Vísbending


Vísbending - 05.02.2010, Blaðsíða 2

Vísbending - 05.02.2010, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 5 . t b l . 2 0 1 0 Að undanförnu hafa nefndir skil-að skýrslum sem eiga að benda á leiðir til þess að spara í heilbrigð- iskerfinu. Þar hefur annars vegar verið fjallað um stjórnskipulagið og þær stofn- anir sem fjalla um heilbrigðismál og hins vegar sjúkrastofnanirnar sjálfar. Umræðan um svonefnt hátæknisjúkrahús hefur líka verið hávær, en sem kunnugt er skrifuðu lífeyrissjóðir undir viljayfirlýsingu um fjármögnun á því. Allt er þetta góðra gjalda vert þó að deilt sé um niðurstöður eins og gengur. Til dæmis eru menn ekki á einu máli um að nú sé rétti tíminn til þess að reisa nýj- an Landspítala, þó að ekki sé deilt um að sá gamli hafi verið hannaður við aðstæður og tækni um miðja 20. öldina. Það eru í sjálfu sér ekki góð rök til þess að reisa nýjan spítala núna ef sparnaður blasir ekki við. Segjum að spítalinn kosti 50 milljarða króna. Vaxtakostnaður af byggingunni er þá 3-5 milljarðar króna á ári og því þarf að spara meira en það til þess að réttlæta bygginguna af sparnaðarsjónarmiðum. Auðvitað getur fleira mælt með bygging- unni, til dæmis aukið öryggi sjúklinga, þægindi og notkun nýrrar tækni. Samt er þetta ekki sú fjárfesting sem skilar mestu til sparnaðar og öryggis. Gátlistar Gæðastjórnun var um tíma mikið tísku- orð. Í henni fólst meðal annars að verk- ferlar væru vel skilgreindir og farið væri yfir allt verkið, meðal annars með gátlist- um. Í Bandaríkjunum er nýkomin út bók um þetta efni, The Checklist Manifesto, eftir Atul Gawande. Í bókinni rekur hann hvernig nota má gátlista á ýms- um sviðum læknisfræðinnar. Á listunum sjálfum eru engin ný vísindi, aðeins atriði sem almennt eiga við eða geta átt við. Í skurðstofunni eiga læknar samkvæmt listanum að þvo sér um hendur fyrir upp- skurð. Sjálfsagt mál, en afar óheppilegt ef það gleymist. Listarnir komu fyrst fram skömmu eftir aldamótin síðustu og rann- sóknir benda til þess að þeir hafi þegar dregið úr vandamálum sem koma upp eftir aðgerðir um tugi prósenta. Ef einfalt skref gleymist getur það haft afar alvarleg- ar afleiðingar, sem stundum er ekki hægt að snúa við. Flugmenn hafa lengi vitað þetta og nú er þessari einföldu lausn beitt í læknisfræði. Einföld og ódýr sparnaðarráð í heilbrigðiskerfinu Spurt og svarað Þeir sem hafa farið á sjúkrahús þekkja það vel að þeirra bíður spurningaflóð. Ritstjóri hitti nýlega mann sem þurfti að fara í ein- falda aðgerð fyrir rúmu ári. Þegar hann kom inn á spítalann á þeim tíma sem honum var fyrirlagt að mæta þurfti hann að bíða í klukkutíma á biðstofu. Þá ákvað hann að trufla samræður starfsmanna sem sátu bakvið þil og spurði hvort hann ætti að koma seinna. Þá var honum sinnt af hjúkrunarfræðingi sem spurði hann margvíslegra spurninga um sjúkrasögu og lyfjameðferð. Öllu þessu svaraði hann samviskusamlega og svörin voru skrifuð á eyðublað. Hann setti það ekki fyrir sig þó að spurningunum hefði verið svarað áður en aðgerðin var ákveðin. Að svörunum fengnum dró hjúkrunar- fræðingurinn