Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Page 73

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Page 73
BÓKMENNTIR 159 En áður en Myndir úr þjóðlífinu verða endurprentaðar, þarf að leiðrétta margar prentvillur. Það er ósiður að lesa ekki próf- arkir. P. B. Ferð um íornar slóðir. Landið helga eftir Jóhann Briem. Almenna bókafélagið 1958. Rétt fyrir jólin kom út hjá Almenna bókafélaginu lítil bók, „Landið lielga1' eftir Jóhann Briem, listmálara. Höf- undurinn hefir sjálfur gert teikningar í bók- ina, en auk þess eru innlímdar nokkrar mál- verkaprentanir, eftir myndum, sem hann gerði í landinu helga. Þetta er ákaflega geð- feld bók, málverkin og teikningarnar mjög fallegar, og vel frá henni gengið. nema hvað mér finnst bandið stinga dálítið í stúf við efni og frágang innan spjalda. Bókin lætur þó mjög lítið yfir sér eins og höfundur henn- ar, en hún vinnur hug manns því meira, þeg- ar henni er flett og lestur hefst. Ein hin áhrifamesta stund sem ég minnist frá síðari árum, og sem rifjast strax upp við lestur þessarar bókar, var þegar ég kom í Skálholt og sá steinkistu Páls biskups. Krist- ján Eldjárn og félagar hans voru að losa moldina kringum kistuna af mikilli nærfærni og notuðu til þess litlar skeiðar og spaða. Kist- an var meira en hálf komin uppúr jörðu, er okkur bar þar að, og var það augnablik líkast því að horfa á löngu látið stórmenni stíga uppúr gröf sinni og kveðja sér hljóðs. Þó það standi skýrum stöfum í gömlum biskupasögum, að Páll biskup hafi látið höggva sér steinþró ágæta hagliga, þá er hann var lagður í eftir andlát sitt, munu eflaust fáir hafa reynt að gera sér grein fyrir því, hvernig sú kista hafi verið, — ef þeir yfir- leitt tóku frásögnina bókstaflega, — hvað þá að það kæmi í nokkurs manns hug, að hún væri slíkur kjörgripur, sem raun var á. Dá- lítið svipað gerist innra með manni við lestur ferðapistla Jóhanns Briem. Frásögn lians og teikningar frá landinu helga, frá Kapernaum, Maríulind, Nazaret, allt dregur þetta okkur í nálægð við sjálfa atburðina, sem ljóma kasta á þessi nöfn, og þeir koma beinlínis til okkar, eins og þeir væru að gerast þá stundina, tjá sig á svo lifandi tungu, að við sjáum jafnvel Krist koma gangandi til okkar utan af Gene- saretvatni, og sögnin af því, er hann mettaði fimm þúsundir manna með nokkrum brauð- um og fáeiuum fiskum, verður jafnsannfær- andi og lýsingarnar á hinum miklu skálum fornaldarinnar, er við stígum inn í bæinn að Stöng í Þjórsárdal. Erásaga Jóhanns Briem ber mörg einkemii góðra bókmennta, sem hreyfa við gömlurn samgróningum í sálinni. Þegar lífið kallar þannig á okkur til að fá staðfesta gamla sögu, trúarteikn úr fjarlægum öldum, leitar hugurinn oftast í leiðinni heim á fornar slóðir, þar sem barnatrú okkar festi rætur í ungu brjóstinu, heim til æskustöðvanna, í hús föð- ur og móður, sem aldrei sögðu okkur annað en sannleikann og kunnu samt að leysa úr öllum okkar vanda. Þótt ferðasaga Jóhanns Briem segi frá stöð- um, þar sem mestir atburðir hafa gerzt, er varða hinn kristna heim, þá verður lesandinn þess brátt var, að erindi hans til landsins helga var ekki að festa á blað nýjan sann- leik, né lýsa með mikilli orðkyngi bernsku- stöðvum þeirra kynslóða er mestar sögur hafa farið af í veröld okkar. Bókin er skrifuð af fádæma látleysi, en þó svo miklum næm- leik, að vel mætti ímynda sér við lestur hennar, að hér væri sá maður á ferð um iandið helga, er þangað væri kominn til að vitja hinzta dvalarstaðar foreldra sinna eða náinna ættingja. Og fyrir bragðið fylgir les- andinn Jóhanni fet fyrir fet um landið, hrífst með honum af hinni stóru, dökkrauðu sól, er hún kemur upp fyrir Olíufjallið, og hann stendur við hlið hans á hæðunum fyrir aust- an Jerúsalem, þar sem sést til Síons, með gröf Davíðs á toppnum og horfir yfir Kedron- dalinn og Getsemanegarð, en austan undir Olíufjallinu sér heim til bæja í Betaníu og út á Dauðahafið. Mér finnst þessi litla bók vera listaverk. Erá- sögnin er hvergi ýtarleg, því að hér hafa allir kristnir menn sjálfir átt heima einhverntíma ævinnar, og hver og einn geymir sínar minn- ingar, sem hvorki má trufla með persónuleg- um útlistunum né vanhelga óþarfa orðum. Jóhann Briem hefir sennilega farið til lands- ins helga til þess að gera frumdrög að nokkr- um málverkum, og áreiðanlega ekki til þess að skrifa handa okkur nýjar biblíusögur. En hann hefir samt gert það. R. J.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.