Málfríður - 15.10.2009, Blaðsíða 26

Málfríður - 15.10.2009, Blaðsíða 26
Dagana 3.–8. ágúst síðastliðinn var 14. alþjóðleg ráðstefna þýskukennara (XIV. Internationale Tagung der Deutschlehrerinnen und Deutschlehrer – IDT) haldin í Jena og Weimar í Þýskalandi. Yfirskrift ráð­ stefnunnar var Deutsch bewegt sem mætti útleggja: Þýskan hrífur. Undirtitill var Sprache und Kultur: Deutsch als Fremdsprache weltweit sem merkir: Tungumál og menning: Þýska sem erlent tungumál um heim allan. Friedrich Schiller háskólinn í Jena var aðalráð­ stefnusetrið. Alls voru þátttakendur yfir 3000 frá um 115 löndum sem er aðsóknarmet á slíka ráðstefnu. Færri komust að en vildu og varð að vísa um 500 frá vegna skorts á hótelrými og aðstöðu, samt bjuggu margir í nokkurri fjarlægð frá ráðstefnusölunum. Héðan frá Íslandi sóttu 17 manns ráðstefnuna sem má kallast harla gott þegar þess er gætt að í Félagi þýsku­ kennara (Fþ) eru um 100 félagar og kom ráðstefnan í stað endurmenntunarnámskeiðs Fþ síðastliðið sumar en félagar í Kennarasambandi Íslands gátu sótt um endurmenntunarstyrk til að fara á ráðstefnuna. Jena er fornfræg háskólaborg, háskólinn var stofn­ aður árið 1558. Ýmsir frægir einstaklingar hafa kennt við skólann, svo sem Hegel og Schiller sem skólinn er kenndur við. Einnig er borgin þekkt fyrir smíði sjóntækja hvers konar. Borgin Weimar er þekktust fyrir að við hana er Weimarlýðveldið (1919–1933) kennt því stjórnarskráin var samþykkt þar. Í lok 18. aldar og í upphafi þeirrar 19. var borgin mið­ stöð þýskrar menningar og mennta því á þeim tíma störfuðu þar meðal annarra Herder og skáldjöfrarnir Goethe og Schiller. Liszt var einnig um tíma hirð­ tónskáld í Weimar. Þá má nefna að Bauhaus lista­ skólinn, sem haft hefur gífurleg áhrif á evrópska iðnhönnun, var stofnaður í Jena árið 1919. Hann var svo fluttur til Dessau og hraktist síðar til Berlínar en nasistar lokuðu honum árið 1933. Aðeins lokaathöfn ráðstefnunnar var haldin í Weimar. Borgirnar Jena og Weimar eiga það sameiginlegt að þær eru báðar í fyrrum Austur Þýskalandi. Síðan landið var sameinað hefur gífurleg uppbygging og endurnýjun átt sér stað og borgirnar gengið í endur­ nýjun lífdaga. Innan um má samt ennþá sjá hús sem eru í niðurníðslu en það mun oftast vera af því að óljóst er um eignarhald. Eftir sameiningu land­ anna (1990) var þjóðnýttum eignum skilað aftur til fyrri eigenda en þar sem langt var um liðið (Austur Þýskaland stofnað 1949) hefur stundum reynst erfitt að fá eignarhaldið á hreint. Það kom vissulega skemmtilega á óvart hvað ráðstefnan var fjölbreytt, bæði að formi og inni­ haldi. Skiptust á fyrirlestrar sem voru fyrir alla (Plenarvorträge), pallborðsumræður (Podien), kynningar (Foren), fagmálstofur í smærri einingum (Fachprogramme) og voru margar haldnar sam­ tímis, veggspjöld (Poster), kynningar á kennslu­ efni (Verlagspräsentationen) og upplýsingagluggar (Fenster). Alls voru 1300 viðburðir í boði á ráðstefn­ unni. Dagskrárhefti ráðstefnunnar (Programmheft) var um 180 síðna bók, nauðsynleg handbók um ráðstefnuna, sem er margslungin og flókin. Á ráð­ stefnum Alþjóðlegra samtaka bókasafnasamtaka og stofnana (IFLA) eru haldin stutt námskeið fyrir nýliða svo ráðstefnan nýtist sem best og væri heldur ekki vanþörf á að bjóða upp á slíkt á IDT. Segja má að með skipulagningunni hafi undirbúningsnefndin og Háskólinn í Jena unnið þrekvirki. Fyrirlestrar, pallborð og kynningar Fyrirlestrar voru haldnir á morgnana um hin fjöl­ breyttustu mál sem tengdust þýsku og þýskukennslu bæði sem móðurmáli og erlendu tungumáli. Hægt var að velja á milli allt að 11 mismunandi fyrirlestra Þórdís T. Þórarinsdóttir er forstöðumaður bókasafns og þýskukennari í Mennta­ skólanum við Sund. 2 MÁLFRÍÐUR Þórdís T. Þórarinsdóttir. Alþjóðleg ráðstefna þýskukennara í Jena og Weimar

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.