sig í hlé og eftir nokkra bið var manninum tilkynnt að svo áliðið væri orðið að best væri að hann kæmi morg- uninn eftir. Sjúklingurinn lét sér það vel líka. Daginn eftir kom hann árla og var strax sinnt af áhugasömum og elskulegum hjúkrunarfræðingi sem spurði allra hinna sömu spurninga og lagðar höfðu verið fyrir daginn áður. Þeim svaraði maðurinn möglunarlaust. Fljótlega birtist lækn- ir, ræddi við sjúklinginn um sjúkrasögu hans og lyfjanotkun og spurði nánast hins sama og tveir hjúkrunarfræðingar höfðu áður grennslast fyrir um. Í öllum tilvikum voru svörin vandlega fest á blað. Aðgerð- in heppnaðist vel. Ekki vissi sögumaður hvort upplýsingar hefðu nokkru sinni ver- ið færðar í gagnagrunn í tölvu. Ekki er að efa að það myndi bæði spara mikinn tíma og auka öryggi ef svörin væru strax færð inn í tölvu. Einföld skráning- arborð hafa lengi verið þar sem auðvelt er að skrá upplýsingar og færa svo í miðlægan grunn. Ekki er að efa að slíkir grunnar eru víða til á sjúkrahúsum, á læknastofum eða heilsugæslustöðvum. Hins vegar skortir mikið á að þessir grunnar séu samtengd- ir. Ef sjúklingur kemur meðvitundarlaus á sjúkrahús getur það skilið milli lífs og dauða að vita að hann er með ofnæmi fyr- ir ákveðnu lyfi, svo dæmi sé tekið. Í ljósi alls þessa er afar ánægjulegt að vita til þess að vorið 2009 samþykkti Al- þingi lög nr. 55 um rafræna sjúkraskrá. Í greinargerð með frumvarpinu (sjá til hlið- ar) kemur fram að höfundar frumvarpsins hafa gert sér góða grein fyrir því um hve stórt framfaraskref yrði að ræða. Í mati á kostnaði vegna samræmdrar skrár segir fjármálaráðuneytið: „Heilbrigðisráðuneyti hefur gert áætlun um áform um uppbygg- ingu rafrænnar sjúkraskrár og heilbrigð- isnets ásamt samhæfingu upplýsingakerfa og telur að innleiðing þess fram til ársins 2011 kosti í heild samtals 1.460 m.kr. Þau áform verða ekki beinlínis leidd af ákvæð- um frumvarpsins og innleiðing þeirra ræðst því fyrst og fremst af útgjaldasvigr- úmi ráðuneytisins. Gera má hins vegar ráð fyrir að á móti komi verulegur ávinningur við innleiðingu rafrænna sjúkraskrárkerfa sem komi til með að draga bæði beint og óbeint úr kostnaði heilbrigðiskerfisins í heild. Á móti framangreindum kostnaði má því gera ráð fyrir að komi ótvíræð- ur ávinningur þegar rafræn sjúkraskrá er komin til fullra framkvæmda. Heild- arkostnaður eigi því að vera lægri en heil- brigðisráðuneyti áætlar. Þannig mætti t.d. gera ráð fyrir að ráðuneytið fjármagni verkefnið að stórum hluta með því að verja til þess tilteknu hlutfalli af fjárheim- ildum allra þeirra heilbrigðisstofnana sem koma til með að hafa hag af auknu hag- ræði og skilvirkni sjúkraskrárkerfisins.“ Með öðrum orðum. Verkefnið borgar sig upp á mettíma. Ekki er kunnugt um Í mati á kostnaði vegna samræmdrar skrár segir fjármálaráðuneytið: „Heilbrigðisráðuneyti hefur gert áætlun um áform um upp- byggingu rafrænnar sjúkraskrár og heil- brigðisnets ásamt samhæfingu upplýs- ingakerfa og telur að innleiðing þess fram til ársins 2011 kosti í heild samtals 1.460 m.kr.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.