Vísbending


Vísbending - 16.12.2013, Blaðsíða 4

Vísbending - 16.12.2013, Blaðsíða 4
4 V Í S B E N D I N G • 4 7 . T B L . 2 0 1 3 „Lífeyrissjóðirnir rannsökuðu sig sjálfir og eru mjög ánægðir með rann sóknina, enda er ekkert upplýst um hvernig helstu fjárglæframenn landsins náðu heljartökum á þessum sjóðum almennings.“ Mér er kunnugt um að mörgum forystu­ mönnum lífeyrissjóðanna líkaði mjög illa að sitja undir þessum dylgjum í ritstjórnargrein Morgunblaðsins. Menn réðu ráðum sínum en ákváðu að láta þessu ósvarað enda varla á því plani að hægt væri að eiga við það. Eitt og annað fór þó manna á milli í tölvupóstum um málið. Þar á meðal þetta: „Djöfull þykir mér illt fyrir okkur að sitja undir svona skítkasti frá manni sem lánaði „fjárglæframönnunum“ í Kaup­ þingi 80 milljarða úr gjaldeyrisvara sjóði Seðlabankans einungis 48 klukkutímum áður en Kaupþing fór á hausinn. Og svo fór Seðlabankinn sjálfur á hausinn. Þarf lífeyrissjóðafólkið að sitja undir þessu?“ Því er haldið fram að seðlabanki geti tæknilega ekki orðið gjaldþrota vegna tengsla sinna við ríkissjóð. Þannig er hæpið að tala um að Seðlabanki Íslands hafi farið á hausinn. En víst er að á þessum tíma tapaði hann öllu eigin fé sínu. Og þá er þetta bara spurning um að velja rétt orðalag til að lýsa ástandi hans þegar þarna var komið sögu. Morgunblaðið var ekki eini alvöru­ fjölmiðillinn sem átti til að hreyta ónotum í lífeyrissjóðina. RÚV virtist vera mjög uppsigað við þá. Þótti okkur gjarnan mjög á málstað sjóðanna hallað í umfjöllun þar á bæ, bæði í fréttum og spjallþáttum. Það segir mikið um andann á RÚV að útvarpsstjóri svaraði kurteislegu bréfi Lands­ samtaka lífeyrissjóða sem sýndi fram á mikla slagsíðu í fréttaflutningi og umfjöllun þátta hjá RÚV með eftirfarandi skætingi: „Þegar lífeyrissjóðirnir á undan gengnum árum hafa sent frá sér frétta tilkynningar, þar sem útlistuð er góð afkoma og frábær árangur í rekstri þeirra, hafa ekki sjálfkrafa í næsta fréttaþætti á eftir verið birt sjónarmið þeirra sem hefðu haldið því fram að þessi afkoma sjóðanna væri bara froða sem þeytt hefði verið upp í samstarfi við útrásarvíkingana og banka þeirra.“ Já, „bara froða“ sagði þessi forstöðu­ maður ríkisstofnunar sem pínir alla lands­ menn til að borga afnotagjöld – hvort sem þeir kæra sig um að fylgjast með umdeildri dagskrá hennar eða ekki. Málefnalegt svar hjá þessum forstöðu­ manni? Dæmi hver fyrir sig. En við þetta hafa lífeyrissjóðirnir þurft að fást. Forystumenn sjóðanna láta það ekki trufla sig um of þó leiðinlegt sé. Okkur sem erum þar í forsvari er meira í mun að láta verkin tala og það höfum við gert. Aðrir sálmar Einstæður árangur Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. framhald af bls. 1 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði nýlega í samtali við bandaríska tímaritið Foreign Affairs: „Ég er oft spurður: „Af hverju trúðir þú á velgengni bankanna?“ Ég gerði það og ég studdi þá. Ég hjálpaði þeim að stækka. Það komu fram viðvörunarraddir árið 2007, frá sérfræðingum og ráðgjöfum og ég hlustaði á þá. En ég spurði sjálfan mig: „Hvað eru matsfyrirtækin að segja um íslensku bankana?“ Ég var fjármála­ ráðherra fyrir 20 árum og eins og margir fjármálaráðherrar taldi ég að mats fyrirtækin væru hinir eiginlegu dómarar um heilbrigði efnahagslífsins. Ég gerði þau mistök að trúa því sem þeir voru að segja um íslensku bankana vegna þess að þeir gáfu þeim mjög gott heilbrigðis vottorð. Matsfyrirtækin Moody’s, Standard & Poor’s, Fitch komust öll að þeirri niðurstöðu. Svo ég sagði við sjálfan mig: „Já, það eru menn með viðvaranir en þeir eru ekki matsfyrirtækin. … Svo ég sagði, því miður, við sjálfan mig, að matsfyrirtækin og þessir máttarstólpar í vestrænu bankakerfi gætu ekki haft rangt fyrir sér.