Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 ✝ Sigmar Hró-bjartsson fædd- ist á Ríp í Hegra- nesi 24. maí 1919. Hann lést á Hjúkr- unarheimili Hrafn- istu við Boðaþing í Kópavogi 5. nóv- ember 2014. Foreldrar Sig- mars voru hjónin Hróbjartur Jón- asson, f. 5.5. 1893, d. 3.4. 1979, og Vilhelmína Helgadóttir, f. 4.10. 1894, d. 3.10. 1986. Sigmar var elstur sex systkina sem eru Jónas, f. 1923, d. 1983, Haraldur, f. 1925, d. 1985, Sigrún, f. 1927, Erla Ragna, f. 1928, d. 2014, og Þór, f. 1931, d. 1940. Sigmar kvæntist 15.5. 1948 Jóhönnu Guðbjörgu Gunnlaugs- dóttur, f. 29.12. 1924, d. 18.4. 2012. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Bergdís Ósk, gift Davíð W. Jack. Synir þeirra eru: a) Ró- bert, kvæntur Díönu Dröfn Heið- arsdóttur. Börn þeirra eru: Agata Erna, Daníel Heiðar og Kormákur Nói. b) Sigmar, kvæntur Önnu Kristínu Úlfars- dóttur. Börn þeirra eru: Hilmir börn. 2) Sigríður Sigurgeirs- dóttir, gift Ragnari Jónassyni. Þau eiga tvær dætur og tvö barnabörn. 3) Hansína Sig- urgeirsdóttir. Hún var gift Sveinbirni S. Herbertssyni og þau eiga tvo syni og fjögur barnabörn. 4) Þorkatla Sig- urgeirsdóttir, gift Jóni Sigurðs- syni. Þorkatla á eina dóttur og einn dótturson. 5) Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, hún er ekkja og barnlaus. 6) Sigurgeir Þórð- arson. Hann er látinn. Sigmar ólst upp við almenn sveitastörf með foreldrum sínum á Sauðárkróki, Hellulandi og Hamri í Hegranesi. Leiðin lá síð- an í Héraðsskólann í Reykholti. Hann útskrifaðist frá Samvinnu- skólanum í Reykjavík 1944, lærði síðan múraraiðn, tók sveinspróf á Sauðárkróki 1959 og meistarapróf í Reykjavík 1973. Hann bjó á Efri- Harrastöðum á Skagaströnd 1947-1955, fluttist þá til Skaga- strandar og vann við múrverk, sjómennsku og fleira. Var kaup- félagsstjóri á Skagaströnd 1965- 1968, fluttist þá til Reykjavíkur og starfaði þar við múrverk til 1981. Var vaktmaður hjá SÍS 1981-1989. Eftir það var hann við blaðburð og starfaði einnig mikið með Silfurlínunni sem að- stoðaði eldra fólk. Útför Sigmars fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 14. nóv- ember 2014, kl. 13. Davíð, Brynjar Axel og Freyja Ísabella. 2) Gunnlaugur Gísli, kvæntur Steinunni Fríðhólm Friðriksdóttur. Þeirra börn eru Jó- hanna og Ragnar Friðrik. 3) Sigurþór Heimir, í sambúð með Þjóðbjörgu Hjarðar Jónsdóttur. Sonur þeirra er: a) Benedikt Aron. Börn Sigurþórs Heimis og Arnheiðar Ragnars- dóttur eru: b) Sigríður Ragna, í sambúð með Sigurði Pétri Ólafs- syni. Sonur þeirra er Ólafur Breki. c) Sigurþór Arnar. d) Guðbjörg Ósk. Börn Þjóðbjargar eru: a) Ragnheiður Ágústa Árna- dóttir, í sambúð með Ísaki Stef- ánssyni. Þeirra börn eru: Katrín Silva og Úlfur Tómas. b) Andri Freyr Árnason, í sambúð með Elinu Gundersen. Sigmar kvæntist 14. febrúar 1978 eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, f. 30.12. 1926. Börn Ingibjargar eru: 1) Aðalsteinn Sigurgeirsson, kvæntur Leu H. Björnsdóttur. Þau eiga þrjú börn og níu barna- Sigmar Hróbjartsson kom inn í líf okkar systra nokkru eftir að hann og móðir okkar, Ingibjörg Guðmundsdóttir sjúkraliði, kynntust. Þau höfðu kynnst á fögru vorkvöldi í göngu með Ferðafélagi Íslands upp á Esju. Síðan þá áttum við í fjölskyld- unni eftir að sjá og reyna af mikilli innlifun, gleði og andans gift að útivist, garðrækt, ferðir um landið okkar sem og önnur lönd og álfur, ljóðlist, leikhús, bókmenntir og málefni líðandi stundar í stjórnmálum landsins voru þeirra sameiginlegu