Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttatķminn

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttatķminn

						Á góðu spil-
unum ger-
irðu eitthvað 
jákvætt eins 
og til dæmis 
að segja 
kennaranum 
frá einelti.
S pilið sem við bjuggum til er í raun mjög einfalt borðspil með 
venjulegum köllum og teningum 
og krakkarnir færa sig svo áfram á 
borðinu og lenda á reitum þar sem 
þau eiga að draga spil,? segir María 
Björk Ágústsdóttir um forvarnar-
borðspil gegn einelti sem hún er að 
markaðssetja ásamt þremur sam-
nemendum sínum í frumkvöðla-
fræðiáfanga í Fjölbrautaskólanum í 
Garðabæ.
?Spilin eru svo annað hvort góð 
eða slæm. Þau slæmu tengjast 
einelti en þau góðu vináttu. Þannig 
að ef þú dregur vont spil þá ertu að 
gera einhverjum illt og þér er refsað 
með því að fara nokkra reiti aftur á 
bak eða eitthvað þannig. Á góðu spil-
unum gerirðu eitthvað jákvætt, eins 
og til dæmis að segja kennaranum 
frá einelti, og kemst lengra áfram 
þannig.?
Krakkarnir fengu það verkefni 
í skólanum að hanna eitthvað eða 
flytja inn og markaðssetja og María 
Björk og félagar hafa því tekið 
dæmið alla leið og stofnað fyrirtæk-
ið Eilífir vinir utan um vöruna sína 
en spilið kalla þau Trabb. Þorvarður 
Bergmann Kjartansson er mark-
aðsstjóri, Alina Vilhjálmsdóttir 
starfsmannastjóri, Harpa María 
Guðmundsdóttir er framkvæmda-
stjóri Eilífra vina en sjálf gegnir 
María Björk starfi fjármálastjóra. 
?Við fengum alveg frjálsar hendur 
og máttum gera hvað sem var, og 
þar sem mikil umræða er um einelti 
í þjóðfélaginu núna datt okkur í hug 
að útskýra fyrir ungum krökkum 
hvað einelti væri og kynna spilið 
sem leið til þess að reyna að koma 
í veg fyrir einelti á efsta stigi leik-
skóla og neðsta stigi grunnskóla.? -þþ
? ungir frumkvöðlar Bjuggu til BorðSpil með BoðSkap
? Bókaútgáfa ný glæpaSaga í Sumar
Sigrún Davíðs  
skrifar krimma
Hugmyndin að bókinni kviknaði fyrir bankahrun og hún  
er skrifuð á síðustu tveimur árum.
Þú lest 
bókina 
og skilur 
samhengi 
hlutanna.
Enn blæs byrlega 
fyrir Brimi
Brim, kvikmynd Vesturports og Árna 
Ólafs Ásgeirssonar leikstjóra, hefur gert 
það gott svo ekki sé dýpra í árinni tekið. 
Myndin sópaði að sér Edduverðlaunum 
á dögunum og að vonum hefur hróður 
hennar borist út fyrir landsteinana. Nú 
hefur tónlist Slowblow úr kvikmyndinni 
verið tilnefnd til verðlauna norrænna kvik-
myndatónskálda, Nordic Film Composers 
Network. Dómnefndin fer fögrum orðum 
um tónlistina og segir hana meðal annars 
hljóma nákvæmlega eins og kvikmynda-
tónlist á 21. öldinni eigi að gera. Verðlaunin 
verða afhent í Kaupmannahöfn 30. apríl.
Almúgapilturinn með 
silfurskeiðina
Icesave-þrætan hefur tekið á sig ýmsar 
furðulegar myndir og hefur fjarlægst 
raunveruleikann jafnt og þétt eftir því sem 
hin funheita kosning hefur færst nær. Þannig 
hefur til dæmis blóðþyrstur hákarl úr smiðju 
Stevens Spielberg blandað sér í málið, auk 
þess sem þrælkunarvinna íslenskra barna í 
breskum námum er nú í brennidepli. Þá þótti 
það einnig koma spánskt fyrir sjónir í vikunni 
þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 
formaður Framsóknarflokksins, tók sér 
stöðu með almúganum gegn ?elítunni? og 
íslenskum aðli í Morgunblaðsgrein. Þar lýsti 
Sigmundur frati á forstjóra, háskólalið og 
aðra elítista sem vilja samþykkja Icesave 
III og stillti sér upp með alþýðu manna sem 
iðulega veit betur en elítan og vill segja ?nei? 
í kosningunum. Þó er hætt við að Sigmundur 
verði eins og þorskur á þurru landi innan um 
almúgann þar sem hann hefur ekki mikið 
þurft að dýfa hendi í kalt vatn af óþörfu. 
Faðir hans, Gunnlaugur M. Sigmundsson, 