“ Í fyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins 10. janúar 2006 sagði forsetinn um útrásina: „Sumir ræða um hana sem afmarkað og skilgreint fyrirbæri, hjá öðrum gætir undrunar og efasemda, spurt er hvort þessi þróun fái staðist til lengdar, hvort hún sé byggð á sandi, glæfraspil sem komi þjóðinni í koll; fjármunir að mestu fengnir að láni og senn komi að skuldadögum. Útrásin er þó staðfesting á einstæðum árangri Íslendinga, fyrirheit um kröftugra sóknarskeið en þjóðin hefur áður kynnst, ekki aðeins í viðskiptum og fjármálalífi heldur einnig í vísindum, listum, greinum þar sem hugsun og menning, arfleifð og nýsköpun eru forsendur framfara. Útrásin er byggð á hæfni og getu, þjálfun og þroska sem einstaklingar hafa hlotið og samtakamætti sem löngum hefur verið styrkur okkar Íslendinga. Nauðsyn þess að allir komi að brýnu verki var kjarninn í lífsbaráttu bænda og sjómanna á fyrri tíð, fólkið tók höndum saman til að koma heyi í hús meðan þurrkur varði eða gerði strax að afla sem barst á land.“ Ekkert minnst á Moody‘s hér. bj löndum sem urðu fyrir áhrifum banka­ kreppu – en hér varð bankahrun með miklu meiri almennum afleiðingum en banka kreppa Vesturlanda olli. Fram kom að tjón íslenskra lífeyris­ sjóða í heild hafi numið 21,5%, en til samanburðar má nefna að Calpers sjóðurinn í Bandaríkjunum, sem er sá stærsti í heimi, tapaði 27,1%, Norski olíu ­ sjóðurinn 23,3%, Lífeyrissjóður bresku járn brautanna 21,5% og meðaltal banda­ rískra verðbréfasafna fór niður um 22,5%, svo eitthvað sé nefnt til samanburðar. Þetta sýnir okkur að íslenskir lífeyris­ sjóðir komu vel frá þessum hildar leik í alþjóðlegum samanburði. Að ekki sé nú talað um samanburð þeirra við aðrar íslenskar fjármálastofnanir sem fóru meira og minna allar á hausinn. Gildir þar einu hvort um er að ræða stóru bankana, minni banka, sparisjóðakerfið, vátrygginga félögin eða sjálfan Seðlabankann. Lífeyris sjóðirnir héldu 80% af eignum sínum á meðan hitt hvarf meira og minna allt saman. Þessar staðreyndir eru í hrópandi mótsögn við þjóðfélagsumræðuna sem hefur verið býsna neikvæð í garð lífeyris sjóðanna og á köflum rætin og ómálefnaleg. Í rannsóknarskýrslu Alþingis var fátt markvert sagt um lífeyrissjóðina. Lands­ samtök lífeyrissjóða ákváðu því að kalla eftir ítarlegri rannsókn á starfsemi þeirra í aðdraganda hrunsins. Þeir fengu sátta­ semjara ríkisins til að skipa óháða aðila til að vinna þá skýrslu. Hrafn Bragason, fyrr verandi Hæstaréttardómari, fór fyrir nefndinni sem skilaði ítarlegri skýrslu í byrjun árs 2012. Meginniðurstöður hennar sýndu að tjón sjóðanna af hruninu nam 380 milljörðum króna. Með því að reikna til viðbótar neikvæða gengisþróun á markaði frá 1. janúar 2008 fram að falli bankanna í október sama ár bættust við 100 milljarðar króna vegna lækkunar verðbréfa á því tímabili. En tjónið af sjálfu bankahruninu nam 380 milljörðum króna. Ýmsir virtust vera ósáttir við að skýrslan um tjón lífeyrissjóðina sýndi ekki neikvæðari heildarmynd en raun bar vitni. Allnokkrir niðurrifsaðilar ólmuðust á netmiðlum og víðar en það var í anda þess sem þeir höfðu áður gert á þeim vettvangi. Þeir höfðu ekki látið staðreyndir trufla málflutning sinn. Menn kipptu sér varla upp við orðræðu óábyrgra aðila af því tagi. Fjölmiðlar með skæting Það olli hins vegar vonbrigðum að sjá eftirfarandi í leiðara þess gamla og oft virðulega blaðs, Morgunblaðsins:

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.