hjart- ans mál. Móðir okkar hafði verið ekkja í 18 ár og ein með börnin sín sex. Með Sigmari kom inn í fjölskylduna einstaklega hlýr, ástríkur, mildur og reglusamur fjölskyldufaðir, með eindæmum vinnusamur, orðheldinn og hjálpsamur vinur og félagi í öllu því sem við systkinin tókum okkur fyrir hendur. Mamma og Sigmar byggðu sér veglegt heimili í Selásnum. Þar bjuggu þau tvö með yngsta bróður okkar, Sigurgeiri, sem Sigmar í reynd gekk í föðurstað. Heimili þeirra var þungamiðja fjölskyldunnar og þar vorum við systkinin, makar okkar og börn velkomin og alltaf rúm fyrir gesti hvaðan úr heiminum sem þá bar að garði. Heimilinu var stundum líkt við alþjóðlegan flugvöll. Sigmar var andans maður í þeim skilningi að hann átti auð- velt með að setja sig inn í við- fangsefni fjölskyldunnar í gleði og sorg og ræða þau í ljósi þess ókunna; þess sem okkur er ekki gefið að vita; þess sem tekur við þegar fátt er um svör; trúarinn- ar á það að lífið hafi tilgang. Þar kom yfirvegun Sigmars, æðru- leysi hans og virðing fyrir öllu sem lifir og hrærist svo vel í ljós. Mamma og Sigmar áttu það sameiginlegt að vera í eðli sínu bændur sem bjuggu í borg. Þau eru af þeirri kynslóð Íslendinga sem var alin upp við íslenska bú- skaparhætti og árlegar annir við uppskeru og sláturtíð. Íslensk bændamenning einkenndi heim- ilishaldið og allir í fjölskyldunni nutu góðs af, árið um kring. Uppskeruhátíð, þorrablótin og sumarsólstöður voru tilefni til að fagna og mikið var um dýrðir, söng og hljóðfæraleik, enda Sig- mar félagslyndur og kunni því best að hafa fullt hús af fólki í mat og drykk. Á þennan hátt voru mamma og Sigmar „borg- arbændur“, þau sögðu aldrei skilið við lífsstílinn sem sveitin gaf, en nutu margbreytileika borgarlífsins. Sigmar náði háum aldri. Með árunum kom í ljós að í Sigmari bjó bæði eðli bóndans sem yrkir eigin matjurtagarð, safnarans og veiðimannsins. Margar voru ferðirnar sem farnar voru með nestispakka upp um fjöll og dali til að safna fræjum, tína grös, ber og sveppi, eða bleyta öng- ulinn í ám og vötnum. Við syst- urnar og börnin okkar, sem áttu í Sigmari skemmtilegan og at- hafnasaman afa, erum margs vísari um gróður íslenskrar náttúru eftir þessar ferðir um landið með mömmu og Sigmari. Undir það síðasta var Ell- iðaárdalurinn og umhverfi hans dalur dalanna. Við systur erum þakklátar fyrir allt sem Sigmar var okkur og fjölskyldum okkar í öll þessi ár, og ævinlega ánægðar með það að mamma skuli hafa kynnst honum og gefið okkur tækifæri til að njóta hlýju hans og nærveru. Blessuð sé minning Sigmars. Hansína, Þorkatla og Sigurbjörg. Í litadýrð lækkandi sólar lést Sigmar Hróbjartsson nágranni og vinur okkar hjóna, kominn vel á tíræðisaldur. Kynni hófust þegar við urðum nágrannar í Brautarási fyrir þrjátíu og fimm árum í næsta húsi við þau Sig- mar og Ingibjörgu. Margs er að minnast og allt á góðan veg. Sigmar var starfsamur, fylginn hugsjónum sínum, hag- mæltur, vel lesinn og vel ritfær. Þegar við kynntumst hafði hann dregið úr múrverki en sinnti næturvörslu og dreifingu blaða. Stundaði sund og ræktunarstörf á sumrin í Skammadal. Allt af eldmóði sem einkenndi hann alla tíð. Stundum þegar ég kom úr vinnu fékk ég að njóta vísna sem höfðu orðið yrkisefni þann dag- inn. Af nógu var að taka í henni pólitík. Fyrir borgarstjórnar- kosningar með haug bæklinga fékk hann hjá mér þrjár bréfa- klemmur. Daginn eftir lá þessi vísa í anddyrinu: Bréfaklemmur efla R er það mjög að vonum. Íhaldsmanna