Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2007, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2007, Blaðsíða 32
Framundan eru réttarhöld yfir bandaríska flugmanninum Calvin Hill sem ákærður hefur verið fyrir morðið á flugliðanum Ashley Tur- ner, tvítug að aldri, sem fannst látin á Keflavíkurfluvelli 14. ágúst 2005. Réttarhöldin hefjast 16. apríl og er talið að þau muni standa yfir í fimm vikur. Í gær var hafist handa við að velja í kviðdóm réttarins sem mun að öllu leyti samanstanda af herfor- ingjum bandaríska hersins. Ef Hill verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér dauðarefsingu en sex her- menn hafa hingað til verið dæmdir til dauða án þess að aftaka hafi verið framkvæmd. Ashley Turner fannst í íbúð sinni með stunguáverka á hálsi og höfði og lést síðar um daginn. Skömmu fyrir látið bar Turner vitni gegn Hill vegna ítrekaðra fjarvista hans við skyldu- störf og stórfelldan fjárdrátt. Hann hefur verið ákærður fyrir þessar sakir ásamt morðinu á Turner. Foreldrar Turner hafa lýst yfir furðu sinni vegna þess hversu lengi rann- sóknin hefur staðið yfir og hversu litið þau hafa fengið að vita um gang mála. „Við fengum ekki að vita af dauða hennar fyrr en í gegnum fréttir á Ís- landi. Ég er bjartsýnn á að hinn seki verði dæmdur og okkur hefur verið sagt að allt verði lagt í sölurnar til að klára málið. Okkar krafa er að réttlæt- inu verði fullnægt og ekkert minna en það,“ segir Larry Turner, faðir hinnar látnu. trausti@dv.is Kristinn R. Kjartansson krefst þess að Hannes Smárason og FL Group greiði sér 266 milljónir króna fyrir að hafa haft milligöngu um kaup Hannesar á félögunum Bláfugli og Flugflutningum. Fyrirtækin voru að mestu leyti í eigu bróður Kristins, Þórarins Kjartanssonar, sem enn er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Kristinn fer fram á að fá sjö pró- sent af kaupverðinu greidd í nokkurs konar fundarlaun, en það tíðkast í viðskiptum að sá maður sem bend- ir öðrum á arðvænlega fjárfestingu fái þess háttar greiðslu. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Kristins, segir að samkomulag liggi fyrir um að FL Group greiði Kristni fundarlaunin. Óþarfa milliliður Othar Örn Petersen, lögmaður Hannesar Smárasonar, segist ekki telja að Kristinn eigi að fá neina greiðslu. „Við mótmælum því að það eigi nokk- uð að borga fyrir þetta. Ef að dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að Hannesi beri að greiða gjald, þá förum við fram á lækkun,“ segir hann. Othar segir ekkert samkomulag hafa legið fyrir um að Kristinn ætti að fá þessa greiðslu. Hann telur einnig að það að Kristinn og Þórarinn Kjart- anssynir séu bræður geti haft áhrif á réttarstöðu þeirra sem vitna. Sjálfsagt hefði Þórarinn sjálfur getað gengið rakleitt á fund Hannesar Smárason- ar og kynnt fjárfestingarmöguleikann fyrir honum. Kristinn vill lítið tjá sig um mál- ið. „Það er regla hjá mér að svara ekki spurningum um þetta mál,“ segir hann og vísar á Svein Andra. Seldi bróður sinn Sveinn Andri segir á hinn bóginn að til sé samkomulag um að Kristinn fengi greiðsluna. „Þetta samkomulag liggur fyrir. Deilan snýst aðeins um það hversu mikið eigi að greiða,“ segir Sveinn. Krafan hljóðar upp á sjö pró- sent af kaupverðinu. FL group keypti fyrirtækið á 3,8 milljarða í ágúst 2005. Kristinn vill því fá 266 milljónir fyrir að hafa bent Hannesi Smárasyni á að kaupa fyrirtæki bróður síns. „Ég man ekki í svipinn eftir því að viðlíka mál hafi ratað fyrir dómstóla hér á landi fyrr en nú,“ segi Sveinn Andri. Sá fundvísi Fundarlaun, eða „finders-fee“ eins og þau eru gjarnan kölluð í heimi við- skiptanna, eru greidd þeim aðila sem á frumkvæði að því að viðskipti eigi sér stað, án þess að standa sjálfur í við- skiptunum. Það er því venjulega for- senda þess háttar greiðslu að viðskipt- in hefðu ekki farið fram, ef sá fundvísi benti ekki á möguleikann. Þegar FL Group keypti Bláfugl árið 2005 rak félagið fimm Boeing 737 frakt- flugvélar og