Morgunblaðið - 24.02.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.02.2014, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2014 Olís-deild karla ÍBV – Akureyri...................................... 27:22 Staðan: Haukar 15 11 1 3 386:330 23 ÍBV 15 10 0 5 402:376 20 Valur 15 8 1 6 415:353 17 Fram 15 8 0 7 327:348 16 ÍR 15 8 0 7 408:402 16 FH 15 7 1 7 377:359 15 Akureyri 15 5 0 10 349:386 10 HK 15 1 1 13 330:440 3 Olís-deild kvenna Stjarnan – Valur................................... 21:29 Mörk Stjörnunnar: Hanna G. Stefánsdóttir 6, Helena Örvarsdóttir 5, Sólveig Lára Kjærnested 3, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 2, Esther V. Ragnarsdóttir 2, Sandra Sif Sigurjónsdóttir 2, Natalí Valencia 1. Mörk Vals: Karólína Bæhrenz Lárudóttir 6, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 5, Kristín Guðmundsdóttir 4, Morgan Þorkelsdóttir 4, Rebekka Rut Skúladóttir 3, Bryndís Wö- hler Halldórsdóttir 3, Anna Úrsúla Guð- mundsdóttir 3, Vigdís Birna Þorsteinsdótt- ir 1. Fram – Selfoss ...................................... 28:15 Mörk Fram: Marthe Sördal 9, Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Hekla Rún Ámundadóttir 5, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Hafdís Shi- zuka Lura 2, Eva Þóra Arnardóttir 1, Krist- ín Helgadóttir 1. Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastar- dóttir 8, Þuríður Guðjónsdóttir 4, Hulda Dís Þrastardóttir 1, Perla Ruth Albertsdóttir 1, Carmen Palamariu 1. HK – KA/Þór ........................................ 28:22 Mörk HK: Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 10, Gerður Arinbjarnar 8, Þórhildur Braga Þórðardóttir 4, Sigríður Hauksdóttir 2, Emma Havin Sardarsdóttir 2, Anna María Guðmundsdóttir 1, Sóley Ívarsdóttir 1. Mörk KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 11, Katrín Vilhjálmsdóttir 3, Þórunn E. Sig- urbjörnsdóttir 3, Laufey L. Höskuldsdóttir 2, Birta F. Sveinsdóttir 2, Arna K. Einars- dóttir 1. Fylkir – ÍBV .......................................... 23:24 Mörk Fylkis: Patricia Szölösi 7, Vera Páls- dóttir 6, Thea Imani Sturludóttir 5, Hildur Björnsdóttir 2, Júlíja Zukovska 2, Auður Guðbjörg Pálsdóttir 1. Mörk ÍBV: Vera Lopes 12, Telma Amado 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Kristrún Hlynsdóttir 2, Ester Óskarsdóttir 2, Arna Þyrí Ólafsdóttir 2. Haukar – Grótta ................................... 33:33 Mörk Hauka: Karen Helga Díönudóttir 9, Marija Gedroit 9, Viktoria Valdimarsdóttir 6, Ragnheiður Sveinsdóttir 3, Áróra Eir Pálsdóttir 3, Gunnhildur Pétursdóttir 3. Mörk Gróttu: Anett Köbli 9, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 8, Unnur Ómarsdóttir 8, Tinna Laxdal 5, Lene Burmo 2, Guðný Hjaltadóttir 1. Staðan: Stjarnan 19 16 2 1 561:408 34 Valur 19 14 2 3 539:382 30 Fram 19 14 0 5 481:405 28 ÍBV 19 14 0 5 503:469 28 Grótta 19 12 3 4 509:446 27 Haukar 19 9 2 8 503:471 20 FH 19 7 2 10 394:444 16 HK 19 6 2 11 420:446 14 Fylkir 19 4 2 13 422:489 10 KA/Þór 19 3 4 12 440:538 10 Selfoss 19 3 3 13 405:508 9 Afturelding 19 1 0 18 397:568 2 1. deild karla ÍH – Selfoss............................................ 27:30 Hamrarnir – Fylkir............................... 36:25 Þýskaland A-DEILD: Wetzlar – Kiel ....................................... 24:35  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk fyrir Kiel en Aron Pálmarsson ekkert. Al- freð Gíslason þjálfar liðið. RN Löwen – Magdeburg ..................... 32:26  Alexander Petersson skoraði 5 mörk fyr- ir Löwen og Stefán Rafn Sigurmannsson eitt. Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfar liðið. Eisenach – Emsdetten ......................... 26:28  Bjarki Már Elísson skoraði 5 mörk fyrir Eisenach en Hannes Jón Jónsson er meidd- ur. Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar liðið.  Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði 4 mörk fyrir Emsdetten, Oddur Gretarsson 3 og Ernir Hrafn Arnarson 1. Melsungen – Bergischer ..................... 34:29  Arnór Þór Gunnarsson skoraði ekki fyrir Bergischer. Björgvin Páll Gústavsson ver mark liðsins. Staðan: Kiel 23 21 0 2 753:612 42 Hamburg 23 18 1 4 747:671 37 RN Löwen 23 17 3 3 724:601 37 Flensburg 23 17 2 4 688:596 36 Füchse Berlín 23 16 2 5 669:584 34 Melsungen 23 13 2 8 689:659 28 H.Burgdorf 23 11 2 10 644:662 24 Lemgo 23 10 3 10 706:707 23 Magdeburg 23 10 2 11 658:657 22 N-Lübbecke 23 9 3 11 639:663 21 Wetzlar 23 7 3 13 592:623 17 Minden 23 6 4 13 612:657 16 Gummersbach 23 7 2 14 603:654 16 Göppingen 23 5 5 13 677:689 15 Bergischer 23 6 3 14 649:691 15 Balingen 23 4 5 14 622:686 13 Eisenach 23 5 1 17 592:710 11 Emsdetten 23 3 1 19 581:723 7 HANDBOLTI Í HÖLLINNI Kristján Jónsson kris@mbl.is Haukar urðu á laugardaginn bik- armeistarar kvenna í körfuknattleik í sjötta skipti í sögu félagsins þegar liðið sigraði Snæfell í úrslitaleiknum í Laugardalshöll, 78:70. Haukar sigruðu fyrst í keppninni árið 1984 en hafa unnið fjórum sinnum á síð- ustu níu árum. Konunum úr Stykk- ishólmi hefur ekki tekist að vinna bikarmeistaratitilinn en liðið hefur verið tvívegis í úrslitum á síðustu þremur árum. Snæfell, sem hefur leikið allra liða best á Íslandsmótinu í vetur, tók strax frumkvæðið í leiknum og hafði ágætt forskot fram í annan leikhluta. Haukum tókst að ná for- ystunni fyrir hlé og héldu foryst- unni út leiktímann þó munurinn á liðunum væri aldrei mikill. Á loka- kaflanum munaði litlu að Snæfelli tækist að ógna Haukum verulega. Chynna Brown setti þá niður tvö vítaskot þegar rétt rúm mínúta var eftir og minnkaði muninn niður í 73:69 en Brown gerði 31 stig í leikn- um. Leikstjórnandinn Hildur Sig- urðardóttir stal í kjölfarið boltanum af Haukum og fór beint upp í ágætt þriggja stiga skot en hitti ekki. Það átti ekki fyrir Hildi að liggja þennan daginn því hún hitti aðeins úr einu af sautján skotum sínum í opnum leik. Á hinn bóginn gaf hún sex stoðsendingar og tók sjö fráköst. Ásamt Brown var Hildur Björg Kjartansdóttir best hjá Snæfelli með 18 stig og 12 fráköst. Lele Hardy sigursæl á Íslandi Þessa úrslitaleiks verður sjálfsagt minnst fyrir hreint magnaða frammistöðu Lele Hardy, leik- manns Hauka. Hardy er á sínu þriðja tímabili á Íslandi og land- vinningar hennar eru orðnir tölu- verðir. Hún vann tvöfalt með Njarð- vík fyrir tveimur árum og var þá valin besti leikmaður úrslitakeppn- innar. Hún virðist ennþá vera að vaxa sem leikmaður og virðist geta sýnt sínar bestu hliðar þegar mest á reynir. Í þessum úrslitaleik fengu Hauk- ar framlag frá fleiri leikmönnum en Snæfell og hafði það sjálfsagt sitt að segja. Margir leikmanna Hauka komust vel frá leiknum. Jóhanna Björk Sveinsdóttir lék til að mynda mjög vel með 8 stig og 7 fráköst en hún var með á nótunum í upphafi leiks þegar samherjum hennar gekk illa. Morgunblaðið/Ómar Fögnuður Guðrún Ámundadóttir lyftir bikarnum á loft með samherjum eftir að hafa veitt honum viðtöku úr höndum Hannesar Jónssonar, formanns KKÍ. Sjötti bikartitill Hauka Laugardalshöll, Powerade-bikar kvenna, úrslitaleikur, laugardaginn 22. febrúar 