Vísbending


Vísbending - 30.07.2012, Blaðsíða 2

Vísbending - 30.07.2012, Blaðsíða 2
2 V Í S B E N D I N G • 3 0 T B L 2 0 1 2 Er okur á Íslandi? Álagning Haga er þreföld á við Tesco sem er stærsti matvöru-smásali Bretlands, þegar litið er á framlegð fyrirtækjanna samkvæmt ársrei- kningum. Hún er hins vegar lægri en hjá Walmart. Reglulega gýs upp umræða á Íslandi um hátt vöruverð. Sú umræða er ekki alltaf yfirveguð eða lestuð stað reynd um en oft eru sögur af reyf ara kaupum látnar duga sem sönnun. Stundum fer umræðan að snúast um okur kaupmanna á neytendum og hversu allt er á verri veg innanlands en utan. Í tengslum við þetta sjónarmið ákvað undirritaður að rýna ársreikninga stórra verslunarfyrirtækja sem flestir kannast við og margir íslendingar hafa verslað við. Ólík rekstrarmódel Litið var á hver álagning fyrirtækj-anna er samkvæmt ársreikningi og þar er auðvitað enga sundurliðun að fá eftir vöruflokkum en hins vegar er kjarna- starfsemi þeirra vel þekkt og þar liggur þunginn í þeirra tekjuöflun. Stór fyrirtæki eru mismunandi sett saman hvað varðar efnahag, dreifingu, vöruflokka o.fl. sem hefur áhrif á það hvernig stjórnendur stilla upp sínu rekstr- ar módeli til að ná árangri fyrir hluthafa. Sum fyrirtæki eru afar stórtæk í inn- flutningi frá Asíu á meðan önnur fyrir tæki treysta á þjónustu dreifingaraðila og láta þá um að finna vörur, halda lag er og taka á sig rýrnun og áhættu af vöru skilum og gæðamálum. Ákveðnir vöru flokk ar hafa almennt lága álagningu á meðan aðrir bjóða uppá meiri mögu leika til framlegðar, það skiptir því veru legu máli hvernig fyrir- tækin setja saman sitt vöruframboð með tilliti til tekjumöguleika. Það er því ekki einfalt mál að átta sig á því hvað álagning fyrirtækja þarf að ná yfir þegar kemur að kostnaði við innkaup og lagerhald. Það vakti hins vegar athygli mína að tvö bresk fyrirtæki skera sig verulega úr þegar kemur að álagningu án þess að hlutur eigenda sé verri. Það virðist sem að þessi fyrirtæki séu með mun lægri kostnað við rekstur en önnur stórfyrirtæki í svipaðri starfsemi (sjá mynd 1). Það er í raun mikill munur á því módeli sem bresku fyrirtækin hafa komið sér upp og hinum sem eru til samanburðar. Það má því leiða líkum að því að afar erfitt sé að hefja rekstur í samkeppni við risana sem þar starfa þar sem álagning er afar lág og því er lífnauðsynlegt að ná stærðarhagkvæmni í rekstri. Framlegð Þar sem velta fyrirtækjanna er ekki sund ur greind er eingöngu horft á framlegð og þannig litið fram hjá öllu sem heitir mismunur á vörugjöldum, tollum og unhverfisgjöldum sem búið er að gjald- færa fyrir í vörunotkun við gerð ársreikn- inga. Þannig er eingöngu unnið með hrein a framlegð eftir að öll vörunotkun hefur verið dregin frá. Það er vitað að sum félögin eiga fjöl- mörg dótturfélög í óskyldum rekstri og fasteignir eru ýmist leigðar eða í eigu sama félags. Til að fá sæmilega mynd af álagningu þeirra eru þær tekjur skildar frá eftir því sem hægt er því hér er ekki verið að varpa ljósi á ávöxtun og arðsemi heldur meira horft til rekstrarmódels og álagningarþarfar og hvernig hún skilar sér niður rekstrarreikninginn. Sum félögin eru með rekstur víða um heim en önnur eru meira bundin við sinn heimamarkað. Sá samanburður sem hér fer á eftir er því afar gróf mynd en ekki nákvæmur samanburður. Smásölurisinn Walmart er stofnað sama ár og greinar höfundur fæddist eða 1962 af Sam Walton. Fyrirtækið er í dag stærsti vinnuveitandi heims í heimi fyrir tækja með yfir tvær milljónir starfsmanna og markaðsvirði þess er u.þ.b. 32.000 mil- ljarðar. Fyrirtækið er enn fjölskyldu- fyrirtæki þótt að það sé skráð á markað (1970) og fjölskyldan á enn nærri helming hlutafjár. Velta félagsins er að hálfu sala á mat- vöru og að hálfu aðrar vörur og úrvalið er gríðarlegt. Walmart er stærsta smásölufyrirtæki heims og veltir sa. 52.400 milljörðum eða hundrað sinnum meira en fjárlög Íslands. Þessi risi er með hæstu meðalálagninguna af þeim fyrirtækjum sem skoðuð voru. Á því eru margar skýringar eins og t.d. sú M1. Álagning skv. ársreikningi framhald á bls. 4 Hermann Guðmundsson Stjórnarmaður í SVÞ og rann- sóknarsetri verslunarinnar M2. Rekstrarkostnaður af heildartekjum M3. Hagnaður e. skatta af heildarframlegð

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.