var mestmegnis í verk- efnum á erlendri grundu. Við kaupin jókst velta FL Group í fraktflutningum og varð sjö milljarðar á árinu 2005. þriðjudagur 10. apríl 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 FréttaSkot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Laugavegur 53b • 101 Reykjavík • 5 11 3350 • www.hereford.is HerefordBorðapantanir í síma 511 3350 2 fyri r 1 á drykk jum hússi ns 17 -19 Íslenska nautakjötið klikkar ekki. Notum eingöngu sérvalið íslenskt nautakjöt á Hereford steikhúsi Ætli þeir séu margir bræðurnir... Hlutfall efnis, unnið af ritstjórnum, í dagblöðum þriðjudag- inn 13. mars. Dregið hefur verið frá innsett efni, selt efni og auglýsingar. Efni blaðanna d v v ið Sk ip ta b la ð ið m o rg u n b la ð ið Fr ét ta b la ð ið 80% 72% 66% 38% VILL FUNDARLAUN FYRIR FLUGFÉLAG BRÓÐUR SÍNS Kristinn Kjartansson benti Hannesi Smárasyni á að kaupa flugfélag bróður síns: troðfullt í laugardalshöll Björk heimsfrumflutti efni af nýjustu plötunni sinni Volta í gærkvöldi Morðið á bandarískum flugliða á Varnarliðssvæðinu: Valið í kviðdóm fyrir réttarhöld Græn snara í garði Jóns Grænni snöru hafði verið kom- ið fyrir í garðinum hjá Jóni Magn- ússyni, efsta manns á lista Frjáls- lynda flokksins í Reykjavíkurkjör- dæmi suður. Jón segir snöruna vera verklega og duga til ýmissa verka. Sjálfur hafi hann þó engin not fyrir hana. „Ég tók eft- ir því að hundurinn gelti í garðin- um og fór og gáði og fann þá þessa snöru. Það er hugsanlegt að ein- hver sé að reyna að koma skilaboð- um áleiðis með þessu,“ segir Jón. Snörunni svipar til hengingarsnöru. Jón ætlar að geyma snöruna á skrif- stofu Frjálslynda flokksins og segir að eigandinn megi vitja hennar þar. Mótmæli lama argentínu Tugir þúsunda manna mót- mæltu á götum argentínskra borga í gærdag. Skólum var lokað og sömuleiðis fjölda fyrirtækja í aðgerðum sem stærsta verkalýðs- félag landsins boðaði til. Ástæð- an var dauðsfall eins kennara í mótmælum í síðustu viku þar sem krafist var hærri launa. Sam- kvæmt frétt BBC er algengt að mótmælendum og lögreglu lendi saman í landinu en svo virðist sem lát kennarans hafi snert við þjóðinni. Nokkrir mánuðir eru í kosningar í landinu. Jarðskjálftar á Reykjanesi „Það er búið að vera stans- lausir jarðskjálftar í alla nótt á Reykjaneshryggnum og upp í tuttugu hrinur á klukkutíma. Ég man ekki að hafa séð svona ofsa- lega mikið,“segir Jenný Péturs- dóttir, fulltrúi Veðurstofu Íslands. Í nótt gekk yfir mikill fjöldi jarðskjálfta á Reykjanesi. Stærsti skjálftinn mældist 3,5 á richter. Mælar sýndu hrinu uppá 4,3 á richter en vegna ónákvæmni fæst það ekki staðfest. „Það er erfitt að staðfesta að skjálfti hafi mælst yfir fjórum á richter því að gæði þeirrar mæl- ingar er ekki nægjanleg,“ segir Jenný. Vélarvana í Sandgerði Hafborg KE-12, varð vélarvana skammt undan landi í nágrenni við Sandgerði um kvöldmatarleeytið í gærkvöldi. Björn Arason, hafnarstjóri í Sandgerðirshöfn, segir að sem bet- ur fer þá hafi bátar verið í nágrenn- inu sem umsvifalaust hafi komið til hjálpar. „Það var í sjálfu sér engin bein yf- irvofandi hætta sem betur fer. Þetta fór allt saman vel og það er fyrir öllu,“ segir Björn. Hafborgin er 26 tonna bátur, smíðaður árið 1981. ashley turner Calvin Hill er ákærður fyrir morðið á Ashley Turner. Sigtryggur ari jÓhannSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is bláfugl FL Group keypti flugfélag Þórarins Kjartanssonar, Bláfugl, á 3,8 milljarða króna. Klippt af bílum Númeraplötur voru klipptar af fimm bifreiðum á höfuðborgar- svæðinu þar sem eigendur þeirra höfðu ekki sinnt tryggingaskyldu. Þar að auki var eigendum fimm- tíu bifreiða gert skylt að sinna aðalskoðun. Yoko Ono á landinu Ekkja bítilsins John Lennon, Yoko Ono, lenti í nótt á Keflavík- urflugvelli ásamt fríðu föruneyti. Að loknu eftirliti hélt hún á hótel til næturgistingar en engar skýr- ingar hafa fengist á heimsókn- inni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.