Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 9

Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 9
inn komazt. Salazar lætur myrða þúsund- ir í Angóla, franskir hershöfðingjar gerðu uppreisn í Alsír, Shyngman Rhee kúgaði landa sína og Menderez heitinn beitti lyg- um og fölsunum svo einhver dæmi séu nefnd. En allt þeirra brambolt og öll þeirra ódæðisverk eru þó réttlætanlegt. Þeir voru að berjast gegn kommúnismanum. Þeir voru að verja frelsi og lýðræði. Hvað er annars vestrænt frelsi og lýðræði? NATO er að verja þetta. Vildu menn nú ekki setja þetta upp í dæmi, telja upp aðildar- ríki NATO, finna samnefnarann og út- komuna. En barátta í þessum anda gest misjafn- lega vei og stundum snúast vopnin. Earátt- an gegn kommúnismanum verður stundum hjálp hans, því enda þótt purrkunarlaust sé reynt að sefja fólkið, rugla það og sljógva og fá það til þess að taka afstöðu eftir óskýrðum hugtökum, þá verða þó alltaf einhverjir til þess að hugsa sjálf- stætt — taka upp þennan leiða sið, sem hindrað hefur svo margar ráðagerðir vald- streitumannanna. Er nokkur furða, að þeir vilji afmá slíkan sið? Þessi formáli er orðinn nokkuð langur, en hann er fram settur til þess að vekja athygli á nokkrum staðreyndum og orsök- um þess, að við hernámsandstæðingar efn- um til mótmælagangna. Hér á landi hefur nefnilega gerzt flest það, sem að framan er lýst. Hernámsandstæðingar hafa lagt fram rök sín og mikill meirihluti þjóðar- innar fellst á þau og sjónarmið samtak- anna, en andstæðingar okkar beita misk- unnarlaust kommúnistagrýlunni og mis- nota blygðunarlaust hugtökin frelsi og lýðræði, sem þeir segja okkur vilja feigt en telja sjálfa sig hina miklu varnarmenn þessa. Og því miður verður að segja, að þeim hefur tekizt að sefja alltof marga, rugla menn í ríminu og draga athygli þeirra frá kjarna málsins. Það er af þess- um ástæðum, að hernámsandstæðingar efna til mótmælagangna. Við viljum vekja fóllcið til umhugsunar, fá það til þess að hugsa um málin niður í kjölinn og athuga, hver staða lands okkar er orðin. Við vilj- um fá fleiri og fleiri til þess að taka þátt í jákvœðum aðgerðum. Við viljum ekki að þjóðin sljógvist svo, að hún verði sam- dauna hernáminu, fljöti sofandi að feigðar- ósi og láti teyma sig í blindni. Það er mál að vakna. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn að vera vel á verði og ber þar margt til eins og vikið verður að hér á eftir og á öðrum stöðum í blaðinu. Mótmæla- göngurnar hafa borið nokkurn ávöxt. Þær hafa reynzt nægilega djörf framtakssemi, nægilega öflugur kröfu- og mótmælaflutn- ingur til þess að fjöldi fólks hefur rumskað og farið að hugsa um málin, hrist af sér slenið og látið vilja sinn í ljósi með þvi að vera með. Það hefur vissulega verið reynt að gera flest til þess að drepa hugsanleg áhrif mótmælagangnanna. Það hefur verið reynt að gera þær hlægilegar. Það liefur verið reynt að þegja þær í hel. Það hefur verið reynt að falsa frásagnir af þeim, ljúga til um fjölda göngu- og fundarmanna og bera göngumönnum á bi'ýn hverskyns ósóma. En allt hefur þetta komið fyi'ir ekki. Af sérstökum ástæöum: Fyrsta mótmælaganga hernámsandstæð- inga var farin árið 1960 og þá gengið frá herstöðinni á Miðnesheiði til Reykjavíkur. Ári síðar var farin önnur Keflavíkurganga. Að þessu sinni var gengið frá Hvalfirði til Reykjavíkur. Á fundi miðnefndar Sam- taka hernámsandstæðinga um miðjan júní s. 1. var rætt um enn eina mótmælagöngu og urðu menn fljótlega á eitt sáttir um það, að heppilegt væri að þessu sinni að ganga frá Hvalfirði. Til þes lágu margar ástæður og sú þó fyrst og fremst, að sam- tökin töldu nauðsynlegt að vekja athygli fólksins á þvi, að sú hætta væri yfirvofandi, að íslenzk stjórnarvöld hefðu í hyggju að afhenda Hvalfjörð fyrir kafbátastöð. Und- ir þetta renna ýmsar stoðir: Bandaríski flotinn hefur tekið við Keflavíkurflugvelli af landhernum og lóranstöð verið byggð á Snœ- fellsnesi í þeim yfirlýsta tilgangi að auðvelda kafbátum miðanir. Hemum hefur verið leyft að mœla upp og kortleggja allan Faxaflóa. Rcett er um auknar „varnir“ í stjórnarblöð- unum, jafnvel eldflaugar og vetnis- vopn á Islandi. 1 frumvarpi ríkis- stjórnarinnar um dlmannavarnir er rœtt um flotastöð í Hvdlfirði og svœðið umhverfis Hvdlfjörð talið vœntanlegt hœttusvœði. Á fundinum var ákveðið, að gangan skyldi hefjast í Hvítanesi við austanverð- an Hvalfjörð. Þaðan eru 60 kílómetrar til Reykjavíkur og ákveðið var að leggja af stað um nónbil laugardaginn 23. júni, hafa náttstað á Kjalarnesi og ljúka síðan göng- unni sunnudaginn 24. júní með útifundi við Miðbæjai'barnaskólann í Reykjavík þá um kvöldið. Sérstök ástæða lá til þess, að Hvítanes var valinn sem upphafsstað- ur göngunnar. 1 seinustu heimsstyrjöld vai' Hvalfjörður mikið notaður af Banda- mönnum og flestar skipalestir á leið yfir norðanvert Atlantshaf komu þá við í Hvíta- nesi. Þar reis upp útlendur bær en íslenzk- ir ábúendur hröktust á brott. Hvítanes er nú í eyði og byggingar allar komnar í rúst. Gapandi húsarústir blasa við vegfar- endum á Hvalfjai'ðarleið. Þögnin varð þeirra mál. Það var ekki langur tími til undirbún- ings og ekki til setunnar boðið. Þegar í stað var hafizt hana og stjórnaði Kjartan Ölafsson öllum undii'búningi af miklum dugnaði og röggsemi. Samtökin sendu frá sér fréttatilkynningu, þar sem segir m.a.: Samtökin vilja með þessari mót- mcelagöngu undirstrika kröfur sínar um það, að á Islandi verði engar er- lendar herstöðvar, að Island verði um ókomin ár óháð og fullvdlda riki og að Islendingar skipi sér á dlþjóða- vettvang í hóp hinna hlutlausu þjóða. Ástæðan til þess, að í ár er gengið frá Hvalfirði en ekki frá Keflavík eins og áður er sú, að Samtök her- námsandstœðinga vilja sérstaklega vekja athygli á hinni augljósu hættu af yfiflýstum ráðagerðum Banda- rikjamanna um flotahöfn kjarnorku- kafbáta t Hvalfirði, en slík stöð myndi að sjdlfsögðu tefla, islenzku þjóðinni í mun meiri hœttu en her- Stöðin í Keflavík i sinni núverandi mynd. Ekki sakar að geta nokkuð, hversu and- stæðingar okkar brugðust við Hvalfjarð- argöngunni. Málgögn þeirra tóku það ráð í þetta sinn að reyna að þegja hana í hel. Fréttatilkynningunni stungu þessi mál- gögn auðvitað undir stól. Það var aðallega tvennt, sem frá andstæðingunum heyrðist: hið fyrra var hið gamla og venjulega um vélabrögð kommúnista og Hvalfjarðar- DAGFARl 9

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.