Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Morgunblaðið/Kristinn
Dómur Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans.
Til greina koma að Seðlabankinn
hótaði bönkunum að upplýsa alþjóð-
legu matsfyrirtækin um veika stöðu
þeirra til þess að setja þrýsting á þá í
aðdraganda bankahrunsins 2008.
Þetta kom m.a. fram í máli Tryggva
Pálssonar, framkvæmdastjóra fjár-
málasviðs Seðlabankans, fyrir
Landsdómi í gær. 
Tryggvi sagði að bankarnir hefðu
á hinn bóginn verið mjög háðir mats-
fyrirtækjunum og hefði orðið af
þessum hótunum hefðu stjórnvöld
orðið völd að falli þeirra.
Spurður um starf samráðshóps
um fjármálastöðugleika á vegum
stjórnvalda, sem starfandi var í að-
draganda hrunsins, sagði Tryggvi
hópinn hafa verið settan upp sem
vettvang fyrir skoðana- og upplýs-
ingaskipti og hafi hann virkað vel
sem slíkur.
?Það bjargaðist?
Tryggvi sagðist hins vegar hafa
lýst þeirri skoðun sinni 2008 að þörf
væri á aðgerðahópi. ?Ég taldi að það
þyrfti að setja upp aðgerðahóp og
orðaði það oftar en einu sinni að það
þyrfti herforingja til þess að stjórna
honum. Þessi hópur væri góður sem
ráðgefandi hópur en hann væri ekki
byggður af þeim persónum sem hefði
þurft í svona aðgerðahóp.?
Þegar á hólminn hefði verið komið
sagðist Tryggvi þó telja að þær að-
gerðir sem gripið hefði verið til hefðu
reynst farsælar. ?Þegar komið er að
krísu þarf að taka snöggar ákvarð-
anir undir álagi og það bjargaðist.?
Vildi aðgerðahóp stýrt af ?herforingja?
 Kom til greina að Seðlabankinn hótaði bönkunum  Aðgerðirnar farsælar þegar á hólminn kom
M
Deilt var um starf ? »18
M I Ð V I K U D A G U R 1 4. M A R S 2 0 1 2
 Stofnað 1913  62. tölublað  100. árgangur 
BASTARD VERÐ-
UR SÝNT Í ÞREM-
UR LÖNDUM
LJÓÐ MEÐ
HJÁLP
PENDÚLS
KONGÓ ER 
DREIFINGAR- OG
VIÐBURÐAFYRIRTÆKI 
ÓVENJULEGT 10 UMGJÖRÐ OG UPPLIFUN 40FJÖLÞJÓÐALEIKSÝNING 39 
Morgunblaðið/Júlíus
Úr Ránsfengurinn náðist. Einn maður hef-
ur verið dæmdur fyrir aðild að málinu.
 Embættismenn í innanríkisráðu-
neyti vinna að gerð frumvarps um
lögfestingu Íslands á evrópsku
handtökutilskipuninni. Eftir inn-
leiðingu hennar ber yfirvöldum í
aðildarríkjum að handtaka saka-
mann og framselja til þess ríkis þar
sem brotið er framið, hvar sem
hann er ríkisborgari. 
Í gær var einn þeirra þriggja Pól-
verja sem hafa verið eftirlýstir
vegna ránsins í úraverslun Michel-
sen á Laugavegi fluttur til landsins
en hann var handtekinn í Sviss.
Maðurinn var úrskurðaður í gæslu-
varðhald til 21. mars. »24
Undirbúa lögfest-
ingu handtöku-
tilskipunar Evrópu
Gagnrýni Arion
» Afnám hafta nú ótrúverðugt og
framkvæmdin sýni það.
» Ekki hægt að afnema höftin án
verulegrar veikingar sem skili sér í
verulegri kaupmáttar- og eigna-
skerðingu.
Sigrún Rósa Björnsdóttir
Ágúst Ingi Jónsson
Sérfræðingar sem rætt var við eru
áhyggjufullir vegna óvissu um lang-
tímaáhrif á gengi krónunar þegar
spurt er um áhrif af lagasetningu
Alþingis í gær sem felur í sér herð-
ingu gjaldeyrishafta. Áhrifin komi
helst fram í því að fjárfestar á
skuldabréfamarkaði búist við minni
verðbólgu til skamms tíma litið. 
Arnar Sigurmundsson, formaður
Samtaka lífeyrissjóða, hefur
áhyggjur af þeim áhrifum sem veik-
ing krónunnnar getur haft á bæði
kjarasamninga og fjárfestingar
sjóðanna.
Agnar Tómas Möller hjá GAM
Management segir að til lengri tíma
litið sé nær óhjákvæmilegt að vænt-
ingar um minni verðbólgu gangi til
baka þar sem Seðlabankinn muni
fyrr en seinna stíga stærri skref í að
aflétta höftunum, eða þá að herðing
haftanna muni smám saman grafa
undan krónunni sem muni skila sér í
veikingu hennar til lengri tíma.
Orri Hauksson, framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins, lýsir því
yfir á vefsíðu samtakanna að hann
óttist að traust fjárfesta á Íslandi
rýrni enn frekar.
Arnór Sighvatsson aðstoðarseðla-
bankastjóri segir hins vegar að að-
gerðirnar, sem hafi verið gerðar í
samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóð-
inn miði að því draga úr áhættu og
koma í veg fyrir að krónan veikist. 
Ingólfur Bender, forstöðumaður
Greiningar Íslandsbanka, segir
breytingarnar geta skilað sér í
sterkari krónu, þar sem ekki verði af
því útflæði í bráð sem lagasetningin
eigi að stöðva. »Minnkandi|2 og 12
Óttast veikingu krónunnar
 Segja áhrif hertra hafta geta skilað sér í minni verðbólgu til skemmri tíma
 Miklar áhyggjur af óvissu og afleiðingum aðgerðanna til lengri tíma litið 
Björninn úr Grafarvogi varð í gærkvöld Íslands-
meistari í í´shokkí í fyrsta skipti með því að sigra
Skautafélag Reykjavíkur, 7:4, í fjórða úrslitaleik
liðanna sem fram fór í Egilshöllinni. Þetta er
fyrsti stóri titillinn sem karlalið úr Grafarvogi
vinnur í hópíþrótt. Sergei Zak skoraði þrjú marka
Bjarnarins og hafði ríka ástæðu til að fagna inni-
lega í leikslok, enda verið við störf hjá félaginu í
tólf ár sem leikmaður og þjálfari. » Íþróttir
Björninn varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti
Morgunblaðið/Golli
 BSRB telur að
fyrrverandi
deildarstjóri
launadeildar Sel-
tjarnarnesbæjar
eigi rétt á
miskabótum
vegna brott-
reksturs úr
starfi í sept-
ember á síðasta ári. Bandalagið
hefur ráðið lögfræðing sem mælir
með málshöfðun. Óánægja er hjá
fleiri fyrrverandi starfsmönnum
sem sagt hefur verið upp störfum.
Fjallað verður um mál Ólafs
Melsteð, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra tækni- og
umhverfissviðs, á bæjarstjórn-
arfundi í dag. Hyggst hann höfða
mál ef bærinn verður ekki við
kröfum hans um bætur. »6
Fleiri undirbúa
málshöfðun

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44