Málfríður - 15.10.2009, Blaðsíða 31

Málfríður - 15.10.2009, Blaðsíða 31
„Menntun skapar framtíðarsýn – Fjöltyngi opnar nýjar víddir.“ Með þessum orðum hrinti þáver­ andi utanríkisráðherra Þýskalands, Frank Walter Steinmeier, samstarfsverkefninu „Schulen: Partner der Zukunft“ PASCH, af stað í Jakarta í Indónesíu í febrúar 2008. Hugmyndin að verkefninu er komin frá þýska utanríkisráðuneytinu sem einnig sér um framkvæmd þess, leggur til fjármagnið og markar stefnuna. Að auki koma að verkefninu nokkrir samstarfsaðilar, sem sjá um beina útfærslu bæði í Þýskalandi og í lönd­ um þátttakenda. Samstarfaðilarnir eru Deutscher Akademischer Austauschdienst, Goethe­Institut, Pädagogischer Austauschdienst og Zentralstelle für das Auslandsschulwesen. Meginmarkmið PASCH­verkefnisins er að efla áhuga ungs fólks á Þýskalandi, þýskri tungu og þýsku samfélagi samtímans, m.a. með því að stuðla að auknum gæðum þýskukennslu á markviss­ an hátt. Með því opnast enn frekar aðgangur að háskóla­ og öðru sérnámi í Þýskalandi. Með sístækk­ andi og virku tengsla­ og samskiptaneti skóla sem kenna þýsku styrkist staða tungumálsins og sam­ vinna skólanna eykst. Þannig myndast smám saman alþjóðlegt námssamfélag sem eykur gagnkvæman skilning þjóða á milli. Það sem gerir verkefnið enn áhugaverðara, er að þátttakendur eru skólar ýmist á grunn­ eða fram­ haldsskólastigi, eða báðum stigum. Þannig er gras­ rótin virkjuð og beinu sambandi komið á við þá sem mestu skipta upp á framgang verkefnisins, þ.e. kennara og nemendur. Saman mynda PASCH­skól­ arnir samskiptanet. Tilgangurinn er virkt samstarf til frambúðar. Þýskan er oft fyrsti snertipunktur en aukinn gagnkvæmur skilningur fólks af mismun­ andi þjóðerni og alþjóðlegt námssamfélag eru þeim sem að verkefninu standa ofarlega í huga. Samstarfsnetið hefur vaxið ótrúlega hratt, því samstarfsskólarnir eru orðnir rúmlega 1300 í yfir 100 löndum vítt og breitt um heiminn. Mismunandi er hve margir PASCH­skólar starfa í hverju landi. Hér á landi er einn slíkur. Þátttaka Borgarholtsskóla í PASCH­verkefninu hófst opinberlega 27. jan­ úar 2009. Skrifað var undir þriggja ára samstarfs­ samning við Goethe­Institut í Kaupmannahöfn, sem er opinber tengiliður skólans í verkefninu og aðstoð­ ar við skipulagningu og framkvæmd. Af þessu tilefni var heill dagur tileinkaður þýsku í skólanum og nemendur settu upp veglega dagskrá á þýsku fyrir nemendur, starfsfólk skólans og gesti. Fluttur var frumsaminn gamanleikur, kórinn söng nokkur lög og einn nemandi hélt mjög sannfærandi tölu á þýsku um gagnsemi og nauðsyn þýskunáms. Að auki var nemendasýning á graffitiljósmyndum frá Berlín og Reykjavík. Meðal gesta við opnunina var þýski sendiherrann, dr. Karl­Ulrich Müller, en einnig komu forstöðumaður og nokkrir starfsmenn Goethe­Institut í Kaupmannahöfn, þýskukennarar úr öðrum skólum ásamt kennurum og nemendum úr Háskóla Íslands. Eftir hádegi stóðu tveir kunnir þýskir rapparar ásamt þýskum kennara fyrir tveim­ ur vinnustofum í rappi, önnur var ætluð nemend­ um og hin kennurum. Báðar voru mjög vel sóttar. Röppurunum tókst að virkja nemendur þannig að það var stanslaust fjör. Meira að segja nemendur sem ekki eru í þýsku röppuðu á þýsku. Kennarar sýndu einnig á sér óvæntar hliðar. PASCH er fjármagnað af þýska ríkinu og það eru engar smáupphæðir sem fara í verkefnið. Árið 2008 voru það 45 milljónir evra en árið 2009 er áætlað að fjárveitingin nemi 54 milljónum evra. Mismunandi MÁLFRÍÐUR 31 Sigurborg Jónsdóttir. Bernd Hammerschmidt. Sigurborg Jónsdóttir og Bernd Hammerschmidt eru bæði þýskukennarar við Borgarholtsskóla. Kynning á: „Schulen Partner der Zukunft“, PASCH

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.