þróttur þverr og þetta hentar konum. Hann ritaði greinar í blöð og fyrir fáum árum minningar frá Sauðárkróki og Skagafirði í Skagfirðingabók. Undurfallegur texti. Hann tók opnum huga við nýrri tækni. Nýtti sér netið til upplýsingaöflunar og var auðvit- að á fésbók og skæpi. Margvísleg áhrif þiggur mað- ur af samferðafólki sínu og áhrif Sigmars eru þar ekki undan- skilin. Kúmenkaffi, vöfflur og rjómi, soðið slátur, skötuveislur og sviðalappir. Þegar Sigmar fór með Gunnarshólma án nokkurs hiks blaðalaust á níræðisaldri. Sjóstangaveiði í Garðsjó og víð- ar. Kosningavökur þar sem fjöl- mörgum viðhorfum var til að dreifa. Hvönn ræktuð við hús- gaflinn og farið til fjallagrasa. Berjum og öðrum jarðargróða komið í frysti og rennt fyrir fisk í ám og vötnum. Farfuglarnir fengu hlaðborð veiga og gerðust líklega staðfuglar fyrir vikið. Fylgst var með veðurfari og því hvort sumar og vetur frysi sam- an. Skipst á blöðum sem við fengum til baka með ábending- unni „Lesist!“ þegar við átti. Síðast en ekki síst snertir það hjarta mitt þegar ég hugsa um hlýhug hans í garð okkar hjóna. Svo dæmi sé tekið meðal annars við komu eftir langt flug síðla á gamlárskvöld. Gamli maðurinn búinn að fylla ísskápinn af góð- gæti og fór ekki sjálfur í heim- boð fyrr en við vorum komin heilu og höldnu. Er þá fátt upp talið af góðvild og hjálpsemi við okkur Guðmund. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Trúarjátning, ljóð Sigmars, er eftirfarandi: Á þinn himin hnatta sveim ég horfi Drottinn minn og lýt í auðmýkt lögum þeim í ljóssins ríki finn. Við blóm í haga batt ég tryggð blíðan fuglasöng og almættisins yfirskyggð okkar jarðarföng. Af trúnni á Jesú tók ég mið og tigna nafnið hans sem vildi snauðum veita lið á vegi kærleikans. Heiman búinn held ég senn til heiða ljóssins sný og í sátt við alla menn í andans heimi bý. Við kveðjum kæran vin og biðjum Ingibjörgu konu Sig- mars, börnum og ástvinum öll- um blessunar. Vilborg Runólfsdóttir. Sigmar Hróbjartsson ✝ Sigurlaug Ing-ólfsdóttir fæddist 2. apríl 1928 og ólst upp á Strandgötu 25b á Akureyri. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 1. nóvember 2014. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ingibjörg Halldórs- dóttir, f. 15. nóv- ember 1904, frá Þorsteins- stöðum í Grýtubakkahreppi, d. 24. október 1994, og Ingólfur Guðmundsson Seyðfjörð, f. 23. júlí 1897, frá Akureyri, d. 13. febrúar 1962. Systir Margrét Ingólfsdóttir, fv. verslunarmaður í Reykjavík, f. 19. september 1926, og fóst- ursystir Ásta Sigurðardóttir, sjúkraliði á Akureyri, f. 20. febrúar 1943, systurdóttir Ingi- bjargar Halldórsdóttur. Hinn 2. júlí 1949 giftist Sig- urlaug Ragnari Steinbergssyni, hæstaréttarlögmanni, f. 19. apríl 1927, frá Siglufirði, d. 26. fræðingur og þroskaþjálfi, f. 1966. Börn hennar og Guðfinns Pálssonar eru Sigurlaug Sól, f. 1999, og Þór Elí, f. 2002. Barnabarnabörnin eru orðin átta. Sigurlaug lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar árið 1945 og prófi frá Húsmæðraskóla Ísafjarðar árið 1947. Hún vann í Björnsbakaríi í Reykjavík á meðan Ragnar var í laganámi og síðan í Stjör- nuapóteki á Akureyri, áður en dæturnar fæddust. Seinna er Sigurlaug fór aftur út á vinnu- markaðinn vann hún í Sjúkra- samlagi Akureyrar í níu ár. Góðtemplarareglan átti hug hennar allan. Sjö ára gekk hún í barnastúkuna Samúð, fjórtán ára í stúkuna Ísafold, Fjallkon- una nr. 1 og loks í Stórstúkuna. Hún var í stjórn Friðbjarn- arhúss, minjasafns