Fréttatíminn - 15.10.2010, Qupperneq 52
Í gær kom út fyrsta skáldsagan, Doris deyr,
eftir ljóðskáldið og myndlistarkonuna Kristínu
Eiriksdóttur, eitt athyglisverðasta ljóðskáld
yngstu kynslóðarinnar. Hún hefur sent frá sér
ljóðahefti sem ramba á mörkum myndlýstra
texta, ljóða og prósa og eru ákaflega frumleg,
unnin af miklum næmleik, sumir myndu segja
ofnæmi, og eru samsett með afar persónu-
legum hætti. Bókin sem er stutt miðað við
algenga lengd íslenskra skáldsagna, er 167
síður, en forleggjarinn heitir lesendum spenn-
andi lesningu: „kveður Kristín sér hljóðs á
eftirminnilegan hátt og smeygir sér af lipurð
milli heims og orða.“ -pbb
Fréttir frá Bandaríkjunum herma
að bókaútgefendur þar í landi
óttist nú um framtíð barnabóka
með ríkulegum myndskreytingum
fyrir unga lesendur, Í nýlegri
frétt í New York Times var ítarleg
umfjöllun um minnkandi áhuga
þeirra foreldra, sem á annað
borð kaupa bækur fyrirr börn, á
myndabókum. Nú fari vaxandi
áhugi að börn kynnist bókum með
texta sem fyrst til að læsi verði
þeim tamt fyrr.
Ræðir blaðamaður við for-
kólfa í útgáfu og dreifingu bóka
sem lýsa vaxandi áhyggjum
vegna þróunar sem ekki verði
staðið gegn. Íslenskir bókaút-
gefendur hafa lengi þrifist vel
á samprenti og ekki alltaf verið
vandlátir á útgáfuefni fyrir yngstu
börnin. Gegn þessu hafa innlendir
höfundar spornað með mörgum
fínum verkum – oft er texti þar
víkjandi. Enda fátt sem ýtir á
foreldra að hrinda ungum börnum
inn í heim bókstafanna . pbb
Ný skáldsaga eftir KristínuEr myndabókin feig?
Vel heppnuð afþreying og voveifleg lýsing á nútímasamfélagi Íslands.
Kristín Eiríksdóttir Ljósmynd/Jóhann Páll Valdimarsson
Árni Þórarinsson Morgunengill er glæsilega unnin, með sterkri samfélagslegri sýn og ríkri siðferðilegri boðun.
Bókadómur morgunengill eftir Árna Þórarinsson
B aldur og Konni? Eða öllu heldur Konni, brúðan sem búktalarinn Baldur notaði hér á kaldastríðs
tímanum; er þetta hún á kápunni á nýrri
sögu eftir Árna Þórarinsson sem kom út í
gær, Morgunengli. Og kominn með kven
mannshár og fléttu? Þegar inn í söguna er
komið reynist Árni nota búktalaraminn
ið með snjöllum hætti, en það eru fleiri
búktalarar á ferðinni á kápunni: Í kaup
mennsku sinni hefur útgefandinn, JPV,
brugðið á það ráð að fá þekkta einstak
linga til að lesa söguna í handriti og hrósa
henni fyrir fram: Meistarakrimmi, segir
Árni Matt á Mogganum, og afgreiðslu
kona í bókabúðakeðju segir þetta bestu
bók hans til þessa; jafnvel menntamála
ráðherrann gefur kjarnyrta lýsingu á
kostum hennar. Lesandinn spyr sjálfan
sig hvers vegna hann sé ofurliði borinn
strax á forsíðu; má hafa skoðun eftir
þessa vitnisburði? Kvótakæti útgefenda
er raunar með endemum orðin og tengist
stærra vandamáli í atvinnurekstri: Það
verður að skipa kúnnanum skoðun fyrir
vörukaupin: heitasta leikrit í heiminum í
dag (sem er bull), vinsælasti söngleikur
allra tíma (sem er líka bull) en bæði slag
orðin eru brot á samkeppnisreglum.
Þarf Árni á svona forkynningu að
halda? Hann á að baki átta sögur, sumar
í samstarfi við Pál Pálsson. Hann hefur
skorðuð og skýr tök á þeim stíl sem hann
vill nota til að keyra söguna áfram. Ég
hef ekki til þessa verið yfir mig hrifinn
af blaðamanninum sem rekur söguna –
leiðist hann frekar – en Erlendur er nú
heldur ekki par skemmtilegur fýr. Ein
ar blaðamaður er á síðdegisblaði, starf
andi fyrir norðan en með íbúð í Reykja
vík. Hann er kominn í fínt samband við
dóttur sína, er á skjön við ritstjórnina,
þvælist um á druslunni sinni og sinnir
því sem fyrir hann er lagt af ritstjóranum.
Nyrðra lendir hann í að koma að konu
sem hefur orðið fyrir líkamsárás, heyrir
hennar síðustu orð; syðra er hann settur
í að taka viðtal við fjármálamann í þrotum
og úr þessu tvennu spennist fléttan upp.
Hún er glæsilega unnin, með sterkri sam
félagslegri sýn, ríkri siðferðilegri boðun
og sannfærandi að öllu leyti í byggingu.
Það getur lesandi ráðið af lestrinum og
þarf hvorki Árna Matt né Katrínu Jakobs
til að segja sér það.
