar í prentsmiðjur. Þórleifur: Þetta hefur allt batn- að eftir að PDF-skrámar komu til sögunnar. Nú senda stofurnar verkin, myndir og texta, sem PDF-skjal sem ekki er séns að breyta. Maður getur samt ekki annað en velt því fyrir sér þegar verk kemur með djöfulgangi frá auglýsingastofunum og á að vera tilbúið prentað, fjórbrotið í harm- óníku og með límmiða utan á, hversu lengi það er búið að liggja inni á stofunni. Eg botna enn ekki í slíkum vinnubrögðum en veit að þeim verður erfitt að breyta héðan af þar sem við emm sjálf búin að venja stofurnar á þennan spena. Svona hraði viðgengst hins vegar ekki í nágrannalöndunum. Óli: Það er rétt. f Þýskalandi og Noregi er ekki tekið við verk- um nema með minnst viku fyrir- vara og komi þau ekki á réttum tíma fara þau einfaldlega aftast í röðina. Það er alveg nauðsynlegt að konta þessu á hér á íslandi en gæti orðið erfitt sökum óvæginnar samkeppni um verkefnin.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.