templara á Akureyri, í 20 ár, þar af 10 ár sem formaður, og fékk hún æðsta merki stórstúkunnar fyr- ir það. Sigurlaug var mikil hannyrðakona, saumaði út og málaði postulín. Þá átti hún vefstól þar sem hún óf mörg listaverk. Útör Sigurlaugar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 14. nóvember 2014, og hefst at- höfnin kl. 13.30. febrúar 1995. For- eldrar hans voru Soffía Sigtryggs- dóttir, f. 6. júlí 1903, d. 28. ágúst 1990, og Steinberg Jónsson, f. 17. nóv- ember 1903, d. 11. september 1984. Sigurlaug og Ragnar eignuðust fjórar dætur: 1) Guðbjörg Inga, læknaritari, f. 1952, maki Kristinn Tómasson. Börn þeirra Ragnar Páll, f. 1978, Ásta Sigurlaug, f. 1982, Baldur, f. 1980, Ketill, f. 1982, og Sig- rún, f. 1986, lést í bílslysi 2. júlí 2006. 2) Soffía Guðrún, við- urkenndur bókari, f. 1955, maki Steindór Sigurðsson. Börn þeirra Anna Rut, f. 1976, Sigurður Ingi, f. 1979, og Haukur Heiðar, f. 1983. 3) Ingi- björg, sjúkranuddari, f. 1957, maki Axel Bragi Bragason. Synir þeirra Bragi Rúnar, f. 1981, og Ingólfur Ragnar, f. 1983. 4) Ragna Sigurlaug, lög- Kveðja frá tengdasyni. Hvíldin er fengin himins öldur rugga hjartkærri móður inn í djúpan frið. Nú ber ei lengur yfirskin né skugga skínandi ljómi Drottins blasir við. Líður hún nú um áður ókunn svið. Englanna bros mun þreytta sálu hugga. Hvíldin er fengin himins öldur rugga hjartkærri móður inn í djúpan frið. Þökk sé þér fyrir alla ástúð þína allt sem þú gafst af þinni heitu sál. Lengi skal kær þín milda minning skína merlar hún geislum dauðans varpa á. Fagurt um eilífð blossar andans bál. Burt er nú kvöl og þreyta sorg og pína. Þökk sé þér fyrir alla ástúð þína allt sem þú gafst af þinni heitu sál. (Matthías Jochumsson) Axel Bragi Bragason. Undarlegt hvað ævin líður en ímynd fólks helst óbreytt í huga manns allt frá upphafi til þess er ævinni lýkur. Amma var alltaf sú sama. Góð kona, vönduð og vildi fólki vel. Sama hvort viðmælandinn var fimm ára pjakkur, minni mitt nær ekki lengra, eða maður á fertugsaldri; þá sá hún alltaf það fallega og jákvæða við það sem viðmælandi hennar var að fást við. Ávallt var boðið upp á kakó og heimabökuðu vínarbrauðin sem voru í uppáhaldi hjá okkur barnabörnunum. Þótt lengra liði milli heimsókna, eftir því sem ár- in liðu, var alltaf nóg að ganga inn um dyrnar og segja „hæ amma“ til að fá viðbrögðin „ert þetta þú Bragi minn?“ Hlýjan og viðmótið var ávallt eins og um daglegan gest væri að ræða. Amma var afar handlagin og á meðal barna- og barnabarna eru nú hundruð muna af ýmsu tagi sem geyma minningu um mikla handverkskonu. Hún vissi allt um þjóðmálin, fylgdist vel með og var viðræðuhæf um hvaðeina sem bar á góma. Amma var sátt við að hennar tími væri á enda. Hún vissi sem er að enginn flýr örlög sín. Það er svo einkennilegt með það að þótt við vitum að það muni koma að símtalinu, þar sem okkur eru tilkynnt tíðindin, þá er ekki ann- að hægt en að vera trúr og vona að það verði ekki í dag, hvern dag. Þessi dagur kom þó 1. nóv- ember. Amma farin í ferðina löngu. Afi þarf ekki að bíða leng- ur eftir augnablikinu sem þau bæði hafa beðið eftir í 19 ár. Tvær sálir sameinaðar á ný. Ég á eftir að sakna þín, amma. Það er ekki sjálfgefið að eiga gott fólk að og það er því með þakklæti sem ég kveð þig. Ég bið almættið að taka vel á móti þér. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. (Ómar Ragnarsson) Bragi Rúnar Axelsson. Elsku amma Lauga hefur kvatt þennan heim, farin á betri stað og er nú sameinuð afa. Minningarnar eru svo ótal margar um ömmu sem stóð allt- af við bakið á sínu fólki og var alltaf til staðar. Amma var hlý og góð, réttsýn og heilsteypt, trú og traust og flest lék í höndunum á henni, var mikil hannyrðakona. Margar minningarnar eiga sér stað í eld- húsinu og það fór aldrei neinn svangur frá ömmu Laugu. Að sitja með ömmu við eldhúsborðið að púsla, spila, teikna, mála nú eða bara ræða málin, með ný- bakað vínarbrauð eða kleinur á diski, var yndislegt og ómetan- legt. Það var ávallt tilhlökkunar- efni að keyra á laugardögum frá Hauganesi í grjónagraut til ömmu og afa á Akureyri. Amma tók á móti okkur í svuntunni, ilmandi af mat og gaf okkur gott og mikið knús. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til hennar, hún var til staðar fyrir okkur hvort sem það var til að spjalla um daginn og veginn eða til að leita ráða hjá. Hún hafði sterkar skoðanir og oft sá maður hlutina í öðru ljósi eftir að hafa átt gott samtal við hana. Efst er okkur systkinunum í huga þakk- læti fyrir þau ár sem við nutum samvista við ömmu Laugu og minningarnar ylja okkur um hjartarætur. Þó dökkni og dimmi yfir og dagsins lokið önn, sú vissa að látinn lifir er ljúf og sterk og sönn. Hún er það ljós, sem lifir og lýsir myrkan veg. Hún ljómar öllu yfir svo örugg, dásamleg. Við samferð þína þökkum, já, þökkum allt þitt starf. Hrærðum huga og klökkum þú hlaust þá gæfu í arf að eiga huga heiðan og hreina sanna lund, sem gerði veg þinn greiðan á granna og vinafund. Nú ertu héðan hafinn á hærra og betra svið. Þar ást og alúð vafinn en eftir stöndum við. Þig drottinn Guð svo geymi og gleðji þína sál. Í öðrum æðra heimi þér ómi guðamál. (Valdemar Lárusson.) Hvíldu í friði, elsku amma. Anna Rut, Sigurður Ingi og Haukur Heiðar Steindórsbörn. Fyrir næstum 70 árum gekk ég í Barnastúkuna Sakleysið no. 3. Þar sá um barnastarfið ung stúlka sem hét Sigurlaug. Málin þróuðust þannig að ég fór að leika undir hennar stjórn og upp úr því hófst vinskapur á milli okkar. Í gegnum lífið hagaði því þannig til að við bjuggum í ná- lægð hvor við aðra og brölluðum við margt saman; sláturgerð, hárlitanir, hreingerningar, kleinubakstur og margt margt fleira. Í lífinu skiptast á skin og skúrir og þannig var það einnig hjá okkur. Þrátt fyrir það slitn- aði aldrei taugin á milli okkar. Því vil ég að lokum þakka öll góðu árin og kveðja með þakk- læti góða vinkonu. Elsku Gugga, Fía, Inga og Ragna. Innilegar samúðarkveðj- ur sendi ég ykkur. Sólveig. Mig langar að minnast móð- ursystur minnar, Sigurlaugar Ingólfsdóttur, sem nú hefur kvatt sitt jarðneska líf. Lauga var alla tíð hluti af minni tilveru þótt sambandið væri mismikið eins og gengur og gerist. Mest var það á mínum mótunarárum og ég er sannfærður um að ég á hluta af uppeldi mínu henni og Ragnari Steinbergssyni, eigin- manni hennar, að þakka. Það er ekkert sjálfgefið að fólk taki aukameðlim inn á heimili sitt þó svo um skyldleika sé að ræða. Að taka mig, unglinginn, inn á heimilið þótti þeim hjónum hins vegar hið sjálfsagðasta mál, þeg- ar ég hóf nám við Menntaskól- ann á Akureyri. Var ávallt komið fram við mig eins og ég væri einn af fjölskyldunni. Ef til vill naut ég þess að vera eini strák- urinn á heimilinu en heimasæt- urnar voru fjórar að tölu. Frænka fylgdist grannt með mér og góð ráð voru gefin þegar þess þurfti með. Lauga vék oft góðu að skólafélögum mínum og Sigurlaug Ingólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.