Málfríður - 15.10.2009, Blaðsíða 20

Málfríður - 15.10.2009, Blaðsíða 20
Betra er seint en aldrei. Með réttu hefði ég átt að senda þessa grein í Málfríði fyrir um ári síðan en Betra er seint en aldrei. Með réttu hefði ég átt að senda þessa grein í Málfríði fyrir um ári síðan en það fórst fyrir hjá mér. Ég bið lesendur afsökunar á seinaganginum en bendi um leið á að minningin um skemmtilegt þing hefur orðið enn betri með tímanum. Í júlí 2008 var haldið tólfta heimsþing frönskukenn­ ara. Yfirskrift þingsins var „Faire vivre les identités francophones“ eða „Við höldum sérkennum hins franska samfélags“. Farið var yfir stöðu frönskunn­ ar í heiminum og getum var leitt að því hver hún yrði í framtíðinni þegar heimurinn hefur dregist enn meira saman en orðið er. Þingið var að þessu sinni haldið í Québec í Kanada en Québec fagnaði einmitt 400 ára afmæli sínu á þessu ári og þar með 400 afmæli franskrar tungu í Ameríku. Forseta alþjóðasamtaka frönskukennara, Dario Pagel, var í ávarpi sínu tíðrætt um fagfélög frönsku­ kennara en kraftur þeirra og samtakagleði er mjög mikil. Einnig talaði hann um frönskukennarann sem slíkan og vitnaði í blaðamanninn Jackson Nikjé sem sagði: „Frönskukennarinn er eins og kerti sem lýsir upp hin frönskumælandi samfélög því í skólastofu sinni skapar hann á hverjum degi nýtt svæði hins frönskumælandi samfélags.“ Abdou Diouf, aðalritari hins franska samfélags, nefndi einnig í upphafsræðu sinni lykilhlutverk frönskukennans og frönskukenn­ arafélaganna fyrir framtíð hins frönskumælandi samfélags. Hann lagði áherslu á hlutverk þeirra að kenna nýjum kynslóðum að gera nútímatungu­ mál úr frönsku tungumál menningar og alþjóðlegra samskipta, sem er opið fyrir tækni, samskiptum og efnahagssamböndum en umfram allt tungumál sem fólk velur sjálft að nota og sem er því kært. Þingið var haldið í stórri ráðstefnuhöll í miðbæn­ um og voru aðstæður hinar bestu. Boðið var upp á mjög marga fyrirlestra, umræðuhópa og hringborðs­ umræður þessa fimm daga sem ráðstefnan stóð. Þar má nefna sérstakan orðaforða Kanadafrönskunnar, fyrirlestra um frönsku sem erlent tungumál, notkun frönsku í hinum arabíska heimi til að tjá það sem er bannað á arabísku o.fl. Á kvöldin voru skemmti­ atriði, kanadísk og frönsk söngatriði, leikrit o.fl. Einnig var boðið upp á skoðunarferðir um héraðið. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fer á svona þing og það sem mér fannst merkilegast við það var að fransk­ an réði ríkjum alls staðar. Mér fannst líka auðvelt að kynnast fólki; þar sem allir voru frönskukennarar var auðvelt að brydda upp á umræðuefni og allir töluðu saman á frönsku hvort sem þeir komu frá Íslandi, Trinidad­Tobago, Jemen eða Bandaríkjunum. Þetta var mjög skemmtileg upplifun fyrir kennara frá Íslandi þar sem enskan á svo sterk ítök. Það styrkti mig ennfremur í þeirri trú að franskan á upp á pallborðið í alþjóða­ samfélaginu og að það er full ástæða til að viðhalda kennslu hennar og notkun hvar sem er í heiminum. Í lokin fór fram kosning nýs forseta alþjóðasamtaka frönskukennara og varð Frakkinn Jean­Pierre Cuq fyrir valinu en hann er frönskukennurum á Íslandi að góðu kunnur því hann hélt námskeið fyrir okkur hér heima árið 2007. Einnig var kosið um staðsetn­ ingu næsta heimsþings og var ákveðið að það yrði haldið í Durban í Suður­Afríku árið 2012. Er það ekki að ástæðulausu þar sem af um milljón frönskukenn­ urum í heiminum starfar u.þ.b. helmingur í Afríku. Sigríður Anna Guðbrands­ dóttir er frönskukennari við Menntaskólann við Hamrahlíð. 20 MÁLFRÍÐUR Sigríður Anna Guðbrandsdóttir Heimsþing frönskukennara í júlí 2008

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.