Sagnir - 01.04.1980, Blaðsíða 17

Sagnir - 01.04.1980, Blaðsíða 17
leita skýringa á lýðhegðan (deraografískri h.) mannfólks- ins birtist flókið orsakasam- hengi sem verður ekki gerð skil nema fyrir tilstyrk margra ólíkra fræðigreina: hag- og tæknisögu , jarðfræði., veð- urfræði,læknisfræði,næringar- efnafræði,þjóðfræðio(10) Eðli málsins samkvæmt felur við- fang fólksfjöldasögunnar í sér sjónarhorn margra greina,hnn krefst þess að viðfangsefnið sé skoðað í fjölfræði- og vistfræðilegu samhengi. Það er hvorki meira né minna en sam- búð lands og lýðs sem þar með kemst á dagskrá. (11) Þann áhuga sem íslenskir fræðimenn hafa löngum sýnt fólksfjöldasögu má eflaust rekja til þess hve umrædd sam- búð hélt áfram að vera ein- staklega dramatísk löngu eft- ir að manntalsöld hófst hér- lendis; um það vitna hinar háu sveiflur á fólksfjöldalínu- riti 18.og 19.aldar samfara harðindum,eldsumbrotum og sóttum af ýmsu tagi. Það er því ekki að undra þótt gagn- kvæm áorkan náttúru og menn- ingar á næstliðnum öldum hafi orðið mönnum hugstætt umhugs- unarefni á íslandi. í hinu sígilda riti Hannesar biskups Finnssonar,Mannfækkun af hall- ærum.var í fyrsta sinn gerð söguleg úttekt á þessu sam- spili sem annar fjölfræðingur 18.aldar,Magnús Stephensen, fjallaði einnig um af lærdómi. (12) Að viðbættum greinum Jóns landlæknis Sveinssonar, Sveins Pálssonar og Jóns Péturssonar læknis,sem birtust í Riti hins konungl.íslenska Iærdómslistafélags (13),er óhætt að segja að undir lok 18.aldar hafi verið lagður grunnur að íslenskri hefð í fólksfjöldasögu sem einkenndist af veður-,jarð- og læknisfræði- legri umfjöllun. Nægir í þessu efni að geta fræðimanna seinni tíma eins og Þorvaldar Thorodd— sen,Sigurjóns Jónssonar,Vil- mundar JÓnssonar,Sigurðar Þórar- inssonar,Páls Bergþórssonar og Jóns Steffensen sem eru allir alkunnir af verkum sínum. Það vekur athygli að sagn- fræðilega skólaðir menn eru ekki £ hópi þeirra sem hafa lagt drýgstan skerf til ísl- enskrar fólksfjöldasögu síðari alda. Hafa þeir þó átt kost á tölulegum upplýsingum í aðgengi- legu formi um hina ýmsu þætti fólksfjöldans,allt frá því að farið var að birta manntals- niðurstöður í Skýrslum um lands- hagi,fyrir tímabilið 1850- 70 (14),og síðan x Landshags- skýrslum,fyrir txmabilið 1880- 90 (15),og þar til hin sér- prentuðu manntöl tóku við frá 1901 (16). Við þetta safn bættist síðan (1960) manntal- ið 1703 í tölulegri úrvinnslu Hagstofunnar; þar með opnaði þessi einstæða heimild,hverjum sem skoða vildi,v£ða innsýn í félagsgerð hins "ósnortna” bæandaþjóðfélags og gerði mögu- legt að bera það saman £ mörg- um greinum,við þjóðfélag 19. aldar (17). Það er m.ö.o.ekki skortur aðgengilegra heimilda sem hefur staðið £ vegi fyrir þv£ að sagnfræðingar leituðu svara við mikilvægum spurn- ingum varðandi eðli og þróun £slensks þjóðfélags s£ðustu aldirnar; miklu fremur er um að kenna tómlæti þeirra um þá hag- og félagssögu sem lýð- fræðilegar staðreyndir eru ómissandi hráefni £ (18). Söguleg lýdfrædi Gera má þv£ skóna að hinar tiltölulega rfkulegu upplýs- ingar sem fyrir liggja um fólksfjöldaþróun á íslandi áð— ur en regluleg hagskýrslugerð hófst,hafi latt menn þess að leita fanga f öðrum heimildum sem eru ekki tölulegar £ eðli s£nu en vinna má tölulegar upp- lýsingar úr. Hér er einkum átt við kirkjubækur,eins og þær kallast £ daglegu tali - öðru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.