Vísbending


Vísbending - 11.02.2013, Blaðsíða 4

Vísbending - 11.02.2013, Blaðsíða 4
4 V Í S B E N D I N G • 6 T B L 2 0 1 3 Aðrir sálmar Allt of mikil sala Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Uggvænleg frétt birtist nýlega í Fréttablaðinu: „Framkvæmdastjóri ATMO við Laugaveg segist glíma við vöruskort þar sem sala hafi gengið mjög vel. Hún kallar eftir meiri stuðningi frá hinu opinbera og segir einkennilegt að fatahönnun sitji ekki við sama borð og aðrar skapandi greinar. „Ef það eru ekki til vörur til að selja neyðist maður til að draga saman seglin,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar innar ATMO við Laugaveg, en efri hæð verslunarinnar stendur nú tóm, vegna of mikillar sölu að hennar sögn. „Það gengur ekki að láta stóra hæð í 3.000 fermetra húsi standa hálf tóma,“ segir Ásta. „Þess vegna erum við búin að færa allt tímabundið niður af efri hæðinni.“ Ásta segir forsvarsmenn ATMO ekki hafa gert ráð fyrir svo mikilli sölu strax í upphafi, en búðin hefur verið starfrækt í tæpa þrjá mánuði. „Fólk er greinilega mjög ánægt með íslenska hönnun og salan er búin að ganga mjög vel, en þetta hangir allt saman. Þetta er hringrás, hönnuður þarf að koma frá sér vöru, framleiða hana og svo skila henni til okkar. Ef eitthvað stoppar í þessari hringrás þá erum við alveg stopp, því við reiðum okkur eingöngu á íslenska hönnuði og íslenskar vörur,“ segir Ásta. Vandamálið að hennar mati er að íslenskir hönnuðir eigi oft í mjög miklum vandræðum með framleiðslu. Hún kallar þess vegna eftir meiri stuðningi frá hinu opinbera og telur einkennilegt að hönnuðir þurfi að borga fullan virðisaukaskatt þegar aðrar skapandi greinar borga minna. „Það er mjög erfitt að koma á fót nýjum vörumerkjum í núverandi umhverfi. Ef ríkið myndi styðja okkur betur gætum við verið samkeppnishæfari við erlendar vörur, en allir þessir skattar og innflutningsgjöld gera okkur erfitt fyrir,“ segir Ásta. … „Við stefnum á að færa okkur aftur upp á efri hæðina, en þá myndi stuðningur frá hinu opinbera hjálpa mikið. Það þarf að gera mikið fyrir þessa grein hérna heima svo hún geti vaxið og dafnað líkt og í nágrannalöndum okkar,“ segir Ásta.“ Hefði ekki ríkið líka getað gripið inn í og stoppað þessa miklu sölu? bj framhald af bls. 3 t.d. rekið heilbrigðiskerfið fyrir heldur lægri fjárhæð eða reist Kárahnjúkavirkjun árlega. Jafnframt má benda á það að hægt væri að greiða skuldirnar niður miklu hraðar en ella ef vextirnir væru lægri. Að hluta til má rekja álagið til slakrar hagstjórnar, en að hluta til má rekja það til krónunnar sjálfrar. Vegna þess að menn sjá að reglulega hefur verið beitt gengisfellingum til þess að færa verðmæti til í þjóðfélaginu vita allir að hún er ekki góður gjaldmiðill til þess að geyma verðmæti í til langs tíma litið. Háir vextir, sem áttu á slá á verðbólgu, urðu til þess að hingað streymdi fé í krónubréf, sem eru enn þann dag í dag hluti af „snjóhengjunni“ sem svo hefur verið nefnd. Álag annarra Sú spurning hlýtur að vakna hvort svipað álag megi sjá í öðrum löndum. Er til Danmerkurálag, Spánarálag og svo framvegis? Svarið er já og nei. Í Danmörku voru vexir um hríð talsvert hærri en í Þýskalandi. Haustið 2008 fór munurinn í skamma stund í 4%. Seðlabanka Danmerkur tókst að halda dönsku krónunni stöðugri miðað við evru og hættan leið hjá. Engu að síður sýndi það sig að það getur verið hættuspil fyrir Dani að hafa sína „sjálfstæðu“ evru, sem þeir kalla krónu og prenta mynd af drottningunni á. Árið 2012 voru vextir danska ríkisins mjög svipaðir og þess þýska, stundum sjónarmun lægri. Það sama gildir um Finnland og Svíþjóð, en bæði löndin eru innan Evrópusambandsins, Finnar með evru en Svíar ekki. Á mynd 2 má sjá álagið á Breta sem var 0 til 0,4% á tímabilinu. Norðurlandaþjóðirnar þrjár voru allar með svipað eða minna álag árið 2012. Myndin sýnir að þetta ár var Íslandsálagið svipað og hjá Spánverjum, en þeir eru einmitt ein af PIIGS-þjóðunum innan evrusamstarfsins sem svo eru nefndar, en þetta eru syðstu þjóðir sambandsins ásamt Írum. Oft er spurt þegar rætt er um inngöngu Íslands í Evrópusambandið: Viljum við verða eins og Spánverjar? Myndin bendir til þess að í vaxtamálum væri það skömminni skárra en að þola „Íslandsálagið“. Athyglisvert er að álagið virðist fara minnkandi hjá öllum löndunum þegar líður á árið, en það bendir til þess að markaðurinn telji að efnahagsvandi þessara þjóða sé í rénun, eða kannski að munurinn hafi minnkað milli vanda þeirra og erfiðleika annarra þjóða. Slóvakía og Lettland eru líka lítil lönd, sem vissulega hafa ekki verið með sambærileg lífskjör og Íslendingar, en hafa fengið sinn skerf að efnahagserfiðleikum. Álagið í þessum löndum virðist vera 1,5 til 2,0% lægra en á Íslandi. Þó að Íslendingar næðu ekki öðrum Norðurlandaþjóðum heldur bara þessum smáþjóðum myndi þjóðin græða um 70 milljarða króna á ári. Tvær Hörpur eða 70 kílómetra göng árlega. Grikklandsfárið Það er smáútúrdúr, en engu að síður fróðlegt að kanna hvert álag Grikkir þurfa að þola vegna sinna efnahagshremminga. Mynd 3 sýnir hvernig Grikklandsálagið hefur verið undanfarið ár. Það var miklu hærra en það íslenska en hefur farið hratt minnkandi síðan í júní. Vonandi er það vísbending um að Grikkland sé á réttri leið, þó að ljóst sé að landið eigi eftir langa eyðimerkurgöngu efnahagsvandræða. Mynd 3: Grikklandsálagið 2012-13. Vaxtaálag Grikkja umfram Þjóðverja M.v. 10 ára óverðtryggð ríkisskuldabréf. Heimild: Eurostat

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.