Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 30
Frá Nígeríu til Noregs Í Noregi er í bígerð að setja lög sem banna kaup á kynlífsþjónustu. Upp á síðkastið hefur vændi orðið meira áberandi með tilkomu nígerískra kvenna sem koma til landsins í von um betri lífskjör en enda sem vændiskonur á götum norskra borga. Konurnar koma frá Nígeríu í gegnum Ítalíu og Spán með aðstoð milliliða og á áfangastað eru þær skuldum hlaðnar. föstudagur 13. júní 200830 Helgarblað DV Örbirgð og snautlegar framtíðar- horfur gera að verkum að nígerísk- ar konur koma til Evrópu í von um betra líf. Margar hverjar skilja eft- ir fjölskyldu sína og hyggjast senda fé heim til að létta byrðina og reyna auk þess að koma sér upp sjóði til mögru áranna. En þetta er flóknara en það virðist. Fjölda nígerískra kvenna bíð- ur það hlutskipti að falbjóða blíðu sína á götum borga víða í Evrópu og leiðarlok margra eru götur norskra borga. Það er ekki hlaupið að því fyrir konur frá Nígeríu að fá vegabréfs- áritun inn á Schengen-svæðið. Af þeim sökum leita þær til milliliða og bakhjarla sem fá himinháar upp- hæðir fyrir að smygla þeim til Evr- ópu. Með falskt vegabréf í farteskinu fá konurnar landvistar- og atvinnu- leyfi í Schengen-löndum á borð við Spán og Ítalíu og hálfur sigur er unn- inn. Með slík réttindi upp á vasann er ekkert því til fyrirstöðu að þær sæki Noreg heim sem ferðamenn og geta þær dvalið þar um þriggja mán- aða skeið. Þrautin þyngri Eftir að hafa lagt að baki langt og erfitt ferðalag frá Nígeríu til Norður- Afríku og farið þaðan með flugvél eða báti til Evrópu, í flestum tilfell- um beint til Spánar eða Ítalíu, og síð- an með flugi til Noregs tekur alvaran við. Konurnar frá Nígeríu hafa yfir- leitt keypt „pakka“ af milliliðum sín- um. Pakkinn inniheldur fölsk skilríki og flugmiða og verðið er hátt. Þegar til Noregs er komið nemur skuld kvennanna við bakhjarla sína allt að fimm milljónum króna og þó ekki sé gefið að bakhjarlarnir neyði konurnar til vændis verður það oftar en ekki þrautalendingin. Það er ekki fyrr en eftir að kom- ið er til Noregs að upp rennur fyrir nígerísku konunum að skuld þeirra við milliliðinn er gríðarhá. Að fram- fleyta sér í landinu er ekki gefið og sem ferðamenn eiga konurnar ekki í mörg hús að venda til að finna sómasamlega vinnu, og því fer svo að næsta götuhorn verður vinnu- staður þeirra. Að baki öllu þessu er vilji kvennanna til að bjarga sér og sínum úr klóm örbirgðar í heima- landinu. Sumar kvennanna verða jafnvel kvendólgar, eða maddömur, og ráða til sín aðrar nígerískar kon- ur til starfa, eftir að hafa greitt niður skuld við bakhjarlana og komið sér upp staðgóðri þekkingu á markaðn- um. Fjölgun nígerískra kvenna Samtök sem fylgjast með vændi í Noregi merkja verulga fjölgun ní- gerískra kvenna á götum Óslóar. Það sem af er ári hafa þau skráð þrjú hundruð sextíu og átta nígerískar vændiskonur í Ósló samanborið við eitt hundrað áttatíu og sex konur á sama tíma í fyrra. Nú er svo komið að vændiskon- ur frá Nígeríu eru ráðandi á götum Óslóar, Björgvinjar og Stafangurs og selja auk þess þjónustu sína í íbúð- um í Þrándheimi og Tromsö og víð- ar þar sem baráttan um viðskipta- vini er ekki eins hörð. Hafa þær í síauknum mæli numið land í smá- bæjum og þéttbýliskjörnum í ná- grenni stærri bæja í Noregi. Markmið norskra stjórnvalda, leynt og ljóst, er að koma nígerískum konum heim til Nígeríu. Í viðleitni sinni hafa stjórnvöld boðið upp á fría ferð heim og tuttugu og fimm þúsund norskar krónur, um þrjú hundruð og áttatíu þúsund íslensk- ar krónur, í styrk svo þær geti komið undir sig fótunum í heimalandinu. En konurnar eru ekki ginnkeyptar fyrir slíku boði. Konurnar vilja frek- ar snúa til Ítalíu eða