2014. Gangur leiksins: 6:4, 10:6, 17:6, 21:11, 24:15, 27:31, 35:41, 41:47, 50:55, 54:59, 58:64, 65:69, 70:78. Snæfell: Chynna Unique Brown 31/9 fráköst, Hildur Björg Kjart- ansdóttir 18/12 fráköst/3 varin skot, Hildur Sigurðardóttir 6/7 fráköst/6 stoðsendingar, Eva Mar- grét Kristjánsdóttir 5, Helga Hjör- dís Björgvinsdóttir 4, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 4/11 fráköst, Hug- rún Eva Valdimarsdóttir 2. Fráköst: 28 í vörn, 16 í sókn. Haukar: Lele Hardy 44/14 frá- köst/7 stolnir, Margrét Rósa Hálf- danardóttir 10/7 fráköst/5 stoð- sendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 8/7 fráköst, Gunn- hildur Gunnarsdóttir 7/6 fráköst, Íris Sverrisdóttir 3, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2, Dagbjört Sam- úelsdóttir 2, Auður Íris Ólafsdóttir 2/4 fráköst. Fráköst: 29 í vörn, 11 í sókn. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jón Bender. Snæfell – Haukar 70:78  Snæfelli tókst ekki að brjóta ísinn  Mögnuð frammistaða Lele Hardy  Fjórði sigur Hauka á síðustu níu árum  Fleiri lögðu lóð á vogarskálarnar Í EYJUM Júlíus G. Ingason sport@mbl.is Eyjamenn komu sér í þægilega stöðu í toppbaráttu Olís-deild- arinnar með sigri á Akureyri á laug- ardag, 27:22. ÍBV er nú í öðru sæti, þremur stigum á eftir toppliði Hauka en þremur stigum á undan Val, sem er í þriðja sæti. Annað sæt- ið er mikilvægt enda tryggir það heimaleikjarétt í úrslitakeppni Ís- landsmótsins í vor. Akureyringar héldu í við Eyja- menn lengst af en segja má að tveir leikkaflar, annar í fyrri hálfleik og hinn í þeim síðari, hafi skilið að. Fimm marka sigur Eyjamanna var kannski heldur stór miðað við gang leiksins en þó verðskuldaður. Akur- eyri er nú í erfiðri stöðu og í raun með bakið upp við vegg. Liðið er fimm stigum á eftir FH í næstneðsta sæti þegar sex leikir eru eftir. Því dugir ekkert minna en sigur í næsta leik, á heimavelli gegn ÍR, ætli liðið sér að komast eitthvað ofar í töfl- unni. Þótt ÍBV hafi unnið er ekki hægt að segja að liðið hafi spilað óaðfinn- anlega í leiknum. Þeir skoruðu að- eins fjögur mörk á fyrstu 20 mín- útum leiksins en bættu upp fyrir það og skoruðu 23 á næstu 40 mínútum. En á meðan var varnarleikur þeirra góður og markvarslan frábær en Kolbeinn Arnarson, markvörður Eyjamanna, varði rúm 46% þeirra skota sem á markið rötuðu. Örugg- lega hans besti leikur í vetur. Íþróttahúsið í Vestmannaeyjum, Olís-deild karla, laugardaginn 22. febrúar 2014. Gangur leiksins: 0:1, 2:4, 6:6, 9:6, 10:8, 11:8, 14:11, 16:16, 18:17, 22:18, 25:19, 27:22. Mörk ÍBV: Róbert Aron Hostert 9, Grétar Eyþórsson 5, Guðni Ingvars- son 4, Agnar Smári Jónsson 3, Theodór Sigurbjörnsson 3/1, Magnús Stefánsson 2, Andri Heim- ir Friðriksson 1. Varin skot: Kolbeinn A. Ingibjarg- arson 19 (þar af 1 til mótherja). Utan vallar: 10 mín. Mörk Akureyri: Bjarni Fritzson 7/2, Þrándur Gíslason 4, Sigþór Heimisson 3, Valþór Guðrúnarson 2, Gunnar Malmquist Þórsson 2, Kristján Orri Jóhannsson 2, Hreinn Hauksson 1, Halldór Logi Árnason 1. Varin skot: Jovan Kukobat 4, Tom- as Olason 4. Utan vallar: 14 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Góðir. Áhorfendur: 250. ÍBV – Akureyri 27:22ÍBV komið í þægilega stöðu  Annar sigur á Akureyri á einni viku Lele Hardy Hún skoraði 44 stig, tók 14 frá- köst, gaf 3 stoðsendingar og stal boltanum sjö sinnum af andstæðingunum. Hardy skoraði 11 stig á síðustu þremur mínútum fyrri hálfleiks þegar Haukar náðu frum- kvæðinu. Moggamaður leiksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.