Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 ÍÞRÓTTIR Super Bowl Úrslitaleikur San Francisco 49ers og Baltimore Ravens fer fram í New Orleans annað kvöld. Aldrei áður hafa bræður mæst sem þjálfarar liðanna. Stærsti íþrótta- og sjónvarpsviðburðurinn vestanhafs. 4 Íþróttir mbl.is Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari ÍR í Dominos- deildinni í körfubolta, lét af störfum hjá liðinu í gærkvöldi en þetta kom fram á körfubolta- vefnum karfan.is. Á vefnum segir Viðar Friðriksson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, að stjórnin og Jón Arnar skilji „í mesta bróðerni“ en liðið er á botni deildarinnar. ÍR tapaði á fimmtudaginn ellefta leiknum í Dominos-deildinni þegar liðið steinlá fyrir Njarðvík með 17 stigum á heimavelli, 98:81. Þetta var sjötti tapleikur ÍR í röð í Dominos- deildinni en það hefur ekkert gengið hjá liðinu í vetur. ÍR-ingar ætluðu sér stóra hluti enda búnir að fá sterka menn heim á borð við Hreggvið Magnússon. Eftir fjórtán umferðir er liðið aftur á móti á botni Dominos-deildarinnar með sex stig eins og Tindastóll. Steinar Arason, aðstoð- arþjálfari ÍR, stýrir æfing- um hjá liðinu þar til nýr þjálfari hefur verið ráðinn. ÍR mætir næst Skallagrími á heimavelli á fimmtudaginn kemur. tomas@mbl.is Jón Arnar hætti hjá ÍR  Ekkert gengið hjá ÍR-ingum í vetur Jón Arnar Ingvarsson FRJÁLSAR Kristján Jónsson kris@mbl.is Akureyringurinn Kolbeinn Höður Gunn- arsson úr Ungmennafélagi Akureyrar setti Íslandsmet í 400 metra hlaupi innanhúss á Stórmóti ÍR í Laugardalshöllinni. Kolbeinn er aðeins 17 ára gamall og náði um leið lág- marki fyrir EM 19 ára og yngri í sumar. Kolbeinn hljóp á 48,03 sekúndum og bætti Íslandsmetið um tvö sekúndubrot. Metið var ekki nema ársgamalt og var í eigu Trausta Stefánssonar sem nú er við æfingar í Svíþjóð. Kolbeinn hjó nærri lág- markinu fyrir EM fullorðinna innanhúss og segist nú hafa sett stefnuna á að vinna sér þátttökurétt á því móti en til þess hefur hann nokkrar vikur. „Ég er aðeins þremur hundruðustu frá lágmarkinu og það þarf ekki mikið til að ná því. Ég trúi ekki öðru en að ég eigi helling inni og vonast eftir því að komast niður fyrir 48 sekúndur áður en veturinn er lið- inn. Það væri bæði frekari bæting á metinu en einnig lágmark fyrir EM innanhúss. Vonandi kemur þetta núna um helgina en ef ekki þá hef ég nokkrar vikur til að ná lágmarkinu. Nú er stefnan bara að ná þessu lágmarki og það verður allt gefið í það,“ sagði Kolbeinn þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær en hann verður á fleygiferð um helgina á Meist- aramóti Íslands 15-22 ára í Laugardalshöll- inni. Þar ætlar hann einnig að keppa í 60 metra og 200 metra hlaupi en segist al- mennt séð leggja mesta áherslu á 400 metra hlaupið. Bjóst ekki við svo mikilli bætingu „Ég stefni á að vinna allar greinar sem ég tek þátt í. MÍ fer fram eftir viku og þar stefni ég einnig á að vinna allar mínar greinar,“ sagði Kolbeinn brattur en við- urkennir að þótt hann sé í bætingarformi þá hafi hann ekki búist við jafn mikilli bæt- ingu í janúar og raunin varð á Reykjavík- urleikunum. „Ég hef undirbúið mig í allan vetur en árangurinn var framar björtustu vonum. Ég bjóst við bætingu en ekki svona mikilli. Enn sem komið er hef ég verið að bæta mig um hverja helgi og vonandi heldur það bara áfram. Ég er í góðu líkamlegu formi og ég trúi því ekki að ég sé búinn að toppa nú þegar en það verður náttúrlega bara að koma í ljós,“ sagði Kolbeinn ennfremur en margt af efnilegasta frjálsíþróttafólki lands- ins verður á meðal keppenda í Laugardals- höllinni um helgina og má þar nefna Stef- aníu Valdimarsdóttur, Sveinbjörgu Zophoníasdóttur, Anítu Hinriksdóttur, Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur og Matthildi Ylfu Þorsteinsdóttur, Nóg af mótum í sumar Kolbeinn segir að eins og staðan sé núna sé útlit fyrir að EM 19 ára og yngri í sumar verði hápunktur ársins hjá honum á hlaupa- brautinni en mótið fer fram á Ítalíu. „Það verður líklega stærsta mót ársins hjá mér og vonandi geri ég góða hluti þar. Ég kem einnig til með að fara á mót í Þýskalandi og á Gautaborgarleikana. Ég mun einnig keppa fyrir Ísland í Evrópubikarnum. Við vonumst til að tefla fram sterku liði og komast upp um deild. Ég mun því væntan- lega hafa nóg að gera í sumar,“ sagði Kol- beinn Höður Gunnarsson í samtali við Morgunblaðið. Stefnir á EM innanhúss  Sautján ára gamall Akureyringur sló Íslandsmetið í 400 metra hlaupi innanhúss á Stórmóti ÍR  Kolbeinn Höður Gunnarsson stefnir að því að bæta metið enn frekar á næstu vikum Morgunblaðið/Golli Methafi Kolbeinn Höður Gunnarsson á sprettinum á Reykjavíkurleikunum. Kolbeinn Höður Gunnarsson » Hlaupari frá Akureyri sem verður 18 ára í sumar og er nemandi í MA. » Setti á dögunum Íslandsmet í 400 metra hlaupi þegar hann hljóp á 48,03 sekúndum á Stórmóti ÍR. » Náði lágmarki fyrir EM 19 ára og yngri í sumar og er nálægt lágmarki fyrir EM fullorðinna innanhúss. » Keppir á Meistaramóti Íslands fyrir 15- 22 ára um helgina ásamt mörgu öðru efnilegasta frjálsíþróttafólki landsins. Sundsvall Dragons tapaði óvænt fyrir nýlið- um KFUM Nässjö, 81:76, þegar liðin mætt- ust í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöld. Nässjö situr á botni deild- arinnar og komst ekki þaðan þrátt fyrir sig- urinn en Sundsvall er með fjögurra stiga forskot í deildinni þrátt fyrir tapið. Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur hjá Sundsvall með 21 stig og hann tók jafn- framt sex fráköst og spilaði í 37 mínútur af 40. Hlynur Bæringsson lék í 30 mínútur og skoraði aðeins fimm stig, en tók 12 fráköst, en hann fór af velli með fimm villur fyrir lokakafla leiksins, ásamt tveimur öðrum leikmönnum Sundsvall. Peter Öqvist, þjálfari Sundsvall og íslenska landsliðsins, sagði eftir leikinn að vonandi yrði hann góð áminning fyrir sína menn. Pavel Ermolinskij tók 10 fráköst og skoraði tvö stig fyrir Norrköping Dolphins sem lagði Söder- tälje Kings, 78:71, og er í 5. sæti með 32 stig. Pavel spilaði í 25 mín- útur. vs@mbl.is Óvænt tap Sundsvall  Jakob stigahæstur en botnliðið vann toppliðið Jakob Örn Sigurðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.