Stormurinn smalar 
atkvæðum á Spáni
Veðurfréttamaðurinn glaðhlakkalegi, 
Siggi stormur, sér um morgunþátt 
á Útvarpi Sögu. Þar hefur hann fylgt 
línu stöðvarinnar og verið einarður og 
ákafur talsmaður þess að þjóðin hafni 
Icesave-samningnum í kosningunni 
á morgun, laugardag. Sigga líður 
vel í sól og hita og hefur um árabil 
verið með 
annan 
fótinn á 
Spáni. 
Þangað 
flaug hann fyrr í vikunni og ekki aðeins 
til þess að elta sólina heldur einnig til 
að safna saman atkvæðum Íslendinga 
sem eru búsettir eða staddir á Spáni. 
Miðað við ákafa Sigga við hljóðnem-
ann má telja næsta víst að hann reyni 
eftir fremsta megni að tryggja að sem 
flest ?rétt? atkvæði skili sér í kassann 
í tæka tíð. 
ú tvarpskonan Sigrún Davíðsdóttir, sem búsett er í London, leggur nú lokahönd á krimma sem mun koma út hjá Uppheimum í júní. Þetta er fyrsta glæpa-
saga Sigrúnar, sem hefur vakið mikla athygli fyrir fréttir sín-
ar af aðdraganda og afleiðingum bankahrunsins í Speglinum 
á RÚV. Hún segir í samtali við Fréttatímann að hugmyndin 
að því að semja glæpasögu hafi kviknað fljótlega eftir að hún 
sendi frá sér ástarsöguna Feimnismál árið 2006. Hugmyndin 
hafi gerjast með henni og síðan hafi hún sest niður vorið 
2009 og byrjað að skrifa. ?Þetta er ekki bók sem er skrifuð á 
einum mánuði heldur hef ég skrifað hana á kvöldin í  
afslöppun frá hinum daglega dampi,? segir Sigrún.
Ekki kemur á óvart að bókin tengist bankahruninu, við-
skiptalífinu og Íslandi enda hefur Sigrún lifað og 
hrærst í því undanfarin ár. ?Þetta er saga 
sem er skrifuð inn í þá atburði sem við 
þekkjum vel. Bókin byrjar á því að 
ung íslensk fréttakona, sem hefur 
starfað í London, lætur lífið í bíl-
slysi. Hún hefur verið að skrifa 
bók um fjármálakreppuna og 
sambýlismaður hennar og 
vinur hennar, sem er íslenskur 
blaðamaður, taka sig til eftir 
dauða hennar og gera tilraun til 
að klára það sem hún var byrjuð 
á. Þeir kynnast stúlku sem 
vinnur hjá rannsóknarfyrir-
tæki og saman reyna þau þrjú 
að komast að því hvað gerist 
eiginlega á Íslandi,? segir Sig-
rún. Hún þvertekur fyrir það að 
frægir útrásarvíkingar muni skjóta 
upp kollinum í bókinni. ?Þessi bók 
er skrifuð í kringum atburði frekar en 
persónur,? segir Sigrún.
Og nafnið á bókinni er engin 
tilviljun. Hún mun heita
Samhengi hlutanna. 
?Þú lest bókina og 
skilur samhengi 
hlutanna,? segir 
Sigrún og hlær.
Og hana dreymir 
ekki um heims-
frægð og útgáfu-
samninga erlendis?
?Það er fram-
tíðarmúsik. Fyrst 
kemur bókin út 
á Íslandi og við 
skulum sjá hvern-
ig gengur. Von-
andi hefur fólk 
gaman af henni,? 
segir Sigrún.
oskar@frettatiminn.is
Lj
ós
m
yn
d/
RÚ
V
Fjölmiðlakonan 
Sigrún Davíðs-
dóttir er nýjasti 
glæpasagna-
höfundur 
Íslendinga. 
Krakkarnir kynntu spilið á Vörumessu á vegum Ungra 
frumkvöðla í Smáralind nýlega og vöktu mikla athygli. 
?Það kom okkur á óvart hversu gamlir krakkar settust 
niður og festust við spilið. Við hugsuðum þetta fyrir 
yngstu krakkana í grunnskóla en þarna voru krakkar í 
efri bekkjum að spila á fullu,? segir María. 
Eineltispúkar fara aftur á bak
? Bylting fyrir bakið
? Styrkir magavöðvana
? Frelsi í hreyfingum
? Margviðurkenndur stóll
Swopper vinnustóllinn
www.eirberg.is ? 569 3100 ? Stórhöfða 25
er metinn á einhver hundruð milljóna 
og eiginkona Sigmundar, Toyota-
erfinginn Anna Sigurlaug Pálsdóttir, 
er metin á rúman milljarð. Þá hefur 
alþýðupilturinn Sigmundur lokið 
námi við Háskóla Íslands og stundað 
framhaldsnám við Oxford-háskóla, 
Plekhanov-háskóla í Moskvu og Kaup-
mannahafnarháskóla.
70 dægurmál Helgin 8.-10. apríl 2011

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72