Vísbending


Vísbending - 10.12.2012, Blaðsíða 1

Vísbending - 10.12.2012, Blaðsíða 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 4 8 T B L 2 0 1 2 1 Mynd 1: Traust á nokkrum fréttamiðlum 2008-12 miðað við meðaltal markaðar 10. desember 2012 48. tölublað 30. árgangur ISSN 1021-8483 Fjölmiðlar selja aðgang að fólki. Til þess að fyrirtæki vilji kaupa auglýsingar þarf einhver að nota miðilinn. Traust er eitt af því sem er öllum mikilvægt sem reka fjölmiðla. Skilar það sér í kassann? Landbúnaður á Íslandi hefur sjaldnast þurft að keppa við innflutning eða reyndar innbyrðis. Fyrir rúmlega 100 árum rak athafnakona í Reykjavík viðamikinn útflutning. 1 32 4 Rekstur fjölmiðla byggist á því að einhver vilji kaupa þjónustuna. Kaupandinn getur annað hvort verið auglýsandi eða áskrifandi. Auglýsendur sækjast eftir því að kynna vöru sína og þjónustu í þeim miðlum sem þeir telja að nái best til þeirra sem eru líklegir kaupendur. Það er ekki sjálfgefið að þeir miðlar sem hafa mesta útbreiðslu henti öllum auglýsendum jafnvel. Sá sem vill ná til golfáhugamanna gæti frekar viljað kynna vöru sína í Golfblaðinu en Fréttablaðinu, þó að lesendur þess síðarnefnda séu miklu fleiri. Flestum er umhugað um orðstír sinn og því forðast mörg fyrirtæki að auglýsa í blöðum sem kunna að eiga marga lesendur, en einbeita sér að efni sem fyrirtæki telja að gæti skaðað orðstír sinn. Traust Nýlega var birt niðurstaða könnunar um traust á fjölmiðlum. Spurt var um flesta helstu fréttamiðla landsins: „Hversu mikið eða lítið traust berð þú til eftirfarandi aðila?“ Til eru sambærilegar mælingar allt frá desember árið 2008. Ætla má að traust almennt á fjölmiðlum hafi minnkað mikið við hrunið, en þessi könnun sem gerð er af MMR sýnir ekki þá breytingu. Fljótleg yfirferð sýnir að allan tímann hefur fréttastofa RÚV yfirburði yfir aðra miðla þegar litið er á hvort landsmenn treysta fréttaflutningnum. Jafnframt er traust á DV langminnst. Með þessu er ekki sagt að áhrif miðlanna séu eins og traustið segir til um. Á sínum tíma voru nær öll blöð tengd stjórnmálaflokkum. Þá var Morgunblaðið keypt á flestum heimilum landsins en útbreiðsla Þjóðviljans mun minni. Engu að síður er ómögulegt að halda því fram að áhrif blaðanna á stjórnmálaskoðanir landsmanna hafi verið í réttu hlutfalli við útbreiðsluna. Hlutverk blaðanna var meðal annars að predika fyrir söfnuðina. Smám saman minnkuðu flokkseinkenni á blaðamarkaði. Hreinu flokksblöðin, Þjóðviljinn, Tíminn og Alþýðublaðið, hurfu og eftir stóðu Morgunblaðið og DV. Við tilkomu Fréttablaðsins sem dreift var án endurgjalds gerbreyttist markaðurinn. Smám saman hvarf yfirburðastaða Morgunblaðsins bæði meðal áskrifenda og auglýsenda. Auðmenn eignuðust hver sitt blað. Baugur átti Fréttablaðið, Björgólfur Guðmundsson Moggann og Exista eignaðist Viðskiptablaðið sem einnig varð dagblað. Eignarhaldið birtist lesendum helst í því að ekki var fjallað um viðskiptaveldi eigendanna. Fréttablaðið var líka notað til þess að ráðast á keppinauta Baugsveldisins, en árið 2006 var breytt um stefnu og ráðnir nýir ritstjórar að því til þess að ávinna því meira traust. DV sem var þá innan samsteypunnar fékk það hlutverk að flytja æsifréttir og árásir á einstaka menn og fyrirtæki, en þó aldrei um eigendur samsteypunnar. Við hrunið breyttist eignarhald á fjölmiðlum. Fréttablaðið og Stöð 2 voru þó lengi vel það eina sem eftir stóð af Baugsveldinu, Morgunblaðið komst í eigu nokkurra fyrirtækja, m.a. í útgerð, og eigendur DV virðast vera einstaklingar vinveittir VG, en sá flokkur mun njóta velvildar í blaðinu. Traust á fjölmiðli þarf ekki að byggjast á því að neytendur þekki miðilinn vel. Þvert á móti er líklegt að þeir forðist þá miðla sem þeir vantreysta og hafa því ekki þá yfirsýn sem nauðsynleg er til þess að bera þá saman. Þróun Í túlkun á könnuninni hefur einkum verið horft á stöðu miðlanna núna. Flestir reyna að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Þannig segir mbl.is: „Flestir treysta RÚV og mbl.is“. Þetta er rétt, en traust til RÚV er skv. könnuninni 75% af svarendum en 51% treysta mbl.is. Á vefsvæðinu visir.is sagði: „Traust til Vísis eykst um rúm 40%“. Það var líka rétt ef miðað er við skilgreiningar miðilsins sjálfs. Traustið jókst úr 24% árið 2009 í 35% nú. Ætla má að aðrir miðlar hafi líka fundið eitthvað sem kom þeim vel, en fljótleg skoðun sýndi þó ekki neina tilvitnun í könnunina á dv.is. Frá tölu þeirra sem sögðust treysta miðlinum vel eða mjög vel er dregið meðaltal þessara sex miðla. Heimild: MMR og útreikningar Vísbendingar. framhald á bls. 2 Afkoma og traust

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.