Árna hefur í þessari sögu tekist að
spengja saman tvö söguefni, tvo þræði í
sögu sem hefur sterk áhrif, einkum í ská
letursköflum sem lýsa aðstæðum fórnar
lambs í sögunni sem ekki má lýsa frekar
hér. Sagan er eftirhrunssaga en um leið
lýsing á þroti í fleiri en einum skilningi;
kjarninn liggur í langvarandi vanrækslu
gagnvart þeim sem verða út undan í kappi
hinni fullorðnu eftir efnisgæðum, þeim
sem hrekjast undan auglýsingasamfélag
inu og lífslygi þess: fötluðum, börnum og
gamalmennum. Sagan dregur upp dökka
mynd af stöðu þeirra sem hrekjast um í
falskri ímynd, stöðu þjónandi útlendinga
og eins hinna sem vildu komast sem best
af með klækjum.
Frásagnarstíll Árna er léttur talmáls
stíll; hann rekur mikið með samtölum,
ytri lýsingar eru gróflega skissaðar, hann
sækist ekki eftir útmálun tilfinninga og
aðstæðna í hugsun og talsniði Einars sem
er raunar óttalegt hró, sprek sem hrekst
til og frá í sérkennilegu andvaraleysi,
kæruleysi um allt, má segja. Bókin er því
þægileg afþreying um leið og hún færir
okkur voveiflega lýsingu á því samfélagi
sem við höfum búið okkur.
Að tala með eigin rödd
morgunengill
Árni Þórarinsson
JPV 2010
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson
pbb@frettatiminn.is
40 bækur Helgin 15.-17. október 2010
Fyrir margt löngu sat ég sem oftar og hlustaði á
sigldan vin minn fara hamförum í lýsingum sín
um á sögubálki Sandemo, Ísfólksskáldkonunnar
vinsælu, sem væri að flestu sóttur í íslensk sögu
efni. Ég hef beðið þess að þessi bálkur tæki að
koma út hér og nú er biðin brátt á enda: fyrsta
heftið í fimmtán sagna röð um Galdrameistarann
er væntanlegt á markað í byrjun nóvember og út
gáfudagar fyrstu fimm bókanna ráðnir; vefsíðan
til www.galdrameistarinn.is.
Fyrsta bókin hefst á lýsingu á Jóni þumlungi, og
í aðfararorðum er gerð grein fyrir galdrabælinu
á Hólum og Gottskálki grimma. Er nema von að
maður bíði spenntur eftir tökum norsksænsku þulunnar á íslensku sögu
efni. Hér fara sögupersónur um Kjöl og Sprengisand, droppa inn í Skál
holti á leið á Þingvelli. Er nema von að menn taki kipp: falla nú hin helgu
vé þegar rómanalitteratúr frá Noregi rænir íslenskum sögupersónum?
En svo má líka spyrja hvort rómanar af þessu tagi séu á nokkurn hátt
verri en samsuða margra íslenskra rithöfunda um svipuð efni, fyrr og
síðar. Við bíðum spennt eftir fyrsta heftinu í þessum bálki. -pbb
New York Times
Sandemo og fylgjendur hennar
Óskar Magnússon segir
fleiri smásögur
Óskar Magnússon, útgefandi
Morgunblaðsins, sýndi það og sann-
aði með smásagnasafni sínu „Borð-
aði ég kvöldmat í gær?“ að í honum
býr liðtækur rithöfundur. Bókin fékk
ágætis viðtökur þegar hún kom út
árið 2006 og Óskar fylgir henni eftir
í ár með öðru smásagnasafni, „Ég sé
ekkert svona gleraugnalaus“. Þetta
knappa form skáldskapar virðist vera
mönum hugleikið í Hádegismóum þar
sem Davíð Oddsson, sem Óskar réð
sem ritstjóra Morgunblaðsins, hefur
einnig látið til sín taka á þessu sviði
með bókunum „Nokkrir góðir dagar
án Guðnýjar“ og „Stolið frá höfundi
stafrófsins“. -ÞÞ
Majónesdrottning með
nýja skáldsögu
Kleópatra Kristbjörg, forstjóri
Gunnars Majóness, geysist fram á
ritvöllinn á ný
í lok október
þegar hún gefur
út skáldsöguna
„Biðukollur
út um allt“.
Kleópatra vakti
mikla athygli
og umtal
þegar hún
gaf út bókina
„Hermikráku-
heimur“ þar sem hún tuskaði ís-
lenskar smásálir sundur og saman.
Hún er hins vegar á sjálfsævisögu-
legum nótum að þessu sinni og færir
atburði úr daglegu lífi sínu í búning
skáldskapar. Hér segir hún frá Evu
Mjöll sem er fráskilin og hefur gengið
í gegnum nokkur misheppnuð ástar-
sambönd. Í byrjun bókar er hún að
hefja samband sem lofar góðu en þá
dynur ógæfan yfir. Kleópatra segir
að þeim sem hafi lesið bókina finnist
hún spennandi enda sé í henni nóg af
ást, rómantík, vandræðum og veseni.
-ÞÞ
Bókamolar
time og Yoko
Í Mataræði –
handbók um hollustu
setur Michael Pollan
fram 64 stuttar reglur
um hollt mataræði.
Pollan hefur verið
verðlaunaður af
Yoko Ono og er á
lista Time yfir áhrifa-
mesta fólk heims.