Baldur - 07.06.1947, Blaðsíða 1

Baldur - 07.06.1947, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: SÓSIÁLISTAFÉLAG ISAFJARÐAR tð XIII. ÁRG. ísafjörður, 7. júní 1947. ’s8, tölublað. Helgi Sigurgeirsson gullsmiður. Hræðilegf slys. íslenzk flugvél ferst á Hestfjalli í Héðinsfirði. Tuttugu og fimm manns bíður bana. Kl. 11,25 f.h. fimmtud. 29. maí s. 1. lagði tveggja hrfcyfla Douglasflugvélin TF — I S I, eign Flugfélags Islands, af stað frá Reykj avíkurflugvell- inum á leiðis til Melgerðisflug- vallarins í Eyjafirði. Vélin flaug norður yfir Hval- fjörð, Arnarvatnsheiði, Skaga- fjörð til Sigluness. A þessari leið hafði hún stö'ðugt samband við loftskeytastöðvar, fyrst við stöðvar í Reykjavík og Gufu- nesi, en síðan við stöðina á Akureyri, eftir að komið val’ norður í Skagafjörð. Síðast liafði vélin samband við Akur- eyri kl. 12,45 og kvaðst þá mundu láta til-sín heyra að 10 mínútum liðnum. Um svipað leyti sást flugvélin út af Siglu- nesi, og var þetta það síðasta er til hennar heyrðist og sást. Er flugvélin kom ekki á til- settum tíma á Melgerðisflug- völlinn og ekkert heyrðist til hennar, þótti sýnt að eitthvað væri að, og var eftirgrenslan þegar hafin á símstöðvum og loftskeytastöðvum norðanlands og sunnan. Einnig var reynt að ná sambandi við flugvélina en allt re)rndist það árangurs- laust. Þá voru bátar frá Ólafsfirði og Siglufirði sendir að leita, ef ske kynni að vélin hefði lent á sjó, og ennfremur leitarflokk- ar á landi. En það bar heldur engan árangur. Snemma á föstudagsmorg- uninn hófu þrj ár flugvélar frá Flugfélagi Islands leit að hinni týndu flugvél. Leitaði tveggja hreyfla Douglasflugvél vfir Arnarvatnsheiði og hálendinu beggja. megin Vatnsskarðs. Var leitað á þessum slóðum vegna frétta um að heyrst hefði þar til flugvélar kl. 2 á fimmtudag. Tveir Catalinuflugbátar leit- uðu einnig. Annar í hálendinu norðan LangJökuls og Hofs- jökuls, en hinn norður yfir Húnavatnssýslu, heggja megin Skagafjarðar og austur yfir Siglunes. Fann sú flugvél flak Douglasflugvélarinnar austan i Hestfjalli vestanmegin Héðins- fjarðar kl. 8,20 f. h. þennan sama dag. Var þegar hrugðið við og menn frá Ólafsfirði og Héðins- firði sendir á slysstaðinn. Kom- ust þeir þangað kl. 9. Líkin voru síðan flutt til Ólafsfjarð- ar. Er þangað var komið með jiau, flutti sóknarpresturinn á Ólafsfirði bæn á hafnarbryggj - unni, smíðaðar voru börur, Iík- in lögð á þær og sveipuð fán- um. Vélskipið Atli flutti líkin til Akureyrar, og kom þangað kl. 10 á föstudagskvöld. Fór þar fram virðuleg athöfn, er líkin voru flutt frá borði og í kirkju. Þeir sem fórust voru: Brynclís Sigurðardóttir frá Reykjahlíð við Mývatn, 23 ára. Ógift. Brynja Hlíður, lyfjafræðing- ur, Akureyri, 36 ára. ógift. Garðar Þorsteinsson alþing- ismaður, Vesturgötu 19, Rvík, 48 ára. Kvæntur og átti 4 börn, það yngsta 7 ára, hin uppkom- in. Georg Thorberg Óskarsson, flugmaður Laugaveg 5, Rvík, 23 ára, kvæntur, barnlaus. Guðlaug Einarsdóttir, Tún- götu 25, Siglufirði. Gunnar Hallgrímsson, tann- læknir Helgamagrastræti 38, Akureyri, 37 ára. Kvæntur og átti börn. Jens . Barsnes, Norðmaður, Húsavík. Jóhann Guðjómpon, Eyrar- hakka. Júlíana Arnórsdóttir frá Upsum í Svarfaðardal, 29 ára. Sonur hennar, Árni Jónsson, 4 ára. Kristján Tryggui Jóhannsson Hann andaðist að heimili