Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2014
Vodafone-völlurinn að Hlíðarenda,
Pepsi-deild karla, 12. umferð, laug-
ardag 19. júlí 2014.
Skilyrði: Þungskýjað en völlurinn
leit ágætlega út.
Skot: Valur 9 (4) ? KR 11 (8).
Horn: Valur 5 ? KR 4.
Valur: (4-3-3) Mark: Fjalar Þor-
geirsson. Vörn: Billy Berntsson,
Magnús Már Lúðvíksson, Mads
Nielsen, Bjarni Ólafur Eiríksson.
Miðja: Tonny Mawejje, Iain Willi-
amson, Kristinn Freyr Sigurðsson
(Sigurður Egill Lárusson 71.).
Sókn: Kristinn Ingi Halldórsson
(Daði Bergsson 61.), Kolbeinn
Kárason (Patrick Pedersen 46.),
Arnar Sveinn Geirsson.
KR: (4-3-3) Mark: Stefán Logi
Magnússon. Vörn: Haukur Heiðar
Hauksson (Egill Jónsson 76.),
Grétar S. Sigurðarson, Aron Bjarki
Jósepsson, Guðmundur R. Gunn-
arsson (Gunnar Þór Gunnarsson
61.) Miðja: Almarr Ormarsson,
Baldur Sigurðsson, Jónas Guðni
Sævarsson. Sókn: Kjartan Henry
Finnbogason, Gary Martin (Þor-
steinn Már Ragnarsson 66.), Emil
Atlason. 
Dómari: Erlendur Eiríksson ? 8.
Áhorfendur: 832.
Valur ? KR 1:4
Á HLÍÐARENDA
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
thorkell@mbl.is
Valsmönnum virðist ætla að ganga
frekar illa að verja vígið sitt á Hlíð-
arenda í sumar. Liðið hefur leikið
fimm leiki á Vodafone-vellinum í
sumar og tapað þremur þeirra. Það
segir sig sjálft að með þannig áfram-
haldi ná Valsmenn sér ekki í neitt
Evrópusæti þetta árið eins og stefn-
an var sett á.
KR vann Val á laugardag, 4:1 og
þar með eru KR-ingar enn taplausir
á Vodafone-vellinum síðan Valsmenn
tóku völlinn í notkun sumarið 2008.
KR-ingar kunna greinilega vel við
sig gegn þessum nágrönnum sínum í
Reykjavík, en sennilega enginn bet-
ur en Gary Martin sem var frábær í
leiknum á laugardag. Martin skoraði
mark og lagði upp annað og var gríð-
arlega vinnusamur í leiknum og
stýrði sóknarleik KR vel. Martin
hefur nú skorað í síðustu fimm leikj-
um sínum gegn Val, sem er ekki
ónýtt.
Álaginu dreift
KR-ingar hafa breiðan hóp og með
lið ennþá í bikarkeppni og leik gegn
Celtic í forkeppni Meistaradeildar
Evrópu á morgun í Edinborg þarf að
dreifa álaginu. Rúnar Kristinsson,
þjálfari KR, gaf Almari Ormarssyni
tækifæri í byrjunarliðinu gegn Val
og hann svaraði kallinu með marki
og stoðsendingu.
Reyndar átti Óskar Örn Hauksson
líka að koma nýr inn í byrjunarlið
KR frá síðasta leik, en komst ekki
heill í gegnum upphitun á laugardag.
Óskar Örn hefur verið tæpur vegna
meiðsla að undanförnu. Þegar leið á
leikinn fór Rúnar Kristinsson svo að
taka lykilmenn af velli til hvíldar og
gaf öðrum mönnum sviðið.
Fjarlægjast markmiðin
Valsmenn mættu til leiks með þrjá
nýja leikmenn. Úgandamaðurinn
Tonny Mawejje skoraði í sínum
fyrsta leik fyrir félagið og hægri
bakvörðurinn Billy Berntsson frá
Svíþjóð virkaði sprækur fyrstu 20
mínútur leiksins. Daði Bergsson sem
kemur frá Hollandi kom ferskur inn
á sem varamaður og reyndi eins og
hann gat að valda usla.
