Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014
að samstarf með Le Pen.
Flokki Le Pen er spáð 22 til 24%
fylgi. Le Pen tók við flokknum af föð-
ur sínum, Jean-Marie Le Pen, sem
meðal annars hélt því fram að helför
gyðinga hefði ekki átt sér stað. Hún
hefur unnið að því að milda ásýnd
flokksins, en ræðst meðal annars
gegn skyndibitastöðum, sem selja
kjöt af dýrum, sem slátrað er í sam-
ræmi við reglur íslamskra trúar-
bragða og vill innleiða dauðarefsingu
á ný. Stuðningurinn við Þjóðfylk-
inguna er mestur hjá Frökkum undir
þrítugu.
„Lýgur, svíkur og blekkir“
Danska þjóðarflokknum er spáð 22
til 26,7% fylgi. Pia Kjærsgård, einn
stofnenda flokksins, sagði að múslím-
ar væru fólk, sem „lýgur, svíkur og
blekkir“. Þegar hún var kærð fyrir
rasísk ummæli sagði hún að skoðanir
sínar væru fullkomlega venjulegar,
nytu mikillar útbreiðslu og Danir
viðruðu þær daglega: „Þetta kemur
rasisma ekkert við.“
Sönnum Finnum er spáð 17,8%
fylgi. Helsti frambjóðandi þeirra,
Juho Eerola, horfir til Þjóðfylking-
arinnar í Frakklandi og Danska þjóð-
arflokksins í von um samstarf. Ee-
rola segir að flóttamenn séu allir
lygarar og í þeim anda vilja Sannir
Finnar að Sómalar verði ásamt
hommum og lesbíum látnir fyrirber-
ast á Álandseyjum.
Frelsisflokki Austurríkis er spáð
18 til 22% fylgi. Flokkurinn hefur
kjörorð á borð við „Föðurlandsást í
stað þjófa frá Marokkó“ (Heima-
tliebe statt Marokkaner-Diebe). Eft-
ir að Jörg Haider lét lífið í bílslysi
hefur Heinz-Christian Strache leitt
flokkinn.
Flokkurinn Jobbik er sá þriðji
stærsti í Ungverjalandi og honum er
spáð 20,5% fylgi í kosningunum til
Evrópuþingsins. Flokkurinn lagði
fram frumvarp á þingi um að banna
„áróður“ fyrir samkynhneigð og liðs-
menn hans hafa andmælt hnattvæð-
ingu og erlendri fjárfestingu, sér-
staklega af hálfu gyðinga.
Sigurför grínistans Grillos
Fimm stjörnu hreyfingu grínist-
ans Beppes Grillos á Ítalíu er spáð
21,4 til 27,9% fylgi. Grillo fer mikinn
á pólitískum fundum, vill berjast
gegn hinni spilltu pólitísku stétt
landsins og losa um kverkatak
franskra og þýskra banka á ítölsku
efnahagslífi. Flokkur Grillos fékk
fjórðung atkvæða í þingkosning-
unum í febrúar á Ítalíu og varð þar
með stærsti einstaki flokkurinn í
landinu, meira fylgi fengu þó kosn-
ingabandalög á hægri og vinstri
væng.Grillo vill stöðva „blóðtoll Ítal-
íu til Evrópu“, en er þó ekki andvígur
ESB. Bæði UKIP og Græningjar á
Evrópuþinginu vilja fá liðsmenn
hans í sínar raðir. Grillo vill meðal
annars halda þjóðaratkvæði um að
Ítalía segi skilið við evruna. Ítalir
geti verið með líruna og verið áfram í
Evrópusambandinu rétt eins og
Bretar með pundið og Danir með
krónuna. Sá málflutningur á hljóm-
grunn á Ítalíu. Skoðanakannanir
sýna að fjöldi Ítala, sem vilja kasta
evrunni, hefur tvöfaldast á fjórum ár-
um og sé nú 34%.
Það segir sína sögu um andrúms-
loftið á Ítalíu að flokkar, sem hafa
efasemdir um Evrópusambandið eða
eru andvígir aðildinni að því, njóta
samanlagt 60% fylgis.
Gegn „lýðskrumsflokkunum“
Nicolas Sarkozy, fyrrverandi for-
seti Frakklands, réðist til atlögu við
efasemdaflokkana í blaðagrein í gær
þar sem hann sagði að umbætur
væru nauðsynlegar í Evrópusam-
bandinu til að stöðva uppgang lýð-
skrumsflokkanna. Sarkozy sagði að
rétt væri að binda enda á Schengen-
samstarfið um frjálsar ferðir án
vegabréfsáritana og hvatti til þess að
fransk-þýskur efnahagskjarni yrði
gerður að hjarta evrusvæðisins.
Í Þýskalandi er andrúmsloftið
gjörólíkt því sem er á Ítalíu og víðar.
Þar verður efasemdamönnum um
ESB lítið ágengt. Flokkurinn Annar
kostur fyrir Þýskaland (AfD) fengi
samkvæmt skoðanakönnunum 7%
fylgi í kosningunum. Angela Merkel
kanslari, sem brosir til kjósenda af
kosningaspjöldum undir slagorðinu
„Árangursrík saman í Evrópu“, virð-
ist vera með pálmann í höndunum.
Almenn ánægja er með störf hennar
og flokki hennar, Kristilegum demó-
krötum, er spáð 38% fylgi í kosning-
unum. Sósíaldemókratar, sem eru
með Merkel í stjórn, fengju 27% at-
kvæða. Í Berlínarblaðinu Tages-
spiegel birtist nýlega skopteikning af
Merkel þar sem stóð: „Ég ákveð
hvað er í matinn. Kjósendur velja
hverjir þjóna til borðs.“
Evrópuþingið hefur verið gagn-
rýnt fyrir að vera tannlaus spjall-
samkoma. Nú á að reyna að auka
völd þingsins. Í fyrsta sinni mun það
hafa vald til þess að tilnefna arftaka
fráfarandi forseta framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins, sem
nú er Jose Manuel Barroso. Þingið
hefur þó ekki síðasta orðið um næsta
forseta.
Niðurstöður í kosningunum ættu
að vera ljósar á sunnudagskvöld.
Ekki má birta úrslit úr kosning-
unum, sem fara fram fyrir sunnudag,
fyrr en kosið hefur verið í öllum að-
ildarríkjunum. Rökin fyrir því eru að
það gæti haft áhrif á þá sem eiga eftir
að kjósa.
AFP
Vísindamönnum evrópsku geim-
stofnunarinnar tókst farsællega að
breyta stefnu könnunarfarsins Ro-
settu í gær. Farið er nú á leið til
móts við halastjörnuna 67P/
Churyumov-Gerasimenko en áður
þurftu stjórnendur farsins að hægja
á því til að nálgast hraða halastjörn-
unnar.
Rosetta var á um 755 m/s hraða en
halastjarnan ferðast á um 300 m/s.
Leiðréttingin tók um átta klukku-
stundir og voru hreyflar farsins not-
aðir til að hægja á því. Vísindamenn-
irnir eiga enn eftir að grannskoða
mælingar sem þeim hafa borist frá
farinu en svo virðist sem allt hafi far-
ið að óskum. Fleiri stefnuleiðrétt-
ingar eru framundan en þessi var sú
umfangsmesta.
Halastjarnan og Rosetta eru nú í
um 500 milljón kílómetra fjarlægð
frá jörðinni og eru enn um milljón
kílómetrar á milli þeirra. Sporbraut
halastjörnunnar ber hana út fyrir
braut Júpíters og svo aftur inn fyrir
braut Mars. Til að setja í samhengi
þá nákvæmni sem þarf til að stýra
geimfari á braut um halastjörnu í
víðáttu geimsins þá er 67P/
Churyumov-Gerasimenko aðeins um
fjögurra kílómetra breið.
Áætlað er að Rosetta komist á
sporbaug um halastjörnuna í ágúst.
Í nóvember er svo ætlunin að senda
lendingarfarið Philae niður á yfir-
borð halastjörnunnar
Tókst að hægja á Rosettu
AFP
Gagnastreymi Vísindamenn í frönsku geimstofnuninni fylgjast með gögn-
um sem berast frá könnunarfarinu Rosettu á ferð þess um sólkerfið okkar.
Könnunarfarið
á leið til móts við
halastjörnu
VINNINGASKRÁ
3. útdráttur 22. maí 2014
774 12321 24708 33482 42273 51880 61977 70003
1147 12453 25330 33846 42523 52022 62016 70413
1515 12540 25640 33870 42658 52418 62136 70855
2192 12808 25702 34363 42944 52579 62682 71524
3347 13008 25850 34456 42981 53099 63043 72043
3694 13139 25936 34559 43309 53545 63200 72453
4028 13410 26566 34658 43393 54414 63707 72645
5167 13687 26672 34803 43924 54465 63767 74304
5623 13800 26969 35176 44189 55052 63823 74773
5645 13996 27809 35289 44244 55224 63884 76065
6742 14116 28068 35486 44291 55236 64063 76327
6887 14555 28306 36066 44620 55425 64323 76662
6956 14577 28692 36167 46204 55494 65171 76775
7520 15305 28926 36427 46649 55642 66250 76828
8014 15816 28969 37351 46695 55810 66256 77202
8089 15960 29457 37593 46858 55878 66411 77366
8296 16934 29693 38031 47793 56357 66415 77482
8483 17373 29776 38097 48243 56377 66588 77691
8866 17713 29803 38317 48988 56580 67256 78102
9261 18273 29964 38390 49253 56976 67475 78512
9329 18909 30160 38988 49346 57085 67480 78758
9380 20222 30245 39027 49452 57330 67631 79265
9789 22155 30283 39479 49988 57537 67838 79551
9843 22816 30292 39784 50188 57949 67839 79654
10407 22930 30777 40055 50204 58285 67846 79689
10458 23239 30829 40208 50207 58397 68076 79734
10569 23380 32556 40435 50404 58776 68362
11081 23392 32831 41160 50885 59586 68752
11278 23772 32891 41523 50897 60176 69498
11923 23885 33204 41526 51163 60737 69593
12049 23912 33240 41570 51222 60774 69694
12055 23915 33393 42070 51545 61286 69704
430 9829 20673 33626 42573 54016 60021 70175
2507 10374 21010 34246 44076 54269 61879 70471
3837 12698 21049 34260 44082 54948 62569 71396
4018 14109 21081 35342 44383 55196 63442 71595
4419 14929 21630 35722 45609 55313 63952 72915
4641 15805 22751 38638 47026 55460 64231 74070
5897 16627 24171 38870 47768 55819 64315 74544
6773 17816 24173 38973 48537 56122 65692 77990
7262 18239 24630 39938 49618 56355 65721 79266
7408 18900 26698 40372 49937 56828 67452
7660 19375 26861 40703 51725 57753 67523
9780 20403 28043 41994 53249 58192 67758
9810 20562 29356 42337 53652 59567 68132
Næsti útdráttur fer fram 30. maí 2014
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
3543 5066 22362 70966
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
7930 22310 42445 50786 59424 70558
15321 28240 44389 52180 63413 73663
20709 34973 47808 54156 65625 76865
21869 36622 48734 57952 70332 79172
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
2 0 3 8 5
Fulltrúar rússneskra og kínverskra stjórn-
valda beittu neitunarvaldi sínu í örygg-
isráði Sameinuðu þjóðanna í gær til að
koma í veg fyrir að samþykkt yrði ályktun
sem hefði gert Alþjóðastríðsglæpadóm-
stólnum kleift að rannsaka og ákæra vegna
stríðsglæpa í Sýrlandi.
Þetta er í fjórða skipti sem ríkin tvö beita
neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að al-
þjóðleg stofnun skipti sér af átökunum í
Sýrlandi sem hófust fyrir rúmum þremur
árum. Frakkar báru tillöguna fram og hin ríkin þrettán í ráðinu sam-
þykktu hana. Yfir fimmtíu aðildarríki aðalþings Sameinuðu þjóðanna
höfðu skorað á ráðið að samþykkja tillöguna.
Sendiherra Rússa hafði sagst myndu hafna tillögunni þar sem það myndi
vinna gegn tilraunum til þess að leysa úr ástandinu í Sýrlandi eftir dipló-
matískum leiðum. Sýrlenska ríkisstjórnin hafði einnig lagst gegn henni.
SÝRLAND
Vilja ekki láta rannsaka stríðsglæpina