sínu, Tangagötu 32 hér i bæn- um, 23. mai s. 1. Helgi Sigurgeirsson var fædd- ur að Mýratungu í Reykjavík 20. desember 1863, sonur hjón- anna Sigurgeii’s Sigurðssonar og Bjargar Jónsdóttur, er þar bjuggu þá og síðar á Miðhús- um, Gufudal og víðar í sömu sveit og fluttust síðan til Amer- íku. Helgi lcom hingað til Isa- fjarðar árið 1875 og var hér í tvö ár hjá Þorvaldi lækni Jóns- syni, en fór héðan til gull- smíðanáms hjá Einari Skúla- syni gullsmið og bónda á Tann- staðabakka í Hrútafirði og lauk.námi 1883. Tveimur árum siðar, 1885 fluttist hann hingað til Isafjarðar og hefur siðan verkfræðingur Fjólugötu 25,. Rvík, 29 ára og Erna Johanne kona hans, 29 ára, fædd í Noregi. Synir þeirra, Gunnar 4 ára og Tryggvi á 2. ári. Kristján Kristinsson flug- maður, Öldugötu 40, Rvik. 23 ára, hjó með móður sinni. María Jónsdóttir, Kaldbak við. Húsavík. Ragnar Guðmundsson loft- skeytamaður, Flókagötu 1, Rvík, 25 ára. Ókvæntur. Rannveig Krist jánsdóttir, Eir- arvegi 11, Akureyri. 29 ára. Ó- gift. Saga Geirdal, Bókhlöðustíg 7, Rvík, 41 árs. Ógift. Sigríður Gunnlaugsdóttir flugþerna, Hjallaveg 52, Rvík, 23 ára. Ógift. Sigurrós Jónsdóttir, Hörgár- braut 3, Akureyri, 16 ára. Sigurrós Stefánsdóttir, frá Skógum á Þelamörk. Stefán Sigurðsson, deildar- stjóri hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga, Hafnarstræti 90, Akur- eyri, 29 ára. Þorgerður Þorvarðardóttir, - húsmæðraskólakennari. (Syst- ir Stefáns Þorvarðssonar, sendiherra i London). Þórður Arnaldsson, Þrúð- vangi við Akureyri. Bifreiðar- stjóri. 23 ára. Kvæntur. stundað hér gullsmiði og letur- gröft allt fram á síðustu ár. Helgi Sigurgeirsson var tvi- kvæntur. Fyrri konu sinni, Sig- urrós Sveinsdóttur frá Svert- ingsstöðum í Miðfirði, kvæntist hann 1887. Hún andaðist 8. júlí 1894. Þau eignuðust sex börn, en af þeim eru þrjú á lifi, Þórarinn, rafvirki, Guð- rún, kona Stefáns Bj ariiasonar skipstjóra, og Sigurrós, ekkja Hjartar Ólafssonar trésmiðs, öll til heimilis á Isafirði. Siðari kona Helga var Sess- elja Sigríður Krist j ánsdóttir bónda í Hólshúsum í Reykjar- fj arðarhreppi. Átti hann með henni átta hörn. Eru tveir syn- ir þeirra á lífi, Kristján og Stefán, báðir búsettir í Amer- íku. Helgi var einn af stofnend- um. Iðnaðarmannafélags Is- firðinga og átti um tima sæti í stjórn þess. Einnig átti hann um skeið sæti í niðurjöfnunar- nefnd Isafjarðar. En aðalstarf Helga var gull- smíði og leturgerð, og í þeirri iðn var hann af öllum, sem til þekktu, viðurkenndur þjóð- hagi og snillingur svo af bar. I grein um Helga, sem birtist í Baldri á áttræðisafmæli hans, er honum svo lýst af gömlum Isfirðing og samtiðarmanni um langt skeið: „Snilldarhendur Helga Sig- urgeirssonar hafa gert marga fagra gripi, sem borið hafa hróður hans og ísafjarðar víða um land — og jafnvel er- lendis. Og enn' smíðar og gref- ur hinn ungi áttræði maður með sama listahandbragðinu og áður. En auk síns aðalstarfs hefur Helgi víða lagt fram aðstoð og þjónustu. Hann var um langa hríð ritari Iðnaðarmannafé- lags Isfirðinga og tók mikinn og góðan þátt í störfujn þess. Lengi -var Ilelgi einnig einn mesti taflmaður hér í bæ. Þreytti hann og Þorvaldur læknir marga skákina saman. Og enn situr hann mörgum stundum að spilum með vinum Framhald á 3. síðu.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.