Spánar þar sem þær hafa landvistar- og atvinnuleyfi, en ótti við bakhjarlana og skuld- binding gagnvart fjölskyldu í Níger- íu gerir að verkum að þeim hugnast ekki heimför, í það minnsta ekki fyrr en skuldin hefur verið greidd og þær hafa komið sér upp höfuðstól sem þær geta tekið með sér heim til Ní- geríu. Bann við kaupum á kynlífi Í Noregi er í bígerð að banna kaup á kynlífsþjónustu og vilja sum- ir skella skuldinni á nígerísku vænd- iskonurnar. Það er ekki eingöngu sú mikla fjölgun þeirra sem þessi skoð- un grundvallast á. Sú staðreynd að nígerísku konurnar veita ódýrustu þjónustuna vegur einnig þungt, því með lægra verði eykst eftirspurnin. Verð á þjónustu nígerísku kvenn- anna er um þrjú þúsund íslenskar krónur og langt undir því meðallagi sem tíðkast á kynlífsmarkaðinum. Auk þess eru þessar konur sýnilegri í samfélaginu en aðrir hópar sem starfa á kynlífsmarkaðinum. Talið er að um eitt þúsund og fimm hundruð manns stundi vændi innan veggja heimila, klúbba eða annars staðar fjarri skarkala gatna í borgum Noregs og af þeim fjölda eru um sextíu prósent norsk, en fjörutíu prósent koma annars stað- ar frá. Meðalverð þjónustu er á milli tuttugu og þrjátíu þúsund krónur. Fjöldi þeirra sem selja sig á götum úti í fjórum stærstu borgum Nor- egs er um eitt þúsund og tvö hundr- uð, og verð á þjónustu þeirra er að meðaltali um sjö þúsund og fimm hundruð krónur. Engar vændiskon- ur eru ódýrari en þær nígerísku. Inn af götunni Á meðal þeirra fyrstu sem komu til norskra borga til að stunda vændi á götum úti voru stúlkur frá Eystra- saltslöndunum; Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Með tíð og tíma urðu þær sjálfstæðar og urðu ósýnilegar og stunduðu viðskipti sín með til- stilli auglýsinga í blöðum og án af- skipta melludólgs. Sömu sögu má segja um stúlkur frá Póllandi og Tékklandi. Auk nígerísku kvennanna er á götum úti fjöldi stúlkna frá nýju Evr- ópusambandslöndunum, Rúmen- íu og Búlgaríu, sem gerðar eru út af melludólgum og eru að stærstum hluta fórnarlömb mansals og um áttatíu prósent þeirra eru sígauna- stúlkur sem jafnvel eru sendar í vændi af eigin stórfjölskyldu. Í ljósi áætlaðs fjölda þeirra sem stunda vændi í Noregi telur lögregl- an að varlega áætlað velti markað- urinn um fjórum og hálfum millj- arði íslenskra króna. Stærstur hluti veltunnar, eða um þrír milljarð- ar, tilheyrir innimarkaði sem sam- anstendur af klúbbum, nuddstof- um, auglýsingum og því um líku. Um einn og hálfur milljarður er velt- an í götuvændisgeiranum. Rann- sókn hefur leitt í ljós að þrettán pró- sent norskra karlmanna hafa keypt sér kynlífsþjónustu. KolBeInn ÞorsteInsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Það er ekki fyrr en eftir að komið er til Noregs að upp rennur fyrir nígerísku kon- unum að skuld þeirra við milliliðinn er gríðarhá. til evrópu n Konurnar koma frá nígeríu til noregs í gegnum spán og ítalíu. til þess hafa þær keypt „pakka“ sem inniheldur fölsk skilríki og flugmiða af millilið. laNdvistarleyFi n flestar kvennanna verða sér úti um varanlegt landvistarleyfi á ítalíu eða spáni og verður þeim þar með kleift að fara sem ferðamenn til noregs eða annarra landa innan schengen-svæðisins. til Noregs n flestar koma konurnar til noregs með flugi. Fram og til baka n Þegar til noregs er komið enda konurnar oftar en ekki í götu- vændi, þrátt fyrir áform um annað. Með reglulegu millibili fara þær aftur til ítalíu eða spánar því þær geta lengst verið í noregi í þrjá mánuði samfellt. skuldiN greidd n Þegar konurnar hefja störf í noregi senda þær fé til fjölskyld- unnar í nígeríu og greiða niður skuld við milliliði. sú skuld hleypur á milljónum íslenskra króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.