Það vantaði ekki markmiðin hjá
Val fyrir leiktíðina. Þau voru skýr
og ákveðið var að stefna til Evrópu.
Nýir leikmenn hafa verið fengnir
inn, en úrslitin hafa ekki endilega
verið í takt við væntingar.
Sóknarleikur Vals gegn KR var
bitlaus. Kolbeinn Kárason sem lék
sem fremsti maður liðsins var tek-
inn af velli í hálfleik og Arnar
Sveinn Geirsson átti afleitan dag.
Patrick Pedersen sem kom inn á
fyrir Kolbein í hálfleik náði sér svo-
sem ekki heldur á strik.
Valur er sjö stigum frá Evrópu-
sæti þegar 10 umferðir eru eftir og
ljóst að menn þurfa að spýta í lófana
að Hlíðarenda ef markmiðin eiga að
nást.
Vígið illa varið
 KR-ingar eru taplausir á Vodafone-vellinum að Hlíðar-
enda  Gary Martin skorað í fimm leikjum í röð gegn Val
Morgunblaðið/Eggert
Fagnað Jónas Guðni Sævarsson, Emil Atlason, Kjartan Henry Finnbogason og Guðmundur Reynir Gunnarsson
fagna marki Kjartans Henrys gegn Val á laugardag. KR-ingar unnu öruggan sigur á Val í leik sem lauk 4:1.
0:1 Aron Bjarki Jós-epsson 28. skallaði
fyrirgjöf Gary Martin í slá og
inn.
0:2 Kjartan Henry Finn-bogason 35. tók á móti
sendingu Hauks Heiðars
Haukssonar á vítateigslínunni
og skaut svo fallegu skoti í
markið.
0:3 Almarr Ormarsson37. fylgdi eftir skoti
Kjartans Henrys.
1:3 Tonny Mawejje 41.skoraði af stuttu færi
eftir sendingu Kristins Freys
Sigurðssonar.
1:4 Gary Martin 58. fylgdieftir skoti Almars
Ormarssonar.
I Gul spjöld:Nielsen (Val) 87. (brot). 
I Rauð spjöld: Engin. 
MM
Gary Martin (KR).
M
Kristinn Freyr Sigurðsson (Val) 
Almarr Ormarsson (KR) 
Kjartan Henry Finnbogason
(KR) 
Jónas Guðni Sævarsson (KR) 
Aron Bjarki Jósepsson (KR) 
Haukur Heiðar Hauksson (KR)
Það er mikilvægt fyrir
alla íþróttamenn að njóta
stuðnings foreldra sinna og
hafi bakland í fjölskyldu sinni.
Það versta er þó ef foreldrar
ætla börnum sínum að vera
eitthvað sem þau eru ekki,
eða ætlast til þess að þau af-
reki eitthvað í íþróttum sem
börnin hafa ekki getu til.
En það er nú samt einu
sinni þannig að sumir íþrótta-
menn hafa meiri hæfileika en
aðrir og oft sjá menn það fyr-
ir fljótlega á unglingsárum.
Þannig var það allavega með
norður-írska kylfinginn Rory
McIlroy sem vann opna breska
meistaramótið í golfi í gær.
Gerry McIlroy, faðir
Rorys, hafði svo mikla trú á
syni sínum í golfi að þegar
Rory var aðeins 15 ára gamall,
fyrir tíu árum síðan, lögðu
Gerry og þrír vinir hans undir
400 pund á að Rory McIlroy
myndi vinna opna breska
meistaramótið í golfi áður en
hann yrði 26 ára. Veðbankinn
taldi líkurnar 500 á móti ein-
um.
Til að halda því til haga
þá var Rory McIlroy 25 ára,
tveggja mánaða og 16 daga
gamall í gær þegar hann fagn-
aði sínum fyrsta sigri á opna
breska meistaramótinu í golfi.
Faðir hans og vinirnir þrír
ættu því að hafa fengið í sinn
hlut því sem nemur 40 millj-
ónum króna eða 10 milljónir á
mann vegna þessa 10 ára
gamla veðmáls.
Mér dettur ekki til hugar
að hvetja fólk til að leggja
peninga undir á að börnin
þeirra verði einhver stórmenni
í íþróttum þegar fram líða
stundir. En hins vegar má
hvetja til þess að hlúa vel að
ungu og efnilegu íþróttafólki.
Þau eru stjörnur framtíð-
arinnar ? eða í það minnsta
kemur það í hlut í einhverra
þeirra sem skara ungir fram í
sínum íþróttagreinum.
BAKVÖRÐUR
Þorkell Gunnar
Sigurbjörnsson
thorkell@mbl.is
unum þegar 34 sekúndur voru
eftir.
?Við fengum frítt þriggja stig
skot og brennum því af,? sagði Ív-
ar Ásgrímsson, þjálfari íslenska
liðsins, um síðustu sekúndur úr-
slitaleiksins en íslenska liðið var
síst lakara en það austurríska sem
small vel saman í síðasta leiknum.
Small saman í úrslitaleiknum
?Við lentum á góðu liði, þær
spiluðu mjög vel. Þær voru að hitta
miklu betur í þessum leik en þær
höfðu verið að gera. Sér í lagi úr
þristum. Þær voru ekki búnar að
gera það í hinum leikjunum. Þetta
var eiginlega fyrsti leikurinn þar
sem liðið small saman hjá þeim.?
Dómgæslan var heldur ekki hlið-
holl Íslendingum í leiknum. ?Við
byrjuðum mjög vel og komumst í
11:2 og þá eru dómararnir að
dæma mjög hart á okkur og varn-
arleikurinn riðlast mjög. Við feng-
um á okkur 23 villur á móti 7. Þær
fengu tuttugu víti í fyrri hálfleik á
meðan við fengum fjögur. Það var
ekki sama dómgæslan báðum meg-
in,? sagði Ívar.
Helena Sverrisdóttir var valin
besti leikmaður mótsins en hún
spilaði frábærlega á mótinu og var
stigahæst í liði Íslands með að
meðaltali 17.5, stig í leik, náði 9,5
fráköstum og átti 4,3 stoðsend-
ingar. 
Ljóst er að Evrópukeppni smá-
þjóða er afar góður prófsteinn fyr-
ir þau lið sem taka þátt og íslenska
liðið sýndi heldur betur að það á
heima í stærri keppni eins og úr-
slitin úr hinum þremur leikjunum
gefa til kynna.
?Við kepptum þrjá leiki sem við
förum mjög auðveldlega með og
það reynir ekki nógu mikið á okk-
ur. Við eigum að fara í sterkari
keppni. Framfarirnar hafa verið
það miklar og stelpurnar eru góð-
ar,? sagði Ívar sem stýrði liðinu til
sigurs í sömu keppni fyrir 10 árum
en að hans sögn er hann með?mun
betra lið núna? og ljóst að liðið
stefnir á að taka þátt í sterkari
mótum í náinni framtíð.
?Mun betra lið núna?
 Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik hlaut silfur
í Austurríki  Helena valin best Framtíðin er björt
Morgunblaðið/Ómar
Best Helena Sverrisdóttir var valin besti leikmaðurinn í Evrópukeppni
smáþjóða sem fram fór í Austurríki. Hún skoraði 17,5 stig að meðatali. 
KÖRFUBOLTI
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Íslenska kvennalandsliðið í körfu-
knattleik kom heim í gær frá St.
Pölten í Austurríki en þar tók liðið
þátt í Evrópukeppni smáþjóða. Ís-
lenska liðið hlaut silfurverðlaun á
mótinu þar sem heimakonur í
Austurríki hrósuðu sigri. 
Íslenska liðið spilaði vel á
mótinu og vann sinn riðil örugg-
lega en með Íslandi í riðli var Gí-
braltar og Malta. Ísland valtaði yf-
ir fyrrnefnda liðið 120:30 og
sigraði Möltu einnig með miklum
mun, 85:46. 
Skotland var íslensku stelp-
unum engin fyrirstaða í undan-
úrslitunum og fór sá leikur 85:59.
Austurríska liðið reyndist hins
vegar of stór biti fyrir íslensku
stelpurnar að kyngja og vann liðið
mótið í annað skiptið í röð í spenn-
andi úrslitaleik 81:87 þar sem ein-
ungis munaði þremur stigum á lið-

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8