Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.02.2013, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 22.02.2013, Blaðsíða 22
Núna lifa báðir draumarnir, ég get leikið og tekið nokkrar armbeygjur. Kæli- og frystiskápar í mörgum stærðum frá Siemens og Bomann. Nóatúni 4 Sími 520 3000www.sminor.is V ið stigum full harka- lega til grínjarðar, við ætluðum ekki að traðka á neinum. Ég og Steindi höfum leikið dálítið saman í þáttunum hans en við höfum ekkert æft okkur í að vera í bakgrunninum en við höfum augljós- lega bæði svolítið gott af því,“ segir Saga um uppákomuna á Eddunni. „Við töluðum eftir þetta við alla sem hlut áttu að máli og reyktum bros- andi með þeim friðarpípu. Annars vil ég ekki tjá mig meira um leynilegt ástarsamband mitt og Steinda.“ Hávaxin og mössuð með leik- listardrauma En hvaðan kemur hún þessi frakka og fjörmikla leikkona sem virð- ist ekki láta sér neitt fyrir brjósti brenna? „Ég bara fæddist á Landspítal- anum eins og allt venjulegasta fólk landsins. Svo fór ég bara í gegnum rosalega miklar íþróttir, handbolta, fótbolta og hlaup og lýsisflöskur og varð síðan einhvern veginn svona mössuð og hávaxin eins og ég er. Þegar ég var í íþróttunum stefndi ég alltaf í leiklist og vildi verða leikkona en fékk kannski fyrst almennilegt tækifæri til að spreyta mig með Herranótt, eins og fleiri góðar leik- listarkempur, þegar ég var í MR.“ Saga var einnig í ræðuliði MR en fór til Danmerkur í íþróttalýðhá- skóla þar sem Leiklistarskólinn tók ekki inn nýja nemendur það ár. „Þarna var ég alveg í hörku íþróttaprógrammi en sótti síðan um í LHÍ og komst sem betur fer inn í fyrstu tilraun. Annars hefðu íþróttirnar kannski alveg drekkt leiklistarórunum og dagarnir færu bara í að keppast við ketilbjöllur og Ætlar sér aldrei að vera dónaleg Leikkonan Saga Garðarsdóttir haslaði sér völl í uppistandsgríni áður en hún útskrifaðist frá leik- listardeild LHÍ á síðasta ári. Lokaárið í skólanum tók hún með trompi í von um að metnaður í námi myndi færa henni skemmtileg tækifæri. Sem varð raunin en hún lék í Macbeth í Þjóðleikhúsinu og fer með hlutverk unglingsstelpu í Fyrirheitna landinu. Hún leikur einnig kærustu Kjartans Guðjónssonar í sjónvarpsþáttunum Hæ Gosi og vakti mikla athygli með munúðarlegu kossaflensi við Steinda Jr. á sviði við afhendingu Edduverðlaunanna um síðustu helgi. Þessi hávaxna og stælta leikkona fer ekki í graf- götur með eitt né neitt en segist þó aldrei ætla sér að vera dónaleg nema kannski við verri dóna. Annie Mist í upphífingum. Núna lifa báðir draumarnir, ég get leikið og tekið nokkrar armbeygjur.“ Saga segir fyndið að rifja upp hvernig var að fá fréttirnar um að hafa komist inn í leiklistarnámið. „Mamma ætlaði ekki að trúa því vegna þess að það voru svo marg- ir góðir að sækja um . Og ég bara stundi upp: „En mamma. Ég líka.“ Foreldrar mínir hafa stutt mig alveg ótrúlega vel í öllu sem ég hef gert og veitt mér mjög gagnrýninn stuðning. Ég hef aldrei þurft að þola algert lof út í gegn og hefur alveg verið haldið við efnið.“ Saga segist alla tíð hafa haft mjög gam- an af því að spinna og segja sögur og lík- lega má því rekja áhuga hennar á leiklist og uppistandi langt aftur í æsku. „Það eru til alveg stórkostlegar sögur eftir mig frá því ég var lítil. Bókmenntaverk eins og til dæmis bókin Líf og dauði sem ég skrifaði þegar ég var átta ára. Hún fjallar um strák sem fær sár á hnéð og liggur á banabeðinu út alla bókina.“ Saga Garðarsdótt- ir vekur hvarvetna athygli þar sem hún skýtur upp kollinum enda bæði frökk og fyndin. Hún hefur haft í nógu að snúast í Þjóðleik- húsinu undanfarið en langar að þróa uppistandsgrín sitt áfram þegar tími gefst til. Ljósmyndir/Hari Framhald á næstu opnu 22 viðtal Helgin